Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 81

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 169 umræða um þessi mál á íslandi að mestu farið fram í helsta dagblaði landsins. Þá umræðu ætti að þýða og birta á ensku. Hún er með stærri framlögum til þessa sviðs nú þegar engin virk mótstaða, hvorki af hálfu alþjóðlegra né innlendra stofn- ana, er gegn skráningu einka- leyfa á náttúrunni og það jafn- vel ekki á einkaleyfum á hlut- um gena sem þó er ekki vitað um áhrifín af. Möguleikar á fram- kvæmd áformaðra og væntanlegra aðferða og þýðing langfeðratals á Islandi í því sambandi Þetta er varla rætt. Samt byggist nálgun sú sem sett er fram í kynningarbæklingi de- CODE um að leita sjúkdóms- gena sem eru „eins að lang- feðratali“ á þeirri skoðun að fjölþátta sjúkdóma megi greina með einþátta aðferð- um. I ítarlegri ritstjórnargrein októberútgáfunnar af vísinda- ritinu Nature Genetics er bent á að erfðafræðing skortir í stjórn fyrirtækisins deCODE. Fyrirtækið réttlætir sig með því að hafa virta ráðgjafa í al- mennri tölfræði og mend- elskri stofnerfðafræði og full- yrðir að það búi: „...yfir gríðarlegri getu í tölfrœðilegri erfðafrœði og noti bestu nútíma tœkni (state- of-tlie-art) í tölfrœðilegri greiningu. Þar sem deCODE hefur aðgang að stóru safni fjölskyldna með víðtœkar œtt- artölur getur fyrirtœkið beitt fjölmörgum tölfrœðilegum að- ferðum til að einfalda leitina að sjúkdómsgenum. Þetta er afar mikilvœgt þegar tekið er tillit til þeirrar samkeppni sem ríkir í eifðagreiningu af þvílíkri stœrðargráðuC (de- CODE 1998) Hins vegar segir fátt af því hvaða tækni hér um ræðir eða hver sé grundvöllur fullyrð- inga sem þessarar: „300.000 arfgerðir á mánuði nœgjafyr- irtœkinu til að kortleggja 12 flókna sjúkdóma á ári“. Ekkert er fullyrt um hvort kortlagningin sé í kvarðanum einn á móti milljón eða eða einn á móti þúsund. Slík/7at- jarðarsiglingafrœði er vissu- lega árangursrík í mendelskri erfðafræði en gefur litla sem enga vísbendingu um það sem þarf við útskýringar á algeng- um sjúkdómum, fjarlægðirnar miklu milli gena og líkama eða þær fjarlægðir sem eru ennþá meiri, milli gena og sálarlífs. Meint „besta nútímatækni“ hefur tæpast gefið mikinn ár- angur hingað til. Þar sem hún byggist á líkönum úr mend- elskri erfðafræði eru takmörk hennar við að greina ekki- mendelska sjúkdóma ekkert undrunarefni. Jafnvel það víð- tækasta gagnasafn sem hingað til hefur verið birt um algeng- an sjúkdóm ([um insúlínháða sykursýki] Mein, et al 1998) var gagnrýnt af „bestu nú- tíma“-gagnrýnendum (Lern- mark & Ott 1998) fyrir að þar fannst ekki meira en eitt gena- sæti sem var þegar þekkt á átt- unda áratugnum. Þó byggist safnið á 348 erfðamörkum, 356 skyldmennapörum og for- eldrum þeirra sem á voru not- uð um það bil hálf milljón prófana. Þetta var síðan greint með genakrók (genehunter- forritinu). Jafnvel þótt gagn- rýna megi slíka allsherjar- höfnun, (samkvæmt henni er jafnvel genasætið fyrir insúlín álitið háð duttlungum tilvilj- ana), þá er megininntak gagn- rýninnar að það skorti við- tekna starfshætti sem hafa nægjanlegt tölfræðilegt afl. Ef bætt væri við fleirí erfða- mörkum án þess að bæta við fleiri sjúklingum myndi það vart hafa aukið gildi fyrir nið- urstöðu fyrrnefndrar rann- sóknar. Auk þess eru ekki á Is- landi svo mörg skyldmenna- pör með insúlínháða sykur- sýki. Sykursýkin er sennilega sá sjúkdómur sem auðveldast væri finna lausn á vegna djúps skilnings á HLA-genunum og víðtækum rannsóknum á syk- ursýki í músum. Nýlega leiddi umfangsmikil fjölskyldulæg rannsókn á mænusiggi (MS) minna í ljós en einfaldari rann- sóknir sem voru gerðar fyrir um 30 árum. Hvað varðar rann- sóknir á geðklofa og þung- lyndi, bæði með og án æðis- kasta, hafa enn víðtækari gögn einnig gefið af sér enn minni árangur. Hér er greinilega úr vöndu að ráða. Hinar fjölmörgu fullyrðing- ar í kynningarbæklingi fyrir- tækisins; að Islendingar séu erfðafræðilega að mestu leyti komnir af víkingum; að á Islandi hafi verið mikið um skyldleikaæxlun og að stofn- inn hafi „farið um Þrengsli“ eru ekki réttar, að minnsta kosti ekki ef orðin og hugtök- in eiga að fylgja hefðbundinni notkun erfðafræðinnar. Það er ekkert til vitnis um það að Is- lendingar hafi nokkurn tíma frekar gifst skyldmennum en öðrum, en skyldmennagifting leiðir til skyldleikaæxlunar. í erfðafræði merkir að fara um Þrengsli að í stofni séu tugir, fremur en tugir þúsunda ein- staklinga. I daglegu máli eru Þrengslin þrengri en leiðin yfir heiðina. Við rannsóknir á algengum sjúkdómum, fremur en sjaldgæfum, gildir sú regla að við skyldleikaæxlun og ferð um Þrengsli tapast gen úr stofninum og þannig dregur úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.