Læknablaðið - 15.07.1998, Page 76
594
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Gæðaráð FÍH
Marklýsing
• Vinna að stefnumótun gæðaþróunar hjá FÍH.
• Vera ráðgefandi fyrir gæðaþróunarnefnd FÍH.
• Veita hvatningu og stuðning við gæðaþróun í
læknishéruðum, á heilsugæslustöðvum og hjá
heimilislæknum.
• Hafa nána samvinnu við heilbrigðisyfirvöld um
gæðaþróun meðal heilbrigðisstétta.
• Beita sér fyrir því að fjármagn fáist frá opinber-
um aðilum eða annars staðar frá til að félagið
geti sinnt gæðaþróun á fullnægjandi hátt.
• Stuðla að samvinnu þeirra félagsmanna FÍH
sem vinna að gæðaþróun.
• Aðstoða stjórn FÍH við að sinna og viðhalda
alþjóðlegum tengslum á sviði gæðaþróunar.
• Standa að og hvetja til námskeiðahalds og
fræðslu um gæðaþróun fyrir heimilislækna.
• Hvetja til og efla kennslu og þjálfun í gæðaþró-
un í grunn- og framhaldsnámi lækna. Einnig á
sviði símenntunar.
• Sjá til þess að miðla upplýsingum og fræðslu
um gæðaþróun í fréttabréfi FÍH eða með öðr-
um tiltækum hætti.
verið kynntur erlendis og þýddur
á ensku.
Punktar fyrir símennt-
un - marklýsing
Eins og margir vita hefur FIH
samið punktakerfi um símenntun
heimilislækna. Þar kemur fram
að hver heimilislæknir þurfi að
sækjast eftir því að ná 50 punkt-
um árlega eða 150 punktum á
þremur árum. Um þetta gilda
ákveðnar reglur, þar sem fram
kemur hversu marga punkta er
hægt að fá fyrir ýmsa starfsemi.
Þetta er ekki skylda enn sem
komið er, en þeir sem uppfylla
kröfurnar fá viðurkenningar-
skjal. Einn af félögum FÍH er
punktastjóri og sér hann um að
senda út eyðublöð og leiðbein-
ingar, reikna út punkta og gefa út
viðurkenningarskjöl.
Þá hefur FÍH fyrir nokkru lok-
ið við að semja marklýsingu fyr-
ir framhaldsnám í heimilislækn-
ingum. Þetta plagg er hið fyrsta
sinnar tegundar í sögu læknis-
fræði á Islandi. I ntarklýsingunni
kemur fram hvernig félagið vill
að áherslum og innihaldi fram-
haldsmenntunar í heimilislækn-
ingum á íslandi sé fyrirkomið.
Sérkafli er í marklýsingunni um
gæðaþróun.
Gæðaþróunarnefnd
FÍH
Árið 1991 var stofnuð gæða-
þróunarnefnd á vegum FIH (hét
þá gæðatryggingarnefnd). Hún
setti fram tillögur í skýrslu um
hvert íslenskir heimilislæknar
ættu að stefna í gæðaþróunar-
málum. I þeirri skýrslu var með-
al annars mörkuð sú stefna að
gæðaþróun ætti að eiga sér stað á
vinnustað heimilislæknis og að
frumkvæði hans og annars heil-
brigðisstarfsfólks. Þetta ætti að
vera grasrótarvinna og koma
neðan frá en ekki samkvæmt
skipunum að ofan. Gæðaþróun-
arnefnd hefur starfað áfram. Vor-
ið 1994 hófst fundaherferð í öll-
um læknishéruðum landsins með
fræðslu unt gæðaþróun sem lauk
vorið 1997. Fjórir fulltrúar FÍH
héldu fyrirlestra um ýmis efni er
tengdust gæðaþróun. Fyrirlestrar
voru tjórir og fjallaði sá fyrsti al-
mennt um gæðaþróun, annar um
val á viðfangsefnum og gerð
verklagsreglna, sá þriðji fjallaði
um gagnasöfnun og aðferðir við
mat á árangri og sá síðasti um
gæðahópa. Þá fór einnig tals-
verður tími í umræður við koll-
egana á hverju svæði um afstöðu
þeirra til gæðaþróunar og kom
þá í ljós að á mörgum stöðum eru
athyglisverð gæðaþróunarverk-
efni í gangi. Þessir fundir tókust
því með miklum ágætum. I fram-
haldi af fundaherferðinni var
stofnað net tengiliða í öllum
læknishéruðum landsins.
Gæðaráð FÍH
Þegar stofnað hafði verið
tengiliðanet í öllum læknishér-
uðum landsins var ljóst að gæða-
þróunarnefnd FIH væri komin
með víðtækara og traustara bak-
land en áður. Því var ákveðið
stofna gæðaráð félagsins, sem í