Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Side 2
föstudagur 27. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Berrassaður Byssu- maður dæmdur Maðurinn sem skaut að eiginkonu sinni með haglabyssu í Hnífsdal fyrr í sumar, Ólafur Þór Guðmunds- son, hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Ólafur, sem er ríflega fimmtugur, var nakinn þegar hann skaut að konu sinni. Hún hlaut skrámur á andliti auk þess sem föt hennar voru rifin og tætt eftir árás- ina. Ástæðan var sjúkleg afbrýði- semi. Lögreglumaður, sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Vesturlands, taldi að Ólafur hefði skotið að konu sinni af afar stuttu færi. Hún slasaðist ekki alvarlega við árásina. Nakinn með haglabyssu Samkvæmt dómsorði var að- dragandi árásarinnar nokkuð lang- ur. Ólafur var orðinn sjúklega af- brýðisamur vegna konu sinnar en hjónaband þeirra stóð á brauðfót- um. Þegar Ólafur kom heim þetta kvöld sakaði hann konu sína um að hafa verið honum ótrú en það mun ekki hafa verið í fyrsta sinn sem hann gerir það. Ólafur fór í bað á meðan kona hans lá í rúminu. Þau rifust á meðan. Eftir nokkur orða- skipti fékk kona Ólafs nóg og sagð- ist ætla að fara frá honum. Hann brást illa við, fór upp úr baðinu og niður í kjallara þar sem haglabyssa af gerðinni Winchester var geymd. Hann hlóð byssuna og kom aftur upp, nakinn. Ógnar konu sinni Frásögn Ólafs skarast nokkuð á við frásögn konu hans um fram- hald málsins. Hún hélt því fram að hann hefði ógnað henni með hagla- byssunni inni á baðherberginu. Þá skellti hún baðherbergishurðinni með þeim afleiðingum að hann lamdi í hurðina og braut. Hann var þó sýknaður af því að hafa ógnað henni með byssunni í baðherberg- inu. Það þótti þó ljóst að hún opn- aði dyrnar aftur. Þá á Ólafur að hafa runnið til í bleytu sem var á gólfinu og tókst henni þá að hlaupa und- an honum. Hann fylgdi henni eftir, með haglabyssuna, þar til þau komu niður í forstofu hússins. Skotið af stuttu færi Þar reyndi hann að telja henni henni hughvarf um að fara frá hon- um. Hún lét þó ekki sannfærast og ætlaði að forða sér út. Þá skaut hann að henni með þeim afleið- ingum að hún hlaut tvær skrámur á andliti og fóru högl í hægri öxlina á henni. Samkvæmt vitnisburði lög- reglumanns taldi hann að skotfærið hefði verið afar stuttt eða um fimm- tíu sentímetrar. Hluti af höglunum endaði í barnastól og í vegg. Kona Ólafs komst út og elti hann hana. Hún komst til nágranna sinna þar sem hringt var á lögregluna. Ofurölvi með haglara Lögreglan mætti á vettvang um miðnætti. Sérsveitin kom einnig og reyndi hún að tala manninn til. Að lokum gaf hann sig fram, alklædd- ur. Þegar blóðprufa var tekin af hon- um kom í ljós að hann var ofurölvi. Hann hafði drukkið bjór og rauðvín um kvöldið. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfarið en sá tími mun dragast frá dómnum sem hann hlaut í gær. Honum er gert að greiða konu sinni milljón í skaðabætur. Bóta- kröfu sonar hans var vísað frá en hann kom að heimilinu á meðan umsátrið stóð yfir. Ekki náðist í lög- fræðing Ólafs og ekki er ljóst hvort Ólafur muni áfrýja dómnum. Hann situr enn í fangelsi. Hnífsdælingurinn Ólafur Þór Guðmundsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fang- elsi í Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Hann skaut að konu sinni nakinn með haglabyssu og hlaut hún skrámur á andliti og öxl. Ólafur var dæmdur fyrir tilraun til manndráps en ástæða árásarinnar var sjúkleg afbrýðisemi. valur GrettiSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ólafur handtekinn Hnífsdælingurinn Ólafur Þór guðmunds- son var dæmdur fyrir tilraun til manndráps þegar hann skaut að konu sinni kviknakinn. Þá fer hann úr bað- inu og niður í kjallara þar sem haglabyssa af gerðinni Winchester var geymd. Hann hleð- ur byssuna og kemur aftur upp, nakinn. Að jafnaði slasast 35 manns í umferðinni í vikunni sem senn er á enda: Mikil umferð og falskt öryggi Vikan sem nú er að líða er hættu- legasta vikan í umferðinni, en þá slasast að jafnaði 35 manns. Það er slysaskráning Umferðarstofu sem