Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 73

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 591 Oráðlegt er að einangra fanga lengur en þrjár til fjórar vikur Um áhrif einangrunar á fólk hefur verið deilt. í þessari grein verður fjallað um niður- stöður nýrra rannsókna sem gefa vissar vísbendingar um áhrif einangrunar á fanga. Aðallega er stuðst við niðurstöður rannsókna er birst hafa í erlendum læknavísinda- ritum um geðsjúkdóma á ár- unum 1983-1994. Harding og Zimmermann lýsa verulegum geðsveiflum og truflunum meðal fanga í upphafi gæsluvistartímans (1) . Volkart og samverkamenn (2) komast að þeim niðurstöð- um að gæsluvistarföngum er mun hættara við vistun á geð- sjúkrahúsum síðar meir en föngum sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi. Hurley (3) bendir á að sjálfsmorðshætta sé aukin hjá föngunt sem sitja eða setið hafa í einangrun. Gamman (4) rannsakaði 63 fanga sem setið höfðu mis- langan tíma í einangrun. I ljós kom að svefnleysi, þunglyndi, einbeitingarskerðing, kvfði og depurð einkenndi þessa fanga. Líðan fanga sem þjáðust af líkamlegum og andlegum kvillum fyrir gæsluvarðhald, versnaði meðan á gæsluvarð- haldi stóð. í nýlegri norskri rannsókn (5) voru bornir saman 27 gæsluvarðhaldsfangar (hópur A) sem ekki fengu að taka á móti bréfum eða heintsóknum og voru í strangri einangrun og 27 fangar (hópur B) er ekki voru í ströngu gæsluvarð- haldi. Afbrotasaga fanganna var svipuð nema fleiri í hópi A voru grunaðir um vímuefna- smygl en höfðu traustari fjöl- skyldu og atvinnuferil en hóp- ur B. Fyrra heilsufar var svip- að. Að meðaltali sátu fangarnir sjö til átta vikur í gæsluvarð- haldi (2-20 vikur). Skoðun fór fram aðra hverja viku. Föng- um, alls 11, sem þjáðust af geðsjúkdómum, víntuefna- vanda og miklum fangelsis- kvíða var sleppt við rannsókn. Eftirfarandi kom fram við samanburð. Munur á einkennum einangrunarfanga (hópur A) og fanga í samanburöarhópi (hópur B) Svefntruflanir xx p<0,01 Einbeitingarerfiðleikar xxx p<0,001 Daglegar venjur truflaðar xxx p<0,001 Depurð/þunglyndi xxx p<0,001 Lyfjaneysla xxx p<0,001 Verkur í brjósti x p<0,05 Höfuðverkur xx p<0,01 Óþægindi frá maga x p<0,05 Skynjanatruflanir x p<0,05 Meðal þeirra er voru ein- angraðir lengst (meðaltími 14 vikur) jukust ofannefnd ein- kenni og sjö fengu alvarlegt þunglyndi sem ekki lét undan þunglyndislyfjum. Einn fang- anna þjáðist af kransæðasjúk- dómi er versnaði mjög. Sat fanginn inni í 12 vikur en dó skömmu síðar. Margir kvörtuðu undan vaxandi skynjunartruflunum. Nokkrir urðu mjög „innhverf- ir“ í hugsun og neituðu að hafa afskipti af þeim er heim- sóttu þá. Af þeim 11 sem sleppt var við rannsókn sátu sex í einangrun. Allir urðu það veikir á geði að þeir þurftu hjálp geðlæknis. Mikið bar á sjálfseyðileggjandi hugsun meðal fanganna. Nokkuð bar á ofskynjunum. Enginn trufl- aðist svo á geði að leggja þyrfti inn á geðsjúkrahús. í öðr- um rannsóknum frá Banda- ríkjunum og Danmörku (6,7) komu fram svipaðar niður- stöður. Einangrun í lengri tíma veldur fólki heilsuvanda og í mörgum tilfellum verulegum geðrænum erfiðleikum. Lagt er til að einangrun vari að öllu jöfnu ekki lengur en þrjár til fjórar vikur. Ólafur Ólafsson landlæknir HEIMILDIR: 1. Harding T, Timmermann E. Psyc- hiatric symptoms, cognitive stress and vulnerability factors. A Study in a remand prison. Br J Psychiatry 1989; 155: 36-43. 2. Volkart R, Rothenfluh T, Kobelt W, Dittrich A, Ernst K. Einzelhaft als Risiko fiir psychiatrische Hospitali- sierung. Psychiatrica Clin 1983; 16; 365-77. 3. Hurley S. Suicides by prisoners. MedJ Aust 1989; 151: 188-90. 4. Gamman T. Isolasjon og fangers helsa. En pilotstudie. Utposten 1993;22:61-3. 5. Gamman T. Uheldige helsemessige effekter av isolasjon. En klinisk studie av to grupper av varetekts- insatte. Tidsskr Nor Lægeforen 1995; 115: 2243-6. 6. Grassian S. Psychopathological effects of solitary confinement. Am J Psychiatry 1983; 140: 1450-4. 7. Andersen SH, Lillebæk T, Sestoft D. Isolationsundersökelsen, Bind 1. Köbenhavn: Bispebjerg Hospital og Retspsykiatrisk klinik 1994.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.