Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 27. júlí 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Einar Bárðarson segist hafa gert margvísleg mistök í tónlistarútgerð sinni í Bretlandi. Áhættusjóðurinn Tónvís hefur lagt út í miklar fjárfestingar í útgáfufyrirtæki Einars, Believer Music. Tryggvi Jónsson hjá Tónvís kveðst meðvitaður um áhættuna sem felst í tónlistarútgáfu. Hann bindur miklar vonir við Garðar Thor Cortes. „Ég mun aldrei neita því að þetta er oft mjög þungur róður og ég hef gert ýmis mistök sem ég hef þurft að sætta mig við og læra af,“ segir Einar Bárðarson útgefandi um þau átök sem fylgja því að reka lítið út- gáfufyrirtæki í Bretlandi. Hann segir að útgáfa og mark- aðsstarf á tónlist Garðars Cort- es og Nylon-stúlknahópsins kosti bæði mikið fé og mikla vinnu. Sjálf- ur sé hann enginn sérfræðingur í breskum tónlistarmarkaði og því hafi hann þurft að læra margt. „Ef við hefðum náð útgáfusamningi við breskt fyrirtæki á sínum tíma, þá hefðum við ekki þurft að stofna útgáfufyrirtæki og hefðum þar af leiðandi aldrei þurft að fá fjárfesta til liðs við okkur til þess að styrkja peningahliðina,“ segir Einar. Áhættufjárfesting í tónlist Fjárfestingarsjóðurinn Tónvís er helmingshluthafi í útgáfufyrir- tæki Einars, Believer Music. Sjóð- urinn er í eigu FL Group og er stýrt af Tryggva Jónssyni endurskoð- anda. Stofnfé sjóðsins er 200 millj- ónir króna og hefur stærstum hluta hans verið varið til mögulegra land- vinninga Einars Bárðarsonar. Tryggvi segir að sjóðnum sé ætl- að að leggja út í áhættufjármögnun með þolinmæði fremur en að reka hann eins og hefðbundið fyrirtæki. „Þetta eru fjárfestingar, ekki styrkir, þannig að menn gera sér vel grein fyrir áhættunni sem í þessu liggur. Það eru margir kallaðir og fáir út- valdir, en við reynum að leggja upp með að leggja fé í nokkur verkefni. Það þarf svo væntanlega ekki nema einn þessara aðila að ná góðum árangri til þess að áhættan sé þess virði að halda áfram,“ segir Tryggvi. Hann bætir við að öll verkefnin séu í dýrari kantinum. Góðar fréttir eru mikilvægar Einar tekur undir þetta með Tryggva. „Fjárfestarnir fara út í þetta, vitandi að þeir eru að taka áhættu, en hafa að sjálfsögðu næga trú á verkefninu til þess að halda áfram,“ segir hann. Hann segist hafa nálgast fjárfest- ana með ákveðnar hugmyndir og þeir hafi einfaldlega séð möguleika í þessum verkefnum. „Auðvitað hef ég tekið þann pól í hæðina að kynna starfsemina vel hérna heima,“ seg- ir Einar. Hann segist að sjálfsögðu senda út tilkynningu þegar Garðar Cortes nær fyrsta sæti á vinsælda- lista á Englandi. Hins vegar tilkynni hann ekki sérstaklega þegar Garðar fellur út af sama lista. „Vissulega hafa ýmsir farið þá leið að gera svona vinnu nánast í kyrrþey. Hins vegar eru listamenn- irnir okkar allir þekktar persónur á Íslandi og fjölmiðlaumfjöllun er bara ein hliðin á þessum iðnaði.“ Betur heima setið Einar segist fylgjast með um- ræðu á Íslandi um verkefni sín, en hann geti þó ekki sveiflast eins og fáni eftir skoðunum fólks. „Fólk hefur alls kyns skoðanir á því hvort þetta ætti að ganga hraðar eða hæg- ar hjá okkur og sú umræða heldur alltaf áfram,“ segir Einar. Hann segir aðalatriðið vera að hugsa þetta starf til langframa og bendir á þrotlaust starf Magnúsar Scheving með Latabæ, ritstörf Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar og kvikmynda- framleiðslu Baltasars Kormáks. „Hins vegar hugsa ég stundum um það á kvöldin hvers vegna í ósköpunum ég fór út í þetta á meðan ég hefði getað tek- ið því bara rólega og setið og skammast í krökkunum í X- Factor heima á Ís- landi,“ segir Einar Bárðarson. ÞUNGUR RÓÐUR SiGTryGGur Ari JóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „ég hugsa stundum um það hvers vegna í ósköpunum ég fór út í þetta á meðan ég hefði getað set- ið og skammast í krökkunum í X-Factor heima á Íslandi.“ Believer Music Einar Bárðarson rekur útgáfufyrirtækið Believer Music í Bretlandi. Hann segir að oft líti út fyrir að við ofurefli sé að etja á breskum markaði og mörg mistök hafi verið gerð. Bæði hann og fjárfestarnir hafi þó mikla trú á listamönnum fyrirtækisins. Garðar Thor Cortes garðar hefur notið mikillar velgengni á íslandi. lag með garðari rataði um hríð í efsta sæti á vin- sældalista í Bretlandi. Bæði Einar Bárðarson og tryggvi jónsson binda miklar vonir við velgengni garðars erlendis. Tryggvi Jónsson tryggvi stýrir fjárfestingarsjóðnum tónvís sem er í eigu fl group. segir hann markmið sjóðsins vera að leggja fé til nokkurra verkefna með það fyrir augum að eitt þeirra komi til með að skila tekjum. Orðnir sautján þúsund Sautján þús- undasti Akur- eyringurinn fæddist í byrjun júlí á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Það var fallegur drengur sem kom í heim- inn og hefur hann fengið nafnið Gabríel Óskar Dziubinski. Foreldrar Gabríels Óskars eru hjónin Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska en þau eiga þrjú börn fyrir. Af þessu tilefni færði bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobs- dóttir, fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina „Barn- ið okkar“ í stuttri heimsókn til þeirra í Smárahlíðina. Fjölskyld- an hefur búið á Akureyri frá því í febrúar árið 2004. Árekstur og gaskút stolið Árekstur varð á Hafnargötu á móts við söluturninn Ný Ung í Keflavík á þriðjudags- kvöldið. Bifreið var ekið aftan á aðra bifreið, sem síðan kast- aðist á þá þriðju. Þrír hlutu minniháttar meiðsli. Tjón á bifreiðunum var lítið. Sama kvöld var 10 kílóa gaskút stolið af fellihýsi, en það stóð fyrir utan heimili í Njarðvík. Þá var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en hann mæld- ist á 95 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70 kílómetrar. Á nagladekkjum Piltur um tvítugt var tekinn á 110 kíló- metra hraða í Graf- arvogi á miðviku- dagskvöld. Sami piltur var staðinn að hraðakstri ann- ars staðar í Reykja- vík kvöldinu áður og var hann því sviptur ökuleyfi á staðnum. Sautj- án ára stúlka var einnig svipt ökuleyfi á staðnum eftir að hafa ekið á 64 kílómetra hraða í íbúð- argötu í Kópavogi. Tvær konur á fertugsaldri voru teknar fyrir ölv- unarkstur í Reykjavík á miðviku- dag. Þá var kona á þrítugsaldri stöðvuð fyrir að aka bæði of hratt og á bíl búnum nagladekkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.