Læknablaðið - 15.07.1998, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
589
ákvæði 4. og 5. gr. Aðeins á
þessum eina stað er minnst á vís-
indasiðanefnd en mál þetta allt
varðar hana. Eðlilegast væri að
tölvunefnd, að fenginni umsögn
vísindasiðanefndar og landlækn-
is, veitti starfsleyfi og hefði eftir-
lit með því í samræmi við nú-
verandi lög.
I 3. mgr. segir:
„Heilbrigðisráðherra getur
afturkallað leyfi samkvœmt lög-
um þessum ef brotið er gegn
ákvœðum laganna eða skilyrðum
leyfis er ekki fullnœgt. Nú brýtur
starfsleyfishafi gegn ákvœðum
laga þessara eða hlítir ekki skil-
yrðum þeim sem sett eru í starfs-
leyfi eða í leyfi skv. 5. gr. og skal
ráðherra þá veita honum skríf-
lega aðvörun og hœfilegan frest
til úrbóta. Sinni leyfishafi ekki
slíkri aðvörun skal afturkalla
leyfi skv. 5. gr. og eftir atvikum
staifsleyfi. “
Landlæknir gerir hér sömu
fyrirvara og gerðir voru varðandi
leyfisveitingu og eftirlit.
Ólafur Ólafsson,
landlæknir
Reglur um nálastungumeðferð
1. Einungis viðurkenndar
heilbrigðisstéttir hafa heimild
til að stunda nálastungumeð-
ferð. Öllum þeim, sem hyggj-
ast stunda nálastungumeðferð,
ber að sækja um leyfi til slíks
til landlæknis.
2. Heimild til að stunda
nálastungumeðferð á Islandi
hafa læknar sem lokið hafa
viðurkenndu námi í slíkum
lækningum.
3. Landlæknir metur hvaða
aðrar heilbrigðisstéttir hafa
leyfi til að stunda nálastungu-
meðferð enda hafi viðkom-
andi lokið viðurkenndu námi í
nálastungumeðferð en hafa
verður tilvísun frá lækni til að
stunda slíka meðferð.
Greinargerð
Nálastungumeðferð hefur á
undanförnum árum öðlast
nokkra viðurkenningu sem
gild læknisfræði en ljóst er að
örvun með nálastungumeð-
ferð getur breytt verkjaskynj-
un og linað sársauka með
svipuðum hætti og raferting á
húð (TENS, transcutane nerve
stimulation). Aðrar ábending-
ar eru ekki skilgreindar með
fullnægjandi hætti. Því ber
ávallt að hafa hliðsjón af
þekkingu og niðurstöðum vís-
indarannsókna á hverjum
tíma. Við nálastungumeðferð
ber að gæta þess að rétt sjúk-
dómsgreining sé fyrir hendi
eða að sjúkdómar sem krefjast
annarrar meðferðar séu ekki
til staðar þannig að meðferð á
einkennum tefji ekki grein-
ingu og meðferð sjúkdóms
sem einkennunum veldur.
Einnig verður að hafa í huga
að nálastungumeðferð getur
valdið vefjaskemmdum, sýk-
ingum og loftbrjósti þótt
sjaldgæft sé ef rétt er að mál-
um staðið.
Landlæknir ætlast til þess
að þeir sem til þess eru bærir
geri grein fyrir því gegn hvaða
sjúkdómum þeir hyggjast
beita nálastungumeðferð þeg-
ar sótt er um leyfi til að stunda
þá meðferð og jafnframt ef
breyting verður á ábendingu
enda sé erindið rökstutt.
Nálastungur gerðar sam-
kvæmt reglum þessum eru
greiðsluhæfar sem læknis-
verk.
Landlæknir
Leitað var álits meðal annarra Þorsteins
Sv. Stefánssonar dósents, Guð-
mundar J. Björnssonar svæfinga-
læknis, Guðjóns Jóhannessonar
læknis og Magnúsar Ólasonar
læknis.