Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 15
DV Helgarblað Föstudagur 27. júlí 2007 15 hinir nýju landvættir íslands „Ég tel fíkniefni vera okkar allra helstu ógn. Þar eru hörðustu efnin hættulegust og rugla margt í okkar þjóð- arsál,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Að sama skapi finnst Árna óþarflega mikið gert úr hryðju- verkaógninni og gefur hann ekki mikið fyrir þær áherslur sem lögregluyfirvöld hafa í þeim efnum. Árni telur að taka þurfi á vímuefnavandanum af festu og stokka upp þær aðferðir sem notaðar eru í baráttunni nú. „Því miður hefur reynslan sýnt að milliliðirnir eru hankaðir en ekki upphafsmennirnir,“ segir Árni. Hann bendir á að háar fjárhæðir fari í fíkniefni, áfengi og reyk- ingar því fleiri hundruð sjúkrarúm séu bundin vegna þessa. Árni segir of mikla áherslu lagða á hryðjuverkaógn- ina sem sé langt í frá í takt við íslenskt samfélag þótt auð- vitað þurfi að fylgjast með því sem gerist í hinum stóra heimi. „Þróunin er of mikil í átt að lögregluríki, bæði hjá lögregluyfirvöldum og öðrum stofnunum sem sinna eft- irlitshlutverkum í sífellt meira mæli. Of mikið eftirlit er þrúgandi fyrir fólk og hefur áhrif á leikgleði og lífsstíl. Það þarf að treysta fólki meira og fara ekki offari eins og virð- ist vera krónísk veila í hugsun þeirra í eftirlitsgeiranum,“ segir Árni. Hann minnir á að ekki eigi alltaf það sama við um Ísland og önnur lönd þar sem hér búi aðeins þrjú hundruð þúsund manns. Eins segir hann að ef ekki verði slakað á eftirlitinu sé hætta á að fólk flýi land til þess að geta horfið í fjöldann í fjölmennum löndum. Árni telur það einnig ógna þjóðinni að við Íslending- ar séum fordekraðir og metum því ekki alltaf gildi og að- stæður sem við höfum hér sem skyldi. Vandi sé að halda sjó í góðæri þótt fólk í yngri kantinum þekki ekki annað og telji núverandi efnahagsástand sjálfsagt. hrs@dv.is Árni Johnsen telur of mikið gert úr hryðjuverkaógninni: FÍKNIEFNI HELSTA ÓGNIN Árni Johnsen Árni segir ofríki lögreglu geta valdið því að fólk flýi land til að geta horfið í fjöldann annars staðar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF TRYGGI FRIÐ Hvað er lögð mest áhersla á í sambandi við varnir landsins? „Ekkert bendir til þess að reyna muni á land- varnir í þeim skilningi, að verið sé að undirbúa árás á Ísland frekar en nokkurt annað land í okkar heims- hluta. Öryggisgæsla byggist á því að vernda borgarana gegn annars konar ógn og í því sambandi er nauðsynlegt að líta meðal annars til skipu- lagðrar glæpastarfsemi, hvort sem hún er innlend eða alþjóð- leg.“ Hversu vel erum við varin? „Landvarnir eru hernaðarlegs eðlis og um þær höfum við varnar- samning við Bandaríkin, öflugasta herveldi heims, og samkomulag við nágrannaþjóðir. Við ráðum ekki yfir eigin herafla og verðum því að treysta á aðra í því efni. Á hinn bóg- inn höfum við markvisst unnið að því að efla innlendar, borgaralegar stofnanir, sem sinna öryggisgæslu og á það bæði við um lögreglu og landhelgisgæslu.“ Hver er mikilvægasti hlekkur- inn í alþjóðlegu samstarfi? „Alþjóðlegt samstarf er mikil- vægt til að tryggja frið með góðu samkomulagi milli ríkja og við eig- um að leggja okkar af mörkum inn- an þeirra samtaka þar sem við erum og þar skiptir Atlantshafsbanda- lagið (NATO) enn mestu máli. Al- þjóðlegt samstarf lögreglu og land- helgisgæslu vex jafnt og þétt. Í því sambandi skiptir Schengen-sam- starfið miklu, einkum fyrir landa- mæravörslu.“ Hver er helsta ógnin? Hverju þarf helst að verjast? „Ísland er aðili að alþjóðasamn- ingum um flugvernd og siglinga- vernd og gripið hefur verið til örygg- isráðstafana í samræmi við hættumat á grundvelli þeirra og skuldbinding- ar. Mestu skiptir að greina hættu af skipulagðri glæpastarfsemi og al- þjóðlegum tengslum hennar.