Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
143
taugasálfræðilegum einkennum og eru þær af-
leiðingar mun algengari en heilkennið sjálft.
Hegðunarvandamál og vitsmunaskerðing,
sem einkenna áfengissköðuð börn, stafa af
breytingum á starfsemi og/eða byggingu heil-
ans. Viðkvæmasti hluti heilans fyrir áfengis-
áhrifum eru taugamótin í sæhestinum. Algeng-
ustu taugasálfræðilegu ágallar barna, sein orðið
hafa fyrir alkóhóláhrifum í móðurkviði, eru
greindarskerðing, ofvirkni, athyglisbrestur og
vandamál tengd minni og námi. Hversu alvar-
legir ágallarnir eru fer eftir því á hvaða tíma
meðgöngu fóstrið varð fyrir áhrifum áfengis og
hve mikið áfengismagnið var. Langtímarann-
sóknir hafa sýnt að taugasálfræðileg einkenni
vara lengst og valda einstaklingunum mestum
skaða. Geðræn og félagsleg vandamál eru al-
geng hjá fullorðnum með heilkenni fósturskaða
af völdum áfengis.
Athyglisbrestur með ofvirkni, námserfið-
leikar og hegðunarröskun eru algeng vandamál
hjá börnum í þjóðfélagi okkar. Þau hafa alvar-
legar langtímaafleiðingar fyrir einstaklinga og
þarfnast víðtækrar kostnaðarsamrar meðferðar.
Rannsóknir á orsakaþáttum þessara vandamála
eru mikilvægar vegna framvinduforspár, for-
varna og meðferðar. Taugasálfræðilegar athug-
anir gegna mikilvægu hlutverki í þeim rann-
sóknum. Hvað varðar afleiðingar áfengis-
neyslu á meðgöngu á börn, þá eru taugasál-
fræðileg próf næmasti mælikvarðinn á áhrif
alkóhóls á taugakerfið. Þau geta því nýst til
greiningar sértækra áhrifa þess og þannig vísað
veginn til árangursríkrar meðferðar. Taugakerfi
manna er mótanlegt og breyta má starfsemi
taugafrumna á markvissan hátt með þjálfun. I
þessu ljósi gefa nýlegar rannsóknir á dýrum
góða von, en þær sýna að skemmdir af völdum
alkóhóls má bæta að vissu marki, því með þjálf-
un má örva taugafrumur til að umbreyta og
fjölga taugamótum.
Þegar ekki er vitað um orsakir þroskafrávika
hjá börnum, er mikilvægt að fá upplýsingar um
áfengisneyslu á meðgöngu, vegna þess að hún
gæti skýrt vandamálið. Einnig getur vitneskjan
um áfengisskaða skipt máli varðandi meðferð
og stuðning. Þegar kemur að rannsóknum ým-
issa vandamála sem hafa svipað birtingarform,
þá er mikilvægt að vita hvort áfengi á þátt í
þeim eða ekki. Nauðsynlegt er að fylgja vel eft-
ir börnum mæðra, sem vitað er að hafa misnot-
að áfengi á meðgöngu, þó svo þau beri ekki
nein sjáanleg merki um skaða, þannig að stuðn-
ingur og meðferð geti hafist sem allra fyrst.
Meta þarf hvert bam fyrir sig, svo meðferðar-
áætlanir geti tekið mið af veikum og sterkum
hliðum þess.
Áfengistengdur skaði á börnum er líklega al-
gengari en fólk gerir sér almennt grein fyrir.
Þar eð hann er vandamál sem hægt er að koma
í veg fyrir er mikilvægt að forvarnarstarf og
öflug upplýsingamiðlun sé stöðugt í gangi og
þá sérstaklega meðal þeirra hópa sem eru í
mestri áhættu, en það eru aðallega áfengissjúk-
ir, ungt fólk, fólk með litla menntun og þeir
sem standa illa félagslega.
Ekki er vitað um tíðni fósturskaða af völdum
áfengis á Islandi, en það væri verðugt verkefni
að kanna hana nánar. Þó heildaráfengisneysla
íslendinga sé lítil miðað við aðrar vestrænar
þjóðir, þá hafa þeir tilhneigingu til að neyta mik-
ils magns á stuttum tíma, en það neyslumynstur
virðist hvað skaðlegast ófæddum bömum.
HEIMILDIR
1. Jones KL, Smith DW. Recognition of the fetal alcohol syn-
drome in early infancy. Lancet 1973; 2: 999-1001.
2. Wamer RH, Rosett HL. The effects of drinking on off-
spring. J Stud Alcohol 1975; 36: 1395-420.
3. Huxley A. Veröld ný og góð. Frumútgáfa 1932. Islensk þýð-
ing Kristjáns Oddssonar. Reykjavík: Mál og menning 1988.
4. Mattson SN, Riley ER A review of the neurobehavioral
deficits in children with fetal alcohol syndrome or prenatal
exposure to alcohol. Alcoholism: Clinical and Experimental
Research 1998; 22: 279-94.
5. Lamache MA. Communications: réflexions sur la descen-
dance des alcooliques. Bull Acad Natl Méd 1967; 151: 517-
21.
6. Lemoine P, Harousseau H, Borteyru J-P, Menuet J-C. Les
enfants de parents alcooliques: anomalies observées. A
propos de 127 cas. Ouest Medica 1968; 21: 476-82.
7. Jones KL, Smith DW, Ulleland CN, Streissguth AP. Pattem
of malformation in offspring of chronic alcoholic mothers.
Lancet 1973; 1(7815): 1267-71.
8. IOM-Institute of Medicine (U.S.). Division of Biobehavio-
ral Sciences and Mental Disorders. Committee to Study
Fetal Alcohol Syndrome. In: Stratton K, Howe C, Battaglia
F, eds. Fetal Alcohol Syndrome: Diagnosis, Epidemiology,
Prevention, and Treatment. Washington, DC: National Aca-
demy Press 1996.
9. Aase JM, Jones KL, Clarren SK. Do we need the term
,fAE“? Pediatrics 1995; 95: 428-30.
10. MMWR. Morb Mortal Wkly Rep 1997; 28: 1118-20.
11. Abel EL. An update on incidence of FAS: FAS is not an
equal opportunity birth defect. Neurotoxicol Teratol 1995;
17: 437-43.
12. Duerbeck NB. Fetal alcohol syndrome. Comprehensive
Therapy 1997; 23: 179-83.
13. Robinson GC, Conry JL, Conry RF. Clinical profile and
prevalence of fetal alcohol syndrome in an isolated commu-
nity in Brítish Columbia. Can Med Assoc J 1987; 137: 203-
7.
14. Olegárd R. Alcohol and narcotics: epidemiology and preg-
nancy risks. Int J Technol Assessment Health Care 1992;
8/Suppl.l: 101-5.