vinnur þessar upplýsingar upp úr lögregluskýrslum síðastliðinna ára. „Það sem þarna hefur áhrif er að umferðin er mjög mikil á vegum landsins auk þess sem ekki er hægt að útiloka að fólk grípi eitthvert falskt öryggi þegar aðstæður eru góðar eins og nú,“ segir Einar Magn- ús Magnússon, upplýsingafulltrúi hjá Umferðarstofu. Einar bendir á að jafnvel þótt það komi fólki nokkuð á óvart að fleiri slys verði í umferðinni yfir sumar- tímann, hafi tölfræði síðustu ára mjög eindregið gefið þetta til kynna. „Fólk setur gjarnan umferðarslys í samhengi við slæm veður og hálku á vetrum, en þessar tölur eru alveg skýrar, enda þótt einhver dagamun- ur geti verið á milli ára,“ segir Einar. Næsthættulegasta vika ársins er að jafnaði vika 52, eða vikan fyrir jól. „Það er einmitt gríðarlega mikil umferð sem einkennir þá viku,“ seg- ir Einar. Þriðja hættulegasta vikan í umferðinni er síðan fyrsta vika júlí- mánaðar, en hún einkennist einmitt af miklum ferðalögum innanlands. Hættulegasti dagur ársins í um- ferðinni er 21. júlí, en þá slasast að jafnaði yfir átta einstaklingar. Aðr- ir hættulegir dagar dreifast nokkuð yfir árið en eru gjarnan að hausti eða vori. Öruggustu vikur ársins eru vik- ur númer fimm, átta og níu, allar í febrúar. Þá slasast á bilinu sextán til átján einstaklingar í umferðinni í viku hverri. Síðasta vikan í júní er einnig nokkuð örugg, en þá slasast rétt rúmlega átján manns. Meðal- fjöldi þeirra sem slasast í viku hverri er 24,2. Tölurnar sem teknar eru saman ná rétt tæp fimm ár aftur í tímann, aftur til ársins 2002. sigtryggur@dv.is umferðarslys í vetrarfærð Margir tengja umferðar- slys við válynd veður og þunga vetrarfærð. tölur sem umferðarstofa hefur tekið saman leiða samt í ljós að þessi vika er hættulegasta vikan í umferðinni. Ökklabrotnaði í hvalaskoðun Þýsk kona um sextugt ökkla- brotnaði í gær þegar hún var ásamt fleiri ferðamönnum í hvalaskoðun á Snæfellsnesi. Konan var í bátnum Brimrúnu sem var staddur rétt vestan af Öndverðarnesi þegar slysið átti sér stað. Varð uppi fótur og fit þegar hvalir birtust og skrikaði konunni fótur með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögregl- unnar í Ólafsvík var konan flutt til skoðunar á Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. Seinna í gær var þó ákveðið að flytja hana til Reykja- víkur til að fara í aðgerð. Brenndust í gasslysi Fjórar konur brenndust í gasslysi á eyðibýli innarlega í Fnjóskadal í gær. Konurnar voru í tuttugu kvenna hópi í hestaferð þegar slysið varð. Þær áðu á eyðibýlinu þar sem einungis er lýst upp með gasi og kertaljósi. Illa gekk að kveikja á gas- lukt og losuðu þær því lukt- ina af gaskútnum en ekki vildi betur til en gas lak úr kútnum. Fát kom á konurn- ar með þeim afleiðingum að gasið komst í kertaloga og stór blossi fyllti nærri sextán fermetra herbergið. Þær voru fluttar á sjúkrahús á Akur- eyri og í ljós kom að þrjár hlutu eins stigs brunasár en ein þeirra brenndist meira og voru sár hennar talin eins til annars stigs brunasár. Bónus styrkir Björgina Bónus hefur ákveðið að veita Björginni, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, fimm hundruð þúsund krónur að gjöf í tilefni þess að breyt- ingum og fram- kvæmdum á Bónusverslun í Njarðvík er lokið. Jóhannes Jóns- son afhenti Ragnheiði Sif Björg- vinsdóttur styrkinn í gær. Framkvæmdastjóri Bónuss, Guðmundur Marteinsson, er ánægður með breytingarnar á versluninni, sem stækkað hefur um 350 fermetra. „Þetta eru kær- komnar breytingar,“ segir hann. Kveiktu í bílaplani Unglingar eru grun- aðir um að hafa kveikt eld á bíla- plani fyrir framan bílskúr í Funalind í Kópavogi um há- degisbilið í gær. Talið er að bensín eða annað eldfimt efni hafi verið notað til að kveikja eldinn. Lögregla og slökkvilið voru kvödd á stað- inn en þá hafði eldurinn náð að læsa sig í bíl sem stóð þar skammt frá og hafði að auki borist yfir í bílskúrinn. Eldur- inn var þó að mestu slökktur þegar slökkviliðið kom á stað- inn svo það gekk úr skugga um að hvergi lifði glóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.