Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
123
Greiningartími: Meðaltími frá upphafi ein-
kenna til mótefnagjafar, hjá þeim 27 sjúkling-
um sem fengu mótefni, var 5,6 dagar (3-10
dagar, (mynd 2)).
Legutími: Meðallegutími var 14,2 dagar (2-
21 dagur). Ekki var marktækur munur á lengd
sjúkrahúsdvalar sjúklinga sem fengu mótefni
og hinna sem ekki fengu slíka meðferð.
Umræða
Nýgengi á íslandi, 8,5 á 100.000 á ári hjá
bömum undir fimm ára aldri, er nokkra hærra
en lýst hefur verið í Danmörku (22) en svipað
og í Svíþjóð og Finnlandi (23,24). Nýgengi
sjúkdómsins er einnig áþekkt í Bandaríkjunum
þegar ekki er um faraldra að ræða en í faröldr-
um hefur nýgengið farið upp í 150 á 100.000 á
ári hjá börnum innan fimm ára (21). Nýgengi
hérlendis hefur verið breytilegt og haustið
1981 virðist sem um samsafn tilvika hafi verið
að ræða þegar sex sjúklingar greindust með
sjúkdóminn á þremur mánuðum. Athyglisvert
er að í Finnlandi hafði einungis stökum tilfell-
um verið lýst fyrir 1981 þegar 53 sjúklingar
greindust á þriggja mánaða tímabili, frá októ-
ber til desember sama ár (25). Tölur frá Sví-
þjóð og Noregi frá þessu tímabili liggja ekki
fyrir en samsafn tilvika er ekki lýst í Danmörku
á þessum tíma (22).
Aldursdreifing er mjög áþekk því sem al-
mennt er lýst (6), það er langflestir sjúkling-
anna eru undir fimm ára aldri.
Drengir eru í meirihluta og allir sjúklingar
sem fengu kransæðabreytingar voru drengir.
Áréttar þetta fyrri niðurstöður um að drengir
séu frekar útsettir fyrir Kawasaki og fái einnig
verri sjúkdóm (2).
Tíðni kransæðakvilla er svipuð á Islandi og
lýst hefur verið erlendis (2,16,22,23). Upplýs-
ingar vantar þó um ástand kransæðanna hjá 10
sjúklingum þar sem þeir voru ekki skoðaðir
með tvívíddarómun í bráðafasa sjúkdómsins.
í okkar rannsókn er ekki mögulegt að meta
árangur mótefnagjafar á kransæðasjúkdóm, þar
sem flestir þeir sjúklingar sem ekki fengu mót-
efni, voru ekki skoðaðir með tvívíddarómun.
Góður árangur var þó af mótefnagjöfum á gang
sjúkdómsins, sjúklingar urðu langflestir hita-
lausir innan sólarhrings frá gjöf og almenn líð-
an varð mun betri.
Mismunagreiningar eru margar og getur
sjúkdómsgreiningin tekið langan tíma. Meðal-
tími frá upphafi einkenna til gjafar mótefna
reyndist 5,6 dagar sem er stuttur tími miðað við
erlendar niðurstöður (16,23,24). Sex sjúklingar
fengu mótefni fyrir fimmta dag veikinda en
þeir höfðu þá öll skilmerki sjúkdóms fyrir utan
tímalengd hitans. Mögulegt er að greina sjúk-
dóminn fyrir fimmta dag hita ef önnur skil-
merki eru til staðar og sjúkdómsmyndin ein-
kennandi (26).
Á síðustu árum hafa birst lýsingar af fullorðn-
um sjúklingum með brjóstverki og kransæða-
breytingar, æðagúla eða þrengsli, sem taldar eru
afleiðingar Kawasaki sjúkdóms í bemsku
(27,28). Líklegt er að sjúkdómurinn sé áhættu-
þáttur fyrir kransæðasjúkdóm síðar á ævinni.
í samantekt sýnir rannsókn okkar að nýgengi
Kawasaki sjúkdóms er svipað og á hinum
Norðurlöndunum. Þá kemur fram að tíðni
kransæðakvilla er einnig sambærileg við ná-
grannalöndin. Flestir sjúklinganna fengu mót-
efnagjöf snemma í sjúkdómnum, en mótefna-
gjöf fyrirbyggir alvarlegan kransæðasjúkdóm.
Mikilvægt er að hafa í huga að hjá yngstu börn-
unum (bömum innan eins árs) eru einkennin
oft frábrugðin að því leyti að þau uppfylla ekki
alltaf þau skilmerki sem annars eru sett fyrir
greiningunni. Þegur um er að ræða bam með
langvarandi óútskýrðan hita er mikilvægt að
hafa í huga þau fjölþættu einkenni sem fylgt
geta Kawasaki sjúkdómi.
HEIMILDIR
1. Kawasaki T. Acute febrile mucocutaneus lymph node syn-
drome: clinical observations of 50 cases. Jpn J Allergol
1967; 16: 178-222.
2. Kato H, Inoue O, Akagi T. Kawasaki disease: cardiac prob-
lems and management. Pedatr Rev 1988; 9: 209-17.
3. Kawasaki T. Kawasaki disease. Asian Med J 1989; 32:497-
506.
4. Ledford DK. Immunological aspects of cardiovascular dis-
ease. JAMA 1992; 268: 2923-9.
5. Gersony WM. Diagnosis and management of Kawasaki
disease. JAMA 1991; 265: 2699-703.
6. Bell DM, Brink EW, Nitzkin JL, Hall CB, Wulf H, Berko-
witz ID, et al. Kawasaki syndrome: description of two out-
breaks in the United States. N Eng J Med 1981; 304: 1568-
75.
7. Rauch AM. Kawasaki syndrome: review of new epidemio-
logic and laboratory developments. Pediatr Infect Dis J
1987; 6: 1016-21.
8. Jackson JL, Kunkel MR, Libow L, Gates RH. Adult Kawa-
saki disease. Report of two cases treated with intravenous
gamma globulin. ARCH Intem Med 1994; 154: 1398-405.
9. Diagnostic guidelines for Kawasaki disease. American
Heart Association Committee on rheumatic fever, endocar-
ditis, and Kawasaki disease. AJDC 1990; 144: 1218-9.
10. Levy M, Koren G. Atypical Kawasaki disease: analysis of
clinical prcsentation and diagnostic clues. Pediatr Infect Dis
J 1990; 9: 122-6.
11. Rosenfeld EA, Corydon KE, Shulman ST. Kawasaki dis-