Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 16
Föstudagur 27. júlí 200716 Helgarblað DV „Fyrir utan þessa efnahagslegu þætti er stór þáttur í þessari þróun breyt- ingar á fjölskylduhögum fólks. Fólks- fjölgun hefur einnig verið mikil á þessu tímabili og streymi af erlendu vinnuafli verið umtalsvert. Á und- anförnum tíu árum hefur skilnaðar- tíðni aukist sem leiðir til þess að hver og einn þarf fleiri fermetra en áður. Stærsta hlutann má þó skýra með fólksfjölgun og streymi af erlendu vinnuafli til landsins,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar- deildar Glitnis. Fasteignaverð hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum tíu árum. Þannig hefur verð á fermetra í 70 til 90 fermetra fjölbýli tvöfaldast frá ár- inu 1997, miðað við verðlag dagsins í dag, á meðan verð á fermetra í 210 til 230 fermetra einbýlishúsi hefur tæp- lega þrefaldast í verði. Aukinn kaupmáttur Ingólfur segir að hinn hluti skýr- ingarinnar sé aukinn kaupmáttur sem hefur aukist gríðarlega á und- anförnum árum. „Fólk hefur einnig mikið betra aðgengi að fjármagni en fyrir tíu árum. Hlutdeild bankanna í bættu aðgengi að lánsfé er mikil og hafa langtímavextir lækkað umtals- vert. Það leiðir til þess að fólk treystir sér betur til að fjármagna kaup með lánum.“ Eignarverð Íslendinga hefur hækkað á þessum tíu árum og segir Ingólfur að þar sé ekki einungis um að ræða hækkun á húsnæðisverði. „Eign í hlutabréfum hefur aukist og fólk hefur fjárfest með góðum ár- angri í slíkum bréfum. Það verður til þess að það eru fleiri sem eiga tölu- vert mikið fjármagn.“ Miklar fram- kvæmdir standa yfir við höfnina í Reykjavík þar sem stórt hótel og óp- eruhús munu meðal annars rísa. Einnig hefur stór fyrirtækjakjarni myndast í Borgartúni þar sem fjár- málafyrirtæki hafa verið að skjóta upp kollinum. Þessi kjarnamynd- un gerir það að verkum að ákveðin svæði í miðborginni verða eftirsókn- arverðari sem verður til þess að verð hækkar hlutfallslega meira á íbúðum í nágrenninu en í öðrum hverfum. Breytingar á efnahagslífinu Ingólfur segir að íslenskt efna- hagslíf hafi verið að markaðsvæðast og nýjar greinar hafi sprottið upp sem ekki hafi verið til staðar áður. Þessar greinar hafi gefið vel af sér til þjóð- félagsins. „Þessar greinar hafa byggst upp á höfuðborgarsvæðinu þar sem verðhækkanirnar hafa verið hvað mestar. Það sem mestu máli skiptir í þessari verðhækkun er þessar breyt- ingar sem orðið hafa á íslensku efna- hagslífi. Má þar nefna miklar fjárfest- ingar sem ráðist hefur verið í eins og stóriðjur sem hafa kallað á innflutn- ing á erlendu vinnuafli.“ Aðspurður hvort yfirvofandi framkvæmdalok á Kárahnjúkum muni hafa áhrif á þróun fasteigna- verðs segir Ingólfur að þau verði ekki mikil. „Þau munu hafa einhver áhrif. Þessi hópur er samt mjög stað- bundinn á Austurlandi og aðallega á Kárahnjúkum. Það er samt líklegt að þegar þessum framkvæmdum lýkur munu einhverjar leiðréttingar eiga sér stað á húsnæðisverði.“ Íbúðaverð mun hækka Ingólfur segist búast við því að húsnæðisverð á landinu öllu komi til með að hækka áfram. „Við mun- um halda áfram að sjá hækkanir á næstu mánuðum en svo er líklegt að það verði stöðnun á nafnvirði. Við gerum ekki ráð fyrir að það muni lækka neitt næsta árið hið minnsta. Verð gæti lækkað að einhverju leyti Húsnæðisverð mun Hækka áfram Fermetraverð á íbúð í fjölbýli hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum á meðan fermetraverð í einbýli hefur tæplega þrefaldast. Ingólf- ur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir að íbúðaverð muni halda áfram að hækka. Hann segir breytingum á fjölskylduhögum og aukinni fólksfjölgun vera um að kenna. Einn- ig spili breytingar á efnahagslegum þáttum stórt hlutverk. EInAr þór sIgurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Ingólfur Bender segir að verð muni líklega halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Hann segir að breytingar á fjölskylduhögum og aukinn kaupmáttur spili inn í þróun fasteignaverðs. 100 þús. 1997 1999 2001 2003 2005 2007 1997 1999 2001 2003 2005 2007 150 þús. 200 þús. 250 þús. FERMETRAVERÐ Í FJÖLBÝLI 70 TIL 90 FERMETRA ÍBÚÐIR - 1997-2007 FERMETRAVERÐ EINBÝLISHÚSA 210 TIL 270 FERMETRA EINBÝLISHÚS- 1997-2007 50 þús. 100 þús. 150 þús. 200 þús. 250 þús. Heimild: Fasteignamat ríkisinsHeimild: Fasteignamat ríkisins 100 þús. 1997 1999 2001 2003 2005 2007 1997 1999 2001 2003 2005 2007 150 þús. 200 þús. 250 þús. FERMETRAVERÐ Í FJÖLBÝLI 70 TIL 90 FERMETRA ÍBÚÐIR - 1997-2007 FERMETRAVERÐ EINBÝLISHÚSA 210 TIL 270 FERMETRA EINBÝLISHÚS- 1997-2007 50 þús. 100 þús. 150 þús. 200 þús. 250 þús. Heimild: Fasteignamat ríkisinsHeimild: Fasteignamat ríkisins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.