“ Hvar er mesta eftirlitið? „Mesta eftirlitið er á Keflavíkur- flugvelli. Landamæravörslu hér hefur aldrei verið hagað þannig að haldið sé úti stöðugri gæslu á hverju annesi, tækni til eftirlits með skipa- ferðum hefur stóreflst og endurnýj- un á skipa- og flugvélakosti Land- helgisgæslunnar eykur getu á þessu sviði.“ Getur flugvél lent á landinu án þess að nokkur viti af því? „Svo á ekki að vera – en hafi menn þann ásetning að fara á svig við eft- irlitskerfi eru dæmi um ótrúlegustu atvik, til dæmis í Moskvu og Wash- ington.“ Við hvaða hafnir er mesta eftirlitið og af hverju? „Við þær hafnir, þar sem ferðir til og frá landinu eru tíðastar.“ „Ég tel skipulagða glæpastarfsemi með eit- urlyfjum og peningaþvætti vera helstu ógnina í okkar samfélagi í dag,“ segir Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eins segir Jóhann að við Íslendingar þurfum að halda vöku okkar um öfgastefnur sem hlaðið hafa utan á sig í hinum vestræna heimi. Hætta af öfgahópum fer vaxandi „Öfgastefnum er að vaxa fiskur um hrygg og þar er aðallega um að ræða trúarofstæki sem tengist íslömskum öfgahópum en nátengdir því eru umhverfisöfgamenn sem eru einn hóp- urinn sem sífellt verður ofstækisfyllri,“ segir Jó- hann. Hryðjuverk sem svo eru ýktasta formið af öfgastefnum eru í allnokkurri fjarlægð frá Íslandi ennþá en að mati Jóhanns breytir það ekki því að öfgastefnur hafa fengið aukinn byr í nágrannalöndum okkar eins og Danmörku og Noregi. „Það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn og halda því fram að eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hér á landi því ef það er til staðar í nágrannalöndum okkar og fer vaxandi, verðum við að taka því alvarlega og undirbúa okkur í samræmi við það.“ Vill fleiri lögreglumenn og tollverði Jóhann segir íslenska öryggiskerfið hafa eflst á síðustu árum og telur hann að brotthvarf varnarliðsins hafi haft jákvæð áhrif í þeim efn- um. Vitund almennings og stjórnmálamanna um að hér þurfi að gera betur hafi vaxið til muna og það sjáist til dæmis á stærri sérsveit lögreglunnar og betri Landhelgisgæslu. Þá segir Jóhann lögreglumenn vera betur mennt- aða en áður auk þess sem fjarskipti og búnað- ur hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. Þrátt fyrir þær betrumbætur sem gerðar hafa verið telur Jóhann að enn þurfi að gera betur, eins og að fjölga lögreglumönnum og tollvörðum. „Ég hef ítrekað kallað opinberlega eftir því að íslenska lögreglan fái hliðstæðar heimild- ir og öryggislögregla hefur í nágrannalöndum okkar. Þannig væri hægt að rannsaka meinta brotamenn án þess að sýna fram á jafnsterkan grun um brot og nú er. Þetta tel ég okkar helsta veikleika,“ segir Jóhann. Jákvætt, fyrir utan góða þróun í löggæslumálum, segir Jóhann vera að stuðningur almennings og stjórnmála- manna hafi farið vaxandi. „Kraftur og áhugi Björns Bjarnasonar er mjög stór þáttur í þeirri uppbyggingu sem orðið hefur hér á landi.“ Lítil án alþjóðasamstarfs Jóhann telur það alþjóðasamstarf sem Ís- land er í vera ómetanlegt þar sem fámennt ríki eins og okkar megi sín lítils nema í öflugu samstarfi. Hver eining sem yfirvöld hér á landi starfa með styður aðra og eru allar til mik- ils gagns. Hvort sem um er að ræða alþjóðleg lögregluyfirvöld eða samstarf við flugvelli eins og Kastrup, Heathrow og Schiphol, því glæpir virði ekki landamæri heldur þefi uppi veikasta hlekkinn. Mesta eftirlitið þarf að vera í kringum Kefla- víkurflugvöll að mati Jóhanns enda er mesta umferðin þar um. Að komast óséður inn í ís- lenska lofthelgi telur Jóhann mjög erfitt þar sem sá varnarviðbúnaður sem notaður er hér er mjög öflugur. hrs@dv.is Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir skipulagða glæpa- starfsemi vera mestu ógn Íslands. EiturlYF, PEninGaÞvætti OG ÖFGahÓPar MEsta ÓGnin Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum jóhann segir að ísland mætti sín lítils ef það væri ekki í alþjóðlegu samstarfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.