Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
155
Páli Þórðarsyni þakkað. Frá vinstri: Þorbjörg Einarsdóttir eiginkona
Páls, Páll Þórðarson, Runólfur Pálsson, Olafur Þór Ævarsson og
Margrét Georgsdóttir. Ljósm.: Inga Sólveig Friðjónsdóttir.
Ingunn Vilhjálmsdóttir, veislu-
stjóri kvöldsins. Ljósm. Inga Sól-
veig Friðsjónsdóttir.
Frá árshátíð Læknafélags Reykjavíkur
Árshátíð Læknafélags
Reykjavíkur var haldin á Hót-
el Loftleiðum laugardaginn
23. janúar síðastliðinn. Árshá-
tíðin var mjög vel sótt.
Ólafur Þór Ævarsson for-
maður LR setti hátíðina og
bauð gesti velkomna, veislu-
stjóri Ingunn Vilhjálmsdóttir
tók síðan við stjórn.
Á árshátíðinni voru tveir fé-
lagar heiðraðir, þeir Árni
Björnsson og Guðmundur I.
Eyjólfsson, en þeir voru
kjörnir heiðursfélagar Lækna-
félags Reykjavíkur á fundi
stjórnar þann 6. janúar síðast-
liðinn. Ámi Björnsson var
kjörinn „fyrir farsæl störf í
þágu félagsins og læknastétt-
arinnar á undanförnum ára-
tugum“ og Guðmundur I. Eyj-
ólfsson „fyrir ómetanlegt
framlag til kjaramála lækna
og sjálfstæðis þeirra“. Aðal-
stjórn félagsins, sem Margrét
Georgsdóttir og Runólfur
Pálsson skipa auk formanns
Nýkjörnir heiðursfélagar Lœknafélags Reykjavíkur ásamt mökum og
stjórn félagsins. Frá vinstri: Runólfur Pálsson, Sigrún Bjarnadóttir
eiginkona Guðmundar, Ólafur Þór Ævarsson, Guðmundur I. Eyjólfs-
son, Margrét Georgsdóttir, Arni Björnsson og Guðný Tlieodórsdóttir
eiginkona Arna. Ljósm.: Inga Sólveig Fríðjónsdóttir.
Ólafs Þórs, afhenti Árna og
Guðmundi heiðursskjöl til
staðfestingar kjöri þeirra.
Á árshátíðinni þakkaði
stjórn félagsins Páli Þórðar-
syni, framkvæmdastjóra fé-
lagsins til 27 ára, vel unnin
störf og færði honum gjöf í til-
efni þess að hann lætur senn
af störfum. -bþ-