Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 5
3 Víkingur H. Arnórsson prófessor HLUTVERK BARNALÆKNAI HINNIALMENNU HEILBRIGÐISÞJÖNUSTU Við þetta tækifæri getur verið gagnlegt að hugleiða hvert sé æskilegt hlutverk barnalækna í heilbrigðisþjónustunni utan sjúkrahúsa, bæði út frá viðhorfi viðkom- andi sérfræðinga og lækna almennt og ekki síður frá sjónarhóli borgaranna, sem þjón- ustunnar eiga að njóta. Hlutverk barna- sjúkrahúsa innan heilbrigðiskerfisins og tengsl þeirra út á við verða mikið til látin liggja á milli hluta að þessu sinni. Raktir verða örfáir þræðir úr sögu barnalækn- inga, vikið stuttlega að menntun barna- lækna og nauðsyninni á að hún sé nýtt sem best og minnst verður á stöðu barnalækna í öðrum löndum. Þá sveigist mál mitt að aðstæðum hér á landi, ég staldra við og litast um á líðandi stund og leitast við að rýna inn í framtíðina. í elstu skráðu heimildum um læknis- fræðileg efni kemur strax fram skilningur á sérstöðu barna í heilsufarslegu tilliti og að þau séu ekki bara „litlar, fullorðnar manneskjur“ eins og sumir hafa viljað orða það, jafnvel nú á tímum. Hippocrates (460 —370 f.kr.) víkur oftlega að því hvernig sjúkdómar haga sér með öðru móti hjá börnum en fullorðnum og ein ritgerð hans fjallar eingöngu um tanntökuskeiðið. Arf- taka hans Aristoteles verður sérstaklega tíðrætt um æxlunina, fæðinguna, vanskap- anir barna og ungbarnaskeiðið. Celsus, sem lifði um það leyti er tímatal okkar hefst hélt því fram að börn þörfnuðust allt ann- arrar meðferðar en fullorðnir og hann lýsti mörgum sjúkdómum sem algengir voru á æskuskeiðinu, þ. á m. barnaveiki. Plinius hinn eldri, sem uppi var skömmu síðar, lagði sig fram um athuganir á vexti barna og sú niðurstaða hans að lengd 3 ára barns svaraði nokkurn veginn til helmings endanlegrar líkamshæðar heldur enn gildi sínu. Soranus var glöggskyggn á gagnverk- