Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Síða 39
DV Helgarblað Föstudagur 27. júlí 2007 39 HVERNIG HEFUR ÞÚ NÝTT GÓÐA VEÐRIÐ? Bergþór Pálsson söngvari Missti 9 kíló „Ég var miklu meira úti en venjulega og hreyfði mig mun meira. Ég hjólaði allt sem ég fór og synti á hverjum degi. Áður en ég vissi af var ég búinn að missa 9 kíló. Ég er mjög ánægður með það. Þetta er búið að vera dásamlegt sumar. Í vor tók ég forskot á sæluna og skrapp til Spánar. Það er samt svo skrítið að gott veður á Íslandi er miklu betra en gott veður á Spáni. Ég veit ekki hvað það er, en það er bara þannig.“ Linda Ásgeirsdóttir leikkona Eltist ekki við sólina „Ég er búin að fara býsna mikið út á land í sumar. Ég fór með syni mínum í Töfragarð- inn á Stokkseyri og svo fór ég austur á firði. Ég var að skemmta á Húnavöku á Blönduósi eina helgi þar sem ég nýtti tímann með fjöl- skyldunni líka. Ég skellti mér líka í Nauthól- svíkina og sleikti sólina þar í sumar, þannig að ég er búin að gera margt í góða veðrinu. Ég reyni eins og ég get að draga fjölskylduna með mér þangað sem ég er að skemmta. Slá tvær flugur í einu höggi. Ég er samt ekkert að eltast við sólina, það er gott ef hún kemur en það er mér ekkert kappsmál.“ Sóley Tómasdóttir femínisti Þrumur og elding- ar í Hollandi „Ég skellti mér til Hollands í þrjár vikur og naut þess að vera í þrumum og eldingum þar. Ég er bara nýkomin heim aftur. Annars nýt ég þess að sitja í sólinni og góða veðr- inu á Austurvelli, þar sem ég er núna. Mér finnst best að vera þar. Ég hef ekki enn ferð- ast innanlands í sumar en um helgina er ég að fara í ferðalag um Suðurlandið. Það verð- ur frábært.“ Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona Frábær ferð um Vestfirði „Ég er búin að ferðast víða um land í sum- ar. Við fjölskyldan fórum bæði um Norður- land og Suðurland. Hápunktur sumarsins var samt ferðin sem við fórum um Vestfirði. Það var alveg frábær upplifun og við vorum æð- islega heppin með veður. Ég fór um Vestfirði þegar ég var barn þannig að þetta var alveg æðislegt. Við gistum í gömlu kennslustofunni í Breiðavík, þar sem við fengum frábærar mót- tökur. Gestgjafarnir voru allir af vilja gerðir til að gera dvölina sem eftirminnilegasta og þetta var æðislegt í alla staði. Við skoðuðum líka Látrabjarg og alla þá stórbrotnu náttúru sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Nú erum við komin heim í bili en ætlum að fara í laxveiði, fyrst hann er farinn að láta á sér kræla. Þetta er búið að vera æðislegt frí það sem af er.“ Veðurblíðan hefur leikið við þorra Íslendinga það sem af er sumri. Margir eiga sumarfrí og njóta þess að ferðast um landið, fara til út- landa eða slaka á í bakgarðinum heima. Fólk er eins misjafnt og það er margt. Aðrir hafa þurft að vinna til að þjóðfélagið gangi eðli- lega fyrir sig. Við ræddum við sjö valinkunna Íslendinga og spurðum þá hvernig þeir hafa notað góða veðrið í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.