Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 18
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 116 eru aðstæður hér að mörgu leyti mjög góðar í samanburði við önnur lönd til að vinna þetta verk vel, sérstaklega þar sem framlag Trygg- ingastofnunar í lyfjakostnaði er sjúklinum mjög hagstætt. Það stendur því upp á lækna að taka höndum saman og bæta meðferðina. Greinilega þarf að auka fræðslu meðal sjúklinga og lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Skipulag meðferðar og eftirlits þyrfti að bæta, til dæmis með bættri samvinnu sjúkrahúsa, heilsugæslu- stöðva og sjálfstætt starfandi lækna. Eins og að ofan getur er vandinn alþjóðlegur og víða um lönd fara fram rannsóknir á því hvaða skipulag hentar best (21). Athygli vekur kynjaskipting greiningarhóp- anna. Af þeim 403 sjúklingum sem þátt tóku voru 257 karlar eða 64%. Ef litið er á einstaka greiningarhópa kemur í ljós að karlar eru í miklum meirihluta almennt. Sérstaklega þó í þeim hópum sem fengið hafa meðferð með kransæðaaðgerð og/eða kransæðaútvíkkun. Því virðist sem nokkur munur sé á því hvaða með- ferð er valin eftir kynjum og konur fari síður í kransæðaaðgerð og/eða kransæðavíkkun. Hugsanlega endurspeglar þetta misjafnlega slæman sjúkdóm en erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að konur fá ekki sömu meðferð og karlar við kransæðasjúkdómi (23,24). Rannsókn okkar nær til tveggja heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu og ætti því að gefa góða mynd af því hvernig þessum málum er háttað í þéttbýli. Engin sérstök ástæða er þó til að ætla að kólesterólmeðferð kransæðasjúk- linga á landsbyggðinni sé öðruvísi háttað. Ekki er hægt að fullyrða að við höfum náð til allra sjúklinga með kransæðasjúkdóm á rannsóknar- svæðinu. Gerður var samanburður við MON- ICA rannsóknina sem skráð hefur öll tilfelli hjartadreps á Islandi og höfðu þeir einstakling- ar sem búsettir voru á rannsóknarsvæðinu allir komið fram á þeim listum sem gerðir voru úr sjúkraskýrslum heilsugæslustöðvanna. Senni- legt verður þó að teljast að einhver hluti þess hóps sem eingöngu hefur hjartaöng, hópur IV, hafi ekki komið fram á okkar listum. Þátttaka í rannsókn þessari var 75% og telj- um við því rannsóknina gefa nokkuð góða mynd af stöðu mála hvað varðar eftirlit og meðferð þessa hóps. Sú spurning hlýtur að vakna hvern- ig málum sé háttað hjá þeim 25% sem ekki kusu að taka þátt. Samkvæmt skilmálum í leyfi Tölvunefndar var okkur ekki heimilt að skoða gögn þess hóps nánar og er því ekki unnt að veita aðrar upplýsingar en þær að meðalaldur var 68,4 ár (SD 12,0) borið saman við 68,8 (SD 9,2) hjá þeim er þátt tóku (p=0,7) og kynhlut- fall var 66% karla á móti 64% meðal þeiiTa sem kusu að taka þátt í rannsókninni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins lítill hluti sjúklinga með kransæðasjúk- dóm fær viðeigandi meðhöndlun við of hárri blóðfitu þrátt fyrir að hafa alvarlegan sjúkdóm. Lítill hluti sjúklinganna virðist vita um magn kólesteróls í blóði sínu og niðurstöðurnar benda til að efla þurfi fræðslu sjúklinga enn frekar varðandi kransæðasjúkdóm og áhættu- þætti hans. Læknar sem meðhöndla og fylgja eftir kransæðasjúklingum eiga langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið í íslenskum leiðbeiningum um kólesterólgildi þessara sjúklinga. I ljósi þessa teljum við mik- ilvægt að allir læknar taki höndum saman í átaki er gangi ekki skemmra en að fylgja að minnsta kosti leiðbeiningum landlæknisemb- ættisins um blóðfitulækkandi meðferð krans- æðasjúklinga. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna. HEIMILDIR 1. Þorgeirsson G, Davíðsson D, Sigvaldason H, Sigfússon N. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar 1967- 1985. Læknablaðið 1985; 78: 267-76. 2. Lipid Research Clinics Program. The Lipid Research Cli- nics coronary primary prevention trial results. JAMA 1984; 251:351-74. 3. Frick M, Elo O, Haapa K, Heinonen OP, Heinsalmi P, Helo P, et al. Helsinki Heart Study: primary-prevention trial with gemfibrozil in middle-aged men with dyslipidemia. N Engl JMed 1987;317: 1237-45. 4. Scandinavian Simvastatin Survival Study Group. Randomi- sed trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coro- nary heart disease: the Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344: 1383-9. 5. Sacks FM, Pfeffer MA, Moye LA, Rouleau JL, Rutherford JD, Cole TG, et al. The effect of pravastatin on coronary events after myocardial infarction in patients with average cholesterol levels. Cholesterol and recurrent events trial investigators. N Engl J Med 1996; 335: 1001-9. 6. Shepherd J, Cobbe SM, Ford I, Isles CG, Lorimer AR, Mac- Farlane PW, et al. Prevention of coronary heart disease with pravastatin in men with hypercholesterolemia. West of Scotland Coronary Prevention Study. N Engl J Med 1995; 333: 1301-7. 7. Smith Jr SC, Blair SN, Criqui MH, Fletcher GF, Fuster V, Gersh B, et al. AHA consensus panel statement. Preventing heart attack and death in patients with coronary disease. The Secondary Prevention Panel. J Am Coll Cardiol 1995; 26: 292-4. 8. Pyorala K, De Backer G, Graham I, Poole-Wilson P,Wood D. Prevention of coronary heart disease in clinical practice.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.