Læknablaðið - 15.07.1998, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
591
Oráðlegt er að einangra fanga
lengur en þrjár til fjórar vikur
Um áhrif einangrunar á fólk
hefur verið deilt. í þessari
grein verður fjallað um niður-
stöður nýrra rannsókna sem
gefa vissar vísbendingar um
áhrif einangrunar á fanga.
Aðallega er stuðst við
niðurstöður rannsókna er birst
hafa í erlendum læknavísinda-
ritum um geðsjúkdóma á ár-
unum 1983-1994.
Harding og Zimmermann
lýsa verulegum geðsveiflum
og truflunum meðal fanga í
upphafi gæsluvistartímans
(1) . Volkart og samverkamenn
(2) komast að þeim niðurstöð-
um að gæsluvistarföngum er
mun hættara við vistun á geð-
sjúkrahúsum síðar meir en
föngum sem ekki hafa setið í
gæsluvarðhaldi. Hurley (3)
bendir á að sjálfsmorðshætta
sé aukin hjá föngunt sem sitja
eða setið hafa í einangrun.
Gamman (4) rannsakaði 63
fanga sem setið höfðu mis-
langan tíma í einangrun. I ljós
kom að svefnleysi, þunglyndi,
einbeitingarskerðing, kvfði og
depurð einkenndi þessa fanga.
Líðan fanga sem þjáðust af
líkamlegum og andlegum
kvillum fyrir gæsluvarðhald,
versnaði meðan á gæsluvarð-
haldi stóð.
í nýlegri norskri rannsókn
(5) voru bornir saman 27
gæsluvarðhaldsfangar (hópur
A) sem ekki fengu að taka á
móti bréfum eða heintsóknum
og voru í strangri einangrun
og 27 fangar (hópur B) er ekki
voru í ströngu gæsluvarð-
haldi. Afbrotasaga fanganna
var svipuð nema fleiri í hópi A
voru grunaðir um vímuefna-
smygl en höfðu traustari fjöl-
skyldu og atvinnuferil en hóp-
ur B. Fyrra heilsufar var svip-
að.
Að meðaltali sátu fangarnir
sjö til átta vikur í gæsluvarð-
haldi (2-20 vikur). Skoðun fór
fram aðra hverja viku. Föng-
um, alls 11, sem þjáðust af
geðsjúkdómum, víntuefna-
vanda og miklum fangelsis-
kvíða var sleppt við rannsókn.
Eftirfarandi kom fram við
samanburð.
Munur á einkennum einangrunarfanga (hópur A)
og fanga í samanburöarhópi (hópur B)
Svefntruflanir xx p<0,01
Einbeitingarerfiðleikar xxx p<0,001
Daglegar venjur
truflaðar xxx p<0,001
Depurð/þunglyndi xxx p<0,001
Lyfjaneysla xxx p<0,001
Verkur í brjósti x p<0,05
Höfuðverkur xx p<0,01
Óþægindi frá maga x p<0,05
Skynjanatruflanir x p<0,05
Meðal þeirra er voru ein-
angraðir lengst (meðaltími 14
vikur) jukust ofannefnd ein-
kenni og sjö fengu alvarlegt
þunglyndi sem ekki lét undan
þunglyndislyfjum. Einn fang-
anna þjáðist af kransæðasjúk-
dómi er versnaði mjög. Sat
fanginn inni í 12 vikur en dó
skömmu síðar.
Margir kvörtuðu undan
vaxandi skynjunartruflunum.
Nokkrir urðu mjög „innhverf-
ir“ í hugsun og neituðu að
hafa afskipti af þeim er heim-
sóttu þá. Af þeim 11 sem
sleppt var við rannsókn sátu
sex í einangrun. Allir urðu það
veikir á geði að þeir þurftu
hjálp geðlæknis. Mikið bar á
sjálfseyðileggjandi hugsun
meðal fanganna. Nokkuð bar
á ofskynjunum. Enginn trufl-
aðist svo á geði að leggja
þyrfti inn á geðsjúkrahús. í öðr-
um rannsóknum frá Banda-
ríkjunum og Danmörku (6,7)
komu fram svipaðar niður-
stöður.
Einangrun í lengri tíma
veldur fólki heilsuvanda og í
mörgum tilfellum verulegum
geðrænum erfiðleikum.
Lagt er til að einangrun vari
að öllu jöfnu ekki lengur en
þrjár til fjórar vikur.
Ólafur Ólafsson
landlæknir
HEIMILDIR:
1. Harding T, Timmermann E. Psyc-
hiatric symptoms, cognitive stress
and vulnerability factors. A Study
in a remand prison. Br J Psychiatry
1989; 155: 36-43.
2. Volkart R, Rothenfluh T, Kobelt W,
Dittrich A, Ernst K. Einzelhaft als
Risiko fiir psychiatrische Hospitali-
sierung. Psychiatrica Clin 1983; 16;
365-77.
3. Hurley S. Suicides by prisoners.
MedJ Aust 1989; 151: 188-90.
4. Gamman T. Isolasjon og fangers
helsa. En pilotstudie. Utposten
1993;22:61-3.
5. Gamman T. Uheldige helsemessige
effekter av isolasjon. En klinisk
studie av to grupper av varetekts-
insatte. Tidsskr Nor Lægeforen
1995; 115: 2243-6.
6. Grassian S. Psychopathological
effects of solitary confinement. Am
J Psychiatry 1983; 140: 1450-4.
7. Andersen SH, Lillebæk T, Sestoft
D. Isolationsundersökelsen, Bind 1.
Köbenhavn: Bispebjerg Hospital og
Retspsykiatrisk klinik 1994.