Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 113 var kólesterólgildi þekkt hjá 106 eða 94%. Þannig voru 25% í hópi I á slíkri lyfjameðferð, 47% í hópi II, 41% í hópi III og 13% í hópi IV (mynd 4). Af þeim sem voru á meðferð voru 20% með kólesterólgildi undir 5,0 mmól/L. Fjórir sjúklingar af 23 í hópi I (17%), sem voru á lyfjameðferð vegna hárrar blóðfitu, voru með kólesterólgildi undir þessum viðmiðunarmörk- um, 12 (25%) í hópi II, fimm (23%) í hópi III og tveir af 19 (11%) í hópi IV sem voru á kól- esteróllækkandi lyfjameðferð náðu þessu marki. Af þeim 187 sjúklingum sem ekki voru á kól- esteróllækkandi lyfjameðferð voru 20 eða 11% með kólesterólgildi undir 5,0 mmól/L en 167 eða 89% með hærri gildi en íslenskar leiðbein- ingar segja til um (5,0 mmól/L). Umræða A fáum sviðum læknisfræðinnar hefur verið aflað traustari gagna en um það hvernig árang- ursríkast er að meðhöndla kransæðasjúkdóm. Ymsar ástæður liggja til þess. Sjúkdómurinn er algengur, kröftug meðferðarform eru til og vilji hefur staðið til þess á undanförnum árum að setja meðferðarúrræðin undir gagnrýnin próf (controlled trials). Niðurstöður faralds- fræðilegra rannsókna hafa ítrekað sýnt að kól- esteról er ennþá sterkari áhættuþáttur fyrir kransæðasjúklinga en þá sem engin merki hafa um slíkan sjúkdóm (12,13). Um langt árabil hafa vísindamenn því reynt að sýna fram á að með því að lækka kólesteról mætti minnka lík- ur á því að fá sjúkdóminn og einnig draga úr framvindu hans meðal þeirra sem þegar hafa fengið merki kransæðaþrengsla. Árið 1984 birt- ust niðurstöður stórrar rannsóknar sem sýndi að með kólesteróllækkandi lyfjameðferð minnk- uðu líkur á því að einstaklingar með hátt kól- esteról fengju kransæðasjúkdóm (2). Hins veg- ar tókst tókst ekki að sýna fram á betri lifun. Niðurstöður Scandinavian Simvastatin Survi- val Study (4S) sýndu ótvírætt að með kröftugri lækkun kólesteróls með lyfi af flokki HMGCo- ensímA hemla var unnt að lengja líf kransæða- sjúklinga, fækka kransæðaáföllum, heilablóð- föllum og hjartabilunartilfellum, draga úr blóð- þurrðareinkennum og þörf fyrir kransæðaað- gerðir og stórfækka innlögnum á sjúkrahús (4). Nokkrar stórar klínískar rannsóknir hafa síðan rennt frekari stoðum undir þessar niðurstöður (5,6,14). Niðurstöður þessara rannsókna sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess að lækka kólesterólgildi sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Víða um heim hafa verið gefnar út leiðbeiningar til lækna um hvernig beri að nýta þessa vitneskju sjúkling- um til hagsbóta. Árið 1991 vorú að frumkvæði landlæknis gefnar út slíkar leiðbeiningar fyrir íslenska lækna (15) og þær endurskoðaðar 1996. I seinni útgáfunni var sameinast um það markmið að kólesterólgildi sjúklinga með stað- festan kransæðasjúkdóm væri undir 5,0 mmól/L (11). En leiðbeiningar eru eitt og raunveruleiki annað. Lengi hefur verið ljóst að erfitt er að breyta „hefðbundinni“ meðferð lækna á til- teknum sjúkdómum. Lítið er því í raun vitað hvernig sú vitneskja sem fengist hefur úr umfangsmiklum og vönduðum rannsóknum á kólesteróllækandi lyfjameðferð hefur skilað sér til almennings og þá sérstaklega til sjúk- linga með kransæðasjúkdóm. Niðurstöður okkar sýna ótvírætt að langt er í land að þau markmið sem sett voru fram í áður- nefndum leiðbeiningum landlæknis náist. Ein- ungis 15% sjúklinga með tiltækar upplýsingar um kólesteról höfðu gildi undir 5,0 mmól/L. Upplýsingar fengust um kólesterólgildi 294 sjúklinga. Af þeim voru 250 eða 85% með of hátt kólesteról en 113 einstaklingar eða 28% af heildinni voru á kólesteróllækkandi lyfjameð- ferð. Vitneskju sjúklinganna um eigið kólester- ól var einnig stórlega ábótavant. Þannig var að- eins fjórðungi sjúklinganna kunnugt um kólest- erólgildi sitt og um helmingur taldi kólesteról- gildið viðunandi. Tiltölulega fáir sjúklingar gerðu sér grein fyrir því að þeir höfðu í raun óviðun- andi hátt kólesteról í blóði (mynd 1). Þeir sjúk- lingar sem voru á kólesteróllækkandi lyfjameð- ferð svöruðu nánast allir spurningum um hvað kólesterólgildi þeirra væri hátt og hvort þeir teldu það viðunandi. Fjölmargar rannsóknir í öðrum löndum hafa sýnt svipaðar niðurstöður, hvort sem litið er til þekkingar kransæðasjúklinga á eigin kólester- óli, meðferðahlutfalls eða hlutfalls sjúklinga sem náð hafa meðferðarmarkmiðum sem sett hafa verið (16-21). Nánast ótrúlega lágt hlutfall kransæðasjúklinga sem óyggjandi myndu hafa hag af meðferð með kólesteróllækkandi lyfjum fær slíka meðferð. Margir þeirrra sem með- höndlaðir eru fá of lága skammta til að ná með- ferðarmarkmiðum. Þannig voru aðeins 18% sjúklinga sem höfðu staðfestan kransæðasjúk- dóm með gildi lágþéttni fituprótína (low densi- ty lipoprotein, LDL) innan þeirra marka sem bandarískar leiðbeiningar segja til um (10) í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.