Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 12
110
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið
var allir sjúklingar sem greinst hafa með krans-
æðasjúkdóm og búsettir voru í Hafnarfirði,
Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúkdóms-
greining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru
fengnar úr sjúkraskýrslum Heilsugæslustöðv-
arinnar á Sólvangi annars vegar og Heilsu-
gæslunnar í Garðabæ hins vegar. Sjúklingarnir
fengu spurningalista um meðferð, eftirlit og
þekkingu þeirra á helstu áhættuþáttum
kransæðsjúkdóms. Sjúkraskýrslur þeirra sem
svöruðu spurningalistanum voru skoðaðar og
heilsufarsupplýsingar skráðar. Sjúklingum var
skipt í eftirfarandi greiningarflokka: I.
Hjartadrep. II. Farið í kransæðaaðgerð. III. Far-
ið í kransæðavíkkun. IV. Með hjartaöng. Ef
einhver þátttakandi gat tilheyrt fleiri en einum
flokki var kransæðaaðgerð látin vega þyngst,
síðan kransæðavíkkun. þá hjartadrep og loks
hjartöng.
Niðurstöður: Alls reyndust 533 einstakling-
ar hafa kransæðasjúkdóm, þar af tóku 402
(75%) þátt í rannsókninni. Meðalkólesteról í
öllum hópunum var 6,2 mmól/L (95% C.I. 6,1-
6,3). Meðalkólesterólgildi (SD) í hverjum
greiningarflokki var: I. 6,3 mmól/L (1,2), II.
5,9 mmól/L (1,2), III. 5,9 mrnól/L (0,8) og IV
6,5 mmól/L (1,3). Aðeins 25% sjúklinganna
kvaðst hafa vitneskju um hversu hátt kólester-
ólgildi þeir hefðu, 20% í flokki I, 43% í flokki
II, 30% í flokki III og 15% í flokki IV. Alls
reyndust 113 (28%) einstaklingar vera á kólest-
eróllækkandi lyfjameðferð, 25% hjartadreps-
sjúklinganna, 47% þeirra sem farið höfðu í
kransæðaaðgerð, 41% þeirra sem höfðu farið í
kransæðaútvíkkun og 13% þeirra er höfðu
hjartaöng.
Ályktanir: Þrátt fyrir að mikilvægi þess að
lækka kólesteról hjá einstaklingum með þekkt-
an kransæðasjúkdóm sé vel þekkt virðist sem
enn vanti talsvert á að þessi vitneskja sé nýtt
sjúklingum til hagsbóta. Gæðakönnun sem
þessi hefur ótvírætt gildi við að meta hvernig
vísindalegri þekkingu er beitt við meðferð og
eftirlit sjúklinga.
Inngangur
Hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættu-
þáttur kransæðasjúkdóms (1). Þótt sú vitneskja
hafi um árabil verið óumdeild hefur lengst af
reynst torvelt að sýna fram á að með lækkun
kólesteróls væri unnt að draga úr framvindu
sjúkdómsins og bæta horfur kransæðasjúklinga
(2,3). Á síðustu árum hafa hins vegar birst nið-
urstöður rannsókna sem sýna að meðferð með
kröftugum kólesteróllækandi lyfjum dregur úr
líkum á hjartadrepi og bætir lífshorfur (4-6). í
ljósi þessa hafa ýmsir fagaðilar og heilbrigðis-
yfirvöld gefið út leiðbeiningar um kólesteról-
lækkandi lyfjameðferð (7-10) með það að
markmiði að sjúklingar með kransæðasjúkdóm
fái sem best notið þeirrar þekkingar sem aflast
hefur með þessum rannsóknum. Vitneskja um
það hvernig þessi þekking nýtist sjúklingum er
hins vegar afar takmörkuð. Margt bendir til
þess að læknar sem annast meðferð og eftirlit
þessara kransæðasjúklinga hafi ekki brugðist
við og beitt sér fyrir markvissri lækkun kólest-
eróls eins og áðurnefndar leiðbeiningar mæla
til um (7,8,11).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
hvernig kólesteróllækkandi lyfjameðferð með-
al kransæðasjúklinga er háttað á Islandi. Rann-
sókn þessi er hluti af stærri könnun þar sem
skoðað var hvernig eftirliti og meðferð sjúk-
linga með kransæðasjúkdóm er háttað. í þeirri
könnun voru þættir eins og lyfjameðferð, reyk-
ingar og þekking sjúklinga á áhættuþáttum
sjúkdómsins athugaðir. í þessari grein kynnum
við niðurstöður varðandi kólesteróllækkandi
lyfjameðferð kransæðasjúklinga. Sérstaklega
var kannað meðferðarhlutfall í mismunandi
hópum kransæðasjúklinga, hvaða þekkingu
sjúklingarnir hafa á meðferðinni, hvort þeir viti
hver kólesterólgildi þeirra eru og hvort þeir
telji þau viðunandi. Ennfremur var athugað hve
stór hluti sjúklinga nær þeim markmiðum sem
mælt er með í leiðbeiningum fyrir íslenska
lækna, það er að heildarkólseteról skuli vera
minna en 5,0 mmól/L ef kransæðasjúkdómur er
til staðar.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarþýðið var allir sjúklingar sem
höfðu greinst með kransæðasjúkdóm fyrir 1.
maí 1997 og áttu lögheimili í Hafnarfirði,
Garðabæ eða Bessastaðahreppi. Sjúkdóms-
greining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru
fengnar úr sjúkraskýrslum Heilsugæslustöðv-
arinnar á Sólvangi annars vegar og Heilsu-
gæslunnar í Garðabæ hins vegar. Unnin var
skrá yfir þessa einstaklinga og þeim sendur
spurningalisti um meðferð, eftirlit og þekkingu
þeirra á helstu áhættuþáttum kransæðasjúk-
dóms. Spurningalistanum fylgdi einnig bréf
um upplýst samþykki þar sem óskað var eftir