Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 86
174
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
þykki þeirra. Slíkt kallar á
endurmat á siðareglum, sem
gilt hafa frá dögum Hippó-
kratesar og eru íslenskir lækn-
ar tilbúnir til að axla þá
ábyrgð? Verði niðurstaða
meirihluta stéttarinnar sú að
svo sé ekki verða lögin um
miðlœgan gagnagrunn á heil-
brigðissviði, varin einkaleyfi
erlends auðhrings, marklaust
plagg en um leið skjalfestur
vitnisburður um lággengi
sjálfstæðrar og frjálsrar hugs-
unar á Alþingi íslendinga í lok
tuttugustu aldar.
Hlutverk læknasamtakanna
hlýtur að vera að safna áreið-
anlegum upplýsingum og
koma þeim á framfæri við
meðlimi sína, svo þeir verði
færir um að taka ákvarðanir
sem þjóna skjólstæðingum
þeirra best.
Sýningin í Þjóöarbókhlööu framlengd til febrúarloka
Mikill fróðleikur um upphaf og braut-
ryðjendur læknisfræðirannsókna á íslandi
Sýning stendur nú yfir í
Þjóðarbókhlöðu, Landsbóka-
safni Islands/Háskólabóka-
safni í tilefni 40 ára afmælis
rannsóknardeildar Landspítal-
ans, og að 100 ár eru liðin frá
því að Holdsveikraspítalinn í
Laugarnesi var reistur.
í yfir 30 sýningarskápum er
á þessari sýningu sýndur mik-
ill fjöldi rannsóknartækja og
áhalda í læknisfræði frá ýms-
um tímum á þessari öld, en
elstu tækin eru einmitt frá
Holdsveikraspítalanum í
Laugarnesi frá upphafi þess-
arar aldar. Það eru tæki til
mælinga á blóðrauða og gall-
litarefnum með litasaman-
burði við glerstauta (Sahli-að-
ferð, Meulengracht index) eða
tæki til útfellinga á prótínum
með sterkri sýru eða til mæl-
inga á sykri í þvagi með gerj-
un. Síðar komu litþéttleika-
mælar (colorimeters) sem
gerðu litasamanburðinn auð-
veldari og fótócellan leysti
mannsaugað af við saman-
burðinn, og enn nákvæmari
litrófsljósmælar (spectro-
photometers) voru smíðaðir.
Titilsíða greinar Stefáns Jóns-
sonar um blóðflokka Islendinga í
Lœknablaðinu árið 1922.
UEKnnBLiiiiiii
8. árg.
Júni, 1922.
6. bla«.
iBoagglutinin 1 blóði íslendinga.
eftir Stefán Jónsson.
Framh.
II. Eigin rannsóknir.
Til þess a« komast a« hlutfallinu milli þessara „biokemisku" flokka
me«al þjó«arinnar, þarf au«vita« a« rannsaka marga. Þa« þarf ennfrem-
ur aS fá fólk úr öllum landshlutum, eftir þvi sem unt er. Eg hefi edn-
göngu rannsakaí fólk hér i Reykjavík, en hún er lika ágætlega til þess
fallin. í bænum er samankomiS fólk af öllu landinu, og þaí líka úr af-
skektustu héruSum. Sýna eftirfarandi tölur a« svo er. Au«vitaS er flest
úr Reykjavik og nærsveitum, en þaS eru líka mannflestu héruC landsins.
Þar e« mér sjálfum var ómögulegt aí ná svo mörgu fólki, sem nauS-
synlegt var, hafa kollegarnir i Reykjavík gófifúslega hjálpaS mér og kann
cg þeim bestu þakkir fyrir.
Alts hefi eg rannsaka« 800 manns, 400 karla og 400 kvenmenn, á öllum
aldri, frá 2—87 ára, bæSi hrausta og sjúka. Má geta þess, a« sjúkdómar
virSast ekki hafa nein áhrif á þessi isoagglutinin.
Vi« skiftingu í flokka verSa tölurnar þannig:
Fl. I II III IV
Konur ......... 213 137 38 12 = 400
Karlar ........ 232 120 39 9 = 400
Alls .......... 445 257 77 21 = 800
Ef reiknaSir eru flokkarnir út í % þá verSur útkoman þessi:
Fl. I II III IV
Konur 53,3% 34,2% 9,5% 3,0%
Karlar 58,0% 30,0% 9,7% 2,3%
Alls 55,7% 32,1% 9,6% 2,6%
I. fl. er hér nokkru stærri tiltölulega en annarsstaSar, en hinir flokk-
arnir þeim mun minni.
Eftir sveitum er skiftingin þessi:
Rvik 169, Gullbr. og Kjósars. og Haínarfj. 110, Árness. 94, Rangárv.
50, Skaftafellss. 21, Vestmannaeyjum 7, Borgarfj. og Mýras. meS Akra-
nesi 78, Snæfellsnesi og BreiSaf. 41, af Vestfj. 39, Dalas. 16, Strandas.
8, Húnavatnss. 37, Skagaf. 24, Eyjaf. og Akureyri 23, Þingeyjars. 19,
Múlas. og Austfj. 44; alls 780. ÁreiSanlegar upplýsingar vantar um 20,
en eru flestallir ekki ættaSir úr Rvík. Hver maSur er talinn til þess
liéraSs, sem foreldrar hans eru úr. En altaf verCur þó þessi flokkaskipun