Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 92
178
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Það hefi ég heyrt, að sót
hafi þótt gott til lækninga á
innyflaormum, sem voru á
fyrri tímum all tíðir í fólki.
Hafi því einhverjum orðið það
á að kyssa eða sleikja hóinn í
von um lækningu.
Eyrnahringar
Eyrnahringir voru bornir
jafnt af körlum sem konum.
Karlmannahringir voru smíð-
aðir úr tannbaki, sem kallað
var. Það mun hafa verið
blendingur úr kopar og tini og
voru mjög ljótir og klunnaleg-
ir. Tekinn var bandhnykill og
honum haldið bak við eyrna-
blaðkinn. Síðan var fjaðranál
stungið gegnum blaðkinn.
Oddur nálar gekk þá inn í
hnykilinn. Hugurinn bak við
notkun tannbakshringanna var
sá, að þetta væri einskonar
læknismeðal. Hringurinn átti
að draga óhollt efni út úr lík-
amanum. Þetta hringafargan
var viðbjóður, því oft mátti sjá
eyrnablaðkinn klístraðan af
gröfti út frá hringgatinu. Ann-
ars held ég að þessir eyrna-
hringamenn hafi flestir verið
landshornamenn og flækingar
eða gallaðir að einhverju leyti.
Eyrnahringir voru notaðir
bæði til skrauts og einnig við
augnveiki og blóðnösum.
Götin á eyrun voru stungin
með skónál. Þegar það var
rnest í hefð að nota eyrna-
hringi, þá var það í sveit einni,
að kona nokkur þótti sérstak-
lega lagin við að stinga götin á
eyrun, og komu margir til
hennar í þeim erindum. Hún
hafði þann vana, að bregða
nálinni upp í sig áður en hún
stakk gatið með henni. En nú
brá svo við að það fór hastar-
lega að grafa í götunum, sem
kona þessi hafði stungið.
Skömmu seinna dó kona þessi
úr berklaveiki, en þetta gerðist
þegar veiki þessi var lítið þekkt
hér á landi. Sagan segir að
eftir þetta hafi mjög dregið úr
notkun eyrnahringa.
Aldraður bóndi kom til ná-
grannakirkju. Kona, sem þekkti
hann vel sagði svo: „Hann er
með hringi í eyrunum, Bjarni
gamli. Hann er líklega farinn
að heyra illa, karl tetrið". Þetta
svar finnst mér benda til að
eyrnahringar hafi verið notað-
ir við heyrnarleysi og eins
hitt, að karlar og konur báru
þá. Eg hygg að oftast hafi
hringar verið úr eir, hann þótti
draga best vessa. Konur sem
þjáðust af handadofa af að
halda til dæmis um mjótt hrífu-
skaft, höfðu breiðan eirhring
um úlnlið sinn. Það fannst
þeim draga úr þrautum. Sjó-
menn hef ég séð hafa keðju
um úlnlið, líklega þó meir til
þess að forðast afrifur undan
núningi á sjóstakksermi. Eir-
pening, fimmeyring, heyrði
ég sagt að menn, sem hefðu
fótasár, leggðu í þau, þannig
var eirtrúin nokkuð almenn til
skamms tíma. Eyrnahringar
voru oftast stungnir í gegnum
eyrnasneplana og lokað með
haki. Eg held þeir hafi verið
bornir til æviloka.
Eyrnahringar voru aðallega
bornir af konum. Sjaldan að
karlar hefðu þá. Þeir voru úr
gulli og fleiri málmum. Gert
var gat á eyrnasnepilinn með
skófjaðranál og haldið kork-
tappa á móti. Þeir voru ýmist
bornir tiltekinn tíma eða endr-
um og eins. Sá þetta gert á
stúlku milli fermingar og tví-
tugs á Úthéraði fyrir rúmum
60 árum í þeim tilgangi að
setja blýhringi í eyrun, og áttu
þeir að bæta henni hlustarverk
og höfuðþyngsli. Stundum
mun hafa grafið í þessu og
þótti ekkert athugavert við
slíkt, og sáust þess merki á
eldri konum.
Læknablaðið á netinu:
http://www.icemed.is/laeknabladid