Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 105

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 105
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 189 Stofnun Félags fag- fólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu Þann 27. nóvember síðastliðinn var stofnað í Reykjavík Félag fagfólks um hjarta- og lungna- endurhæfingu, en meginmarkmið félagsins er að auka samstarf fagfólks sem starfar við eða vill styðja endurhæfingu hjarta- og lungnasjúk- linga, styrkja forvarnir og hvetja til fræðslu og rannsókna um hjarta- og/eða lungnaendurhæf- ingu. Félaginu er því ætlað að vera sameigin- legur vettvangur þeirra fagstétta sem með ein- um eða öðrum hætti taka þátt í hjarta- og lungnaendurhæfingu, svo sem lækna, sjúkra- þjálfara, hjúkrunarfræðinga, lífeðlisfræðinga, næringarfræðinga/-ráðgjafa, íþróttafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sjúkraliða og fleiri. Stjórn félagsins sem kosin var á stofnfundi skipa: Hans Jakob Beck læknir, Arna Elísa- bet Karlsdóttir sjúkraþjálfari, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Axel Sig- urðsson læknir og Svava Engilbertsdóttir næringarráðgjafi. Þegar hafa rúmlega 50 manns skráð sig sem stofnfélaga, en ákveðið hefur verið að þeir sem ganga í félagið fyrir 1. mars næstkomandi skuli teljast til stofnfélaga. Argjald fyrir félagsaðild varákveðið 1.000 kr. Stjórn félagsins vill hvetja alla áhugasama til þátttöku og veitir nánari upplýsingar. Um- sóknir, sem þurfa að vera skriflegar, skal senda til Hans J. Beck (hansb@reykjalundur.is) eða Læknablaðið á netinu: http ://www. icemed. is/ laeknabladid Örnu E. Karlsdóttur (sjukrathjalfun@reykja lundur.is) Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ (sími 566 6200; bréfsími 566 8240). Á umsókn skal tilgreina auk fulls nafns og heimilsfangs, starfs- heiti, vinnustað og netfang ef við á. Stjórn FHLE Fréttatilkynning frá Sérfræðingafélagi Islands Aðalfundur Sérfræðingafélags íslands (SÍ) var haldinn í Hlíðasmára 8, Kópavogi, hinn 16. desember 1998. Allmiklar umræður urðu um núverandi skipulag Læknafélags íslands (LÍ) sem fundarmenn voru sammála um að væri orðið úrelt og ekki lengur í takt við tímann. Fundarmenn voru sammála um að hefja beri víðtæka úttekt á skipulagi og starfsháttum fé- lagsins þar sem meðal annars sjálfstæð aðild sérgreinafélaganna að LÍ verði skoðuð. Er formanni SI falið að vinna að framgangi þessa máls í stjórn LI. Ný stjórn Aðalfundur fulltrúaráðs (formenn sérgreina- félaga eða fulltrúar þeirra) Sérfræðingafélags íslenskra lækna var haldinn í Hlíðasmára 8, miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn. Kos- in var ný stjórn sem er þannig skipuð: Sigurð- ur Björnsson formaður, Kristín Þórisdóttir ritari, Þórður Sverrisson gjaldkeri, meðstjórn- endur Kjartan Örvar og Kristján Guðmunds- son. lögjald til Lífeyris- sjóðs lækna Eitt stig fyrir áriö 1998 er kr. 207.000 þannig aö lágmarksiögjald til aö viðhalda réttindum, þaö er 1/3 úr stigi, er kr. 69.000. Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins, eru beðin að inna það af hendi sem fyrst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.