Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
111
%
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Fig. 1. Sex ratio (percentage) according to diagnostic groups of coronary heart disease. MI: myocardial infarction; CABG: coronary
artery bypass surgery; PTCA: percutaneous transiluminal coronary angioplasty; AP: angina pectoris.
| Men □ Women
Ml CABG PTCA AP Total
Diagnostic groups
leyfi til þess að skrá umbeðnar upplýsingar og
leita annarra í sjúkraskýrslu viðkomandi. Þeir
einstaklingar sem ekki svöruðu fyrsta bréfi
fengu annað bréf rúmum mánuði síðar þar sem
boð um þátttöku var ítrekað. Upplýsingum var
síðan safnað úr spurningalistum og sjúkra-
skýrslum þeirra sem samþykkt höfðu þátttöku.
Spurningalistinn fylgir með sem viðauki I.
Sjúklingum var skipt í eftirfarandi greiningar-
flokka samkvæmt upplýsingum úr sjúkra-
skýrslum:
I. Hjartadrep.
II. Kransæðaaðgerð.
III. Kransæðavíkkun.
IV. Hjartaöng.
Ef sjúklingur gat tilheyrt fleiri en einum
flokki var hann flokkaður þannig að kransæða-
aðgerð vó þyngst, síðan kransæðavíkkun, þá
hjartadrep og loks hjartaöng.
Rannsókn þessi var samþykkt af læknaráð-
um beggja heilsugæslustöðvanna, Vísindasiða-
ráði landlæknisembættisins og Tölvunefnd.
Tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 8,0) var notað
við alla tölfræðiúrvinnslu. Kí-kvaðratspróf og
One-Way ANOVA var notað til að bera saman
hlutföll. Marktektarmörk voru sett við p<0,05.
Niðurstöður
Alls reyndust 533 einstaklingar vera með
kransæðasjúkdóm. Af þeim svöruðu 402 spurn-
ingalistum eða 75%.
Sjúklingarnir voru á aldrinum 36 til 93 ára,
meðalaldur 69 ár (SD 9,21) og skiptist eftir
flokkum þannig að meðalaldur í hópi I var 69
ár, í hópi II 67 ár, hópi III 63 ár og í hópi IV 72
ár.
Kynhlutfall var um 2/1, þannig voru 257
þeirra sem voru með kransæðasjúkdóm karl-
menn (64%, 95% C.I. 59-68) og 145 konur
(36%, 95% C.I. 31-41). Konur voru þó í meiri-
hluta þeirra sem höfðu hjartaöng en höfðu
hvorki gengist undir kransæðaaðgerð, krans-
æðavíkkun né fengið hjartadrep (mynd 1).
Upplýsingar fundust í sjúkraskrám um kól-
esterólgildi hjá 294 sjúklingum. Meðalgildi í
greiningarhópunum eru sýnd á mynd 2; í hópn-
um í heild, sem upplýsingar fundust um var
kólesterólið 6,2 mmól/L (95% C.I. 6,07-6,34).
Nokkur munur var milli greiningarhópa og var
um tölfræðilega marktækan mun að ræða
(p=0,002 samkvæmt ANOVA). Hæsta meðal-
kólesteról reyndist vera hjá þeim sem höfðu
hjartaöng, eða 6,5 mmól/L, en lægst hjá þeim
sem farið höfðu í kransæðaútvíkkun, 5,9 mmól/L.
Alls voru 250 sjúklingar í þessari rannsókn
með kólesterólgildi yfir 5,0 mmól/L eða 85%
(250/ 294) þeirra sem upplýsingar fundust um.
í hópi I voru 56 (58%) sjúklingar með gildi yfir
5,0 mmól/L, í hópi II 74 (73%), í hópi III 40
eða 74% og meðal þeirra sem höfðu hjartaöng,