Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 143 taugasálfræðilegum einkennum og eru þær af- leiðingar mun algengari en heilkennið sjálft. Hegðunarvandamál og vitsmunaskerðing, sem einkenna áfengissköðuð börn, stafa af breytingum á starfsemi og/eða byggingu heil- ans. Viðkvæmasti hluti heilans fyrir áfengis- áhrifum eru taugamótin í sæhestinum. Algeng- ustu taugasálfræðilegu ágallar barna, sein orðið hafa fyrir alkóhóláhrifum í móðurkviði, eru greindarskerðing, ofvirkni, athyglisbrestur og vandamál tengd minni og námi. Hversu alvar- legir ágallarnir eru fer eftir því á hvaða tíma meðgöngu fóstrið varð fyrir áhrifum áfengis og hve mikið áfengismagnið var. Langtímarann- sóknir hafa sýnt að taugasálfræðileg einkenni vara lengst og valda einstaklingunum mestum skaða. Geðræn og félagsleg vandamál eru al- geng hjá fullorðnum með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis. Athyglisbrestur með ofvirkni, námserfið- leikar og hegðunarröskun eru algeng vandamál hjá börnum í þjóðfélagi okkar. Þau hafa alvar- legar langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga og þarfnast víðtækrar kostnaðarsamrar meðferðar. Rannsóknir á orsakaþáttum þessara vandamála eru mikilvægar vegna framvinduforspár, for- varna og meðferðar. Taugasálfræðilegar athug- anir gegna mikilvægu hlutverki í þeim rann- sóknum. Hvað varðar afleiðingar áfengis- neyslu á meðgöngu á börn, þá eru taugasál- fræðileg próf næmasti mælikvarðinn á áhrif alkóhóls á taugakerfið. Þau geta því nýst til greiningar sértækra áhrifa þess og þannig vísað veginn til árangursríkrar meðferðar. Taugakerfi manna er mótanlegt og breyta má starfsemi taugafrumna á markvissan hátt með þjálfun. I þessu ljósi gefa nýlegar rannsóknir á dýrum góða von, en þær sýna að skemmdir af völdum alkóhóls má bæta að vissu marki, því með þjálf- un má örva taugafrumur til að umbreyta og fjölga taugamótum. Þegar ekki er vitað um orsakir þroskafrávika hjá börnum, er mikilvægt að fá upplýsingar um áfengisneyslu á meðgöngu, vegna þess að hún gæti skýrt vandamálið. Einnig getur vitneskjan um áfengisskaða skipt máli varðandi meðferð og stuðning. Þegar kemur að rannsóknum ým- issa vandamála sem hafa svipað birtingarform, þá er mikilvægt að vita hvort áfengi á þátt í þeim eða ekki. Nauðsynlegt er að fylgja vel eft- ir börnum mæðra, sem vitað er að hafa misnot- að áfengi á meðgöngu, þó svo þau beri ekki nein sjáanleg merki um skaða, þannig að stuðn- ingur og meðferð geti hafist sem allra fyrst. Meta þarf hvert bam fyrir sig, svo meðferðar- áætlanir geti tekið mið af veikum og sterkum hliðum þess. Áfengistengdur skaði á börnum er líklega al- gengari en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Þar eð hann er vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir er mikilvægt að forvarnarstarf og öflug upplýsingamiðlun sé stöðugt í gangi og þá sérstaklega meðal þeirra hópa sem eru í mestri áhættu, en það eru aðallega áfengissjúk- ir, ungt fólk, fólk með litla menntun og þeir sem standa illa félagslega. Ekki er vitað um tíðni fósturskaða af völdum áfengis á Islandi, en það væri verðugt verkefni að kanna hana nánar. Þó heildaráfengisneysla íslendinga sé lítil miðað við aðrar vestrænar þjóðir, þá hafa þeir tilhneigingu til að neyta mik- ils magns á stuttum tíma, en það neyslumynstur virðist hvað skaðlegast ófæddum bömum. HEIMILDIR 1. Jones KL, Smith DW. Recognition of the fetal alcohol syn- drome in early infancy. Lancet 1973; 2: 999-1001. 2. Wamer RH, Rosett HL. The effects of drinking on off- spring. J Stud Alcohol 1975; 36: 1395-420. 3. Huxley A. Veröld ný og góð. Frumútgáfa 1932. Islensk þýð- ing Kristjáns Oddssonar. Reykjavík: Mál og menning 1988. 4. Mattson SN, Riley ER A review of the neurobehavioral deficits in children with fetal alcohol syndrome or prenatal exposure to alcohol. Alcoholism: Clinical and Experimental Research 1998; 22: 279-94. 5. Lamache MA. Communications: réflexions sur la descen- dance des alcooliques. Bull Acad Natl Méd 1967; 151: 517- 21. 6. Lemoine P, Harousseau H, Borteyru J-P, Menuet J-C. Les enfants de parents alcooliques: anomalies observées. A propos de 127 cas. Ouest Medica 1968; 21: 476-82. 7. Jones KL, Smith DW, Ulleland CN, Streissguth AP. Pattem of malformation in offspring of chronic alcoholic mothers. Lancet 1973; 1(7815): 1267-71. 8. IOM-Institute of Medicine (U.S.). Division of Biobehavio- ral Sciences and Mental Disorders. Committee to Study Fetal Alcohol Syndrome. In: Stratton K, Howe C, Battaglia F, eds. Fetal Alcohol Syndrome: Diagnosis, Epidemiology, Prevention, and Treatment. Washington, DC: National Aca- demy Press 1996. 9. Aase JM, Jones KL, Clarren SK. Do we need the term ,fAE“? Pediatrics 1995; 95: 428-30. 10. MMWR. Morb Mortal Wkly Rep 1997; 28: 1118-20. 11. Abel EL. An update on incidence of FAS: FAS is not an equal opportunity birth defect. Neurotoxicol Teratol 1995; 17: 437-43. 12. Duerbeck NB. Fetal alcohol syndrome. Comprehensive Therapy 1997; 23: 179-83. 13. Robinson GC, Conry JL, Conry RF. Clinical profile and prevalence of fetal alcohol syndrome in an isolated commu- nity in Brítish Columbia. Can Med Assoc J 1987; 137: 203- 7. 14. Olegárd R. Alcohol and narcotics: epidemiology and preg- nancy risks. Int J Technol Assessment Health Care 1992; 8/Suppl.l: 101-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.