Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 13

Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 111 % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Fig. 1. Sex ratio (percentage) according to diagnostic groups of coronary heart disease. MI: myocardial infarction; CABG: coronary artery bypass surgery; PTCA: percutaneous transiluminal coronary angioplasty; AP: angina pectoris. | Men □ Women Ml CABG PTCA AP Total Diagnostic groups leyfi til þess að skrá umbeðnar upplýsingar og leita annarra í sjúkraskýrslu viðkomandi. Þeir einstaklingar sem ekki svöruðu fyrsta bréfi fengu annað bréf rúmum mánuði síðar þar sem boð um þátttöku var ítrekað. Upplýsingum var síðan safnað úr spurningalistum og sjúkra- skýrslum þeirra sem samþykkt höfðu þátttöku. Spurningalistinn fylgir með sem viðauki I. Sjúklingum var skipt í eftirfarandi greiningar- flokka samkvæmt upplýsingum úr sjúkra- skýrslum: I. Hjartadrep. II. Kransæðaaðgerð. III. Kransæðavíkkun. IV. Hjartaöng. Ef sjúklingur gat tilheyrt fleiri en einum flokki var hann flokkaður þannig að kransæða- aðgerð vó þyngst, síðan kransæðavíkkun, þá hjartadrep og loks hjartaöng. Rannsókn þessi var samþykkt af læknaráð- um beggja heilsugæslustöðvanna, Vísindasiða- ráði landlæknisembættisins og Tölvunefnd. Tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 8,0) var notað við alla tölfræðiúrvinnslu. Kí-kvaðratspróf og One-Way ANOVA var notað til að bera saman hlutföll. Marktektarmörk voru sett við p<0,05. Niðurstöður Alls reyndust 533 einstaklingar vera með kransæðasjúkdóm. Af þeim svöruðu 402 spurn- ingalistum eða 75%. Sjúklingarnir voru á aldrinum 36 til 93 ára, meðalaldur 69 ár (SD 9,21) og skiptist eftir flokkum þannig að meðalaldur í hópi I var 69 ár, í hópi II 67 ár, hópi III 63 ár og í hópi IV 72 ár. Kynhlutfall var um 2/1, þannig voru 257 þeirra sem voru með kransæðasjúkdóm karl- menn (64%, 95% C.I. 59-68) og 145 konur (36%, 95% C.I. 31-41). Konur voru þó í meiri- hluta þeirra sem höfðu hjartaöng en höfðu hvorki gengist undir kransæðaaðgerð, krans- æðavíkkun né fengið hjartadrep (mynd 1). Upplýsingar fundust í sjúkraskrám um kól- esterólgildi hjá 294 sjúklingum. Meðalgildi í greiningarhópunum eru sýnd á mynd 2; í hópn- um í heild, sem upplýsingar fundust um var kólesterólið 6,2 mmól/L (95% C.I. 6,07-6,34). Nokkur munur var milli greiningarhópa og var um tölfræðilega marktækan mun að ræða (p=0,002 samkvæmt ANOVA). Hæsta meðal- kólesteról reyndist vera hjá þeim sem höfðu hjartaöng, eða 6,5 mmól/L, en lægst hjá þeim sem farið höfðu í kransæðaútvíkkun, 5,9 mmól/L. Alls voru 250 sjúklingar í þessari rannsókn með kólesterólgildi yfir 5,0 mmól/L eða 85% (250/ 294) þeirra sem upplýsingar fundust um. í hópi I voru 56 (58%) sjúklingar með gildi yfir 5,0 mmól/L, í hópi II 74 (73%), í hópi III 40 eða 74% og meðal þeirra sem höfðu hjartaöng,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.