Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 105
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
189
Stofnun Félags fag-
fólks um hjarta- og
lungnaendurhæfingu
Þann 27. nóvember síðastliðinn var stofnað í
Reykjavík Félag fagfólks um hjarta- og lungna-
endurhæfingu, en meginmarkmið félagsins er
að auka samstarf fagfólks sem starfar við eða
vill styðja endurhæfingu hjarta- og lungnasjúk-
linga, styrkja forvarnir og hvetja til fræðslu og
rannsókna um hjarta- og/eða lungnaendurhæf-
ingu. Félaginu er því ætlað að vera sameigin-
legur vettvangur þeirra fagstétta sem með ein-
um eða öðrum hætti taka þátt í hjarta- og
lungnaendurhæfingu, svo sem lækna, sjúkra-
þjálfara, hjúkrunarfræðinga, lífeðlisfræðinga,
næringarfræðinga/-ráðgjafa, íþróttafræðinga,
iðjuþjálfa, sálfræðinga, sjúkraliða og fleiri.
Stjórn félagsins sem kosin var á stofnfundi
skipa: Hans Jakob Beck læknir, Arna Elísa-
bet Karlsdóttir sjúkraþjálfari, Sigríður Lóa
Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Axel Sig-
urðsson læknir og Svava Engilbertsdóttir
næringarráðgjafi.
Þegar hafa rúmlega 50 manns skráð sig sem
stofnfélaga, en ákveðið hefur verið að þeir sem
ganga í félagið fyrir 1. mars næstkomandi skuli
teljast til stofnfélaga. Argjald fyrir félagsaðild
varákveðið 1.000 kr.
Stjórn félagsins vill hvetja alla áhugasama til
þátttöku og veitir nánari upplýsingar. Um-
sóknir, sem þurfa að vera skriflegar, skal senda
til Hans J. Beck (hansb@reykjalundur.is) eða
Læknablaðið á netinu:
http ://www. icemed. is/
laeknabladid
Örnu E. Karlsdóttur (sjukrathjalfun@reykja
lundur.is) Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ (sími
566 6200; bréfsími 566 8240). Á umsókn skal
tilgreina auk fulls nafns og heimilsfangs, starfs-
heiti, vinnustað og netfang ef við á.
Stjórn FHLE
Fréttatilkynning frá
Sérfræðingafélagi
Islands
Aðalfundur Sérfræðingafélags íslands (SÍ)
var haldinn í Hlíðasmára 8, Kópavogi, hinn 16.
desember 1998. Allmiklar umræður urðu um
núverandi skipulag Læknafélags íslands (LÍ)
sem fundarmenn voru sammála um að væri
orðið úrelt og ekki lengur í takt við tímann.
Fundarmenn voru sammála um að hefja beri
víðtæka úttekt á skipulagi og starfsháttum fé-
lagsins þar sem meðal annars sjálfstæð aðild
sérgreinafélaganna að LÍ verði skoðuð. Er
formanni SI falið að vinna að framgangi þessa
máls í stjórn LI.
Ný stjórn
Aðalfundur fulltrúaráðs (formenn sérgreina-
félaga eða fulltrúar þeirra) Sérfræðingafélags
íslenskra lækna var haldinn í Hlíðasmára 8,
miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn. Kos-
in var ný stjórn sem er þannig skipuð: Sigurð-
ur Björnsson formaður, Kristín Þórisdóttir
ritari, Þórður Sverrisson gjaldkeri, meðstjórn-
endur Kjartan Örvar og Kristján Guðmunds-
son.
lögjald til Lífeyris-
sjóðs lækna
Eitt stig fyrir áriö 1998 er kr. 207.000
þannig aö lágmarksiögjald til aö viðhalda
réttindum, þaö er 1/3 úr stigi, er kr.
69.000.
Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins,
eru beðin að inna það af hendi sem fyrst.