Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 11
DV Helgarblað föstudagur 27. júlí 2007 11 BJARGVÆTTURINN FRÁ FLATEYRI Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var far- sæll í opinberum störfum og verk hans höfðu mikil áhrif á samfélagið. Þjóðarsáttina ber hæst allra verka hans. Einar var fyrst kjörinn á þing árið 1995 en þá hafði hann gegnt fjölda ábyrgðarstarfa og er aðkoma hans að þjóðarsáttarsamningunum árið 1990, þegar hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands, það sem margir telja standa upp úr á viðburðaríkum ferli hans. Viðmælendur DV sem komu að samningunum segja persónu Einars Odds hafa ráðið miklu í samn- ingaviðræðunum enda hafi hann mætt öllum af virð- ingu og aldrei talað niður til neins. Öllum ber saman um að hann hafi átt auðvelt með að nálgast fólk og að hann hafi strax notið fyllsta trausts og staðið und- ir því. Víxlverkanir voru við það að leggja efnahag lands- ins í rúst enda þjóðin föst í vítahring launahækk- ana, gengisfellinga, óðaverðbólgu og verðhækkana. Ævisparnaður fólks varð að engu og lán voru gjöf. Atvinnuöryggið var í mikilli hættu og inn í þurfti að grípa áður en virkilega illa færi. Einar Oddur talaði fyrir nýjum aðferðum til að vinna bug á ástandinu og lét ekkert stoppa sig heldur hélt ótrauður áfram. Ein- ar Oddur og aðrir forystumenn á þessum tíma komu efnahag þjóðarinnar til nútímans. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður verður jarðsunginn frá Flateyrarkirkju á morgun, laugardag- inn 28. júlí. Hundruð manna voru við minningar- og kveðjuathöfn um Einar Odd í Hallgrímskirkju á mið- vikudag. Einar varð bráðkvaddur í fjallgöngu á Kald- bak á Vestfjörðum 14. júlí síðastliðinn þar sem hann var á göngu með hópi fólks. Illugi Gunnarsson alþingismaður, tengdasonur Einars Odds og vinur, fylgdist með atburðarás Þjóð- arsáttarinnar. Hann segir Einar Odd ekki hafa verið þeirrar gerðar að þylja upp þessi verk sín og hafi því ekki dvalið mikið við það. „Hann hafði hugann meira við þau verkefni sem voru fyrir framan hann hverju sinni,“ segir Illugi. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Haukur Halldórs- son, formaður Bændasamtakanna, og Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ Þjóðarsátt varð að veruleika og þora margir ekki að fullyrða að hún hefði orðið að veruleika ef Einars Odds hefði ekki notið við. Framhald á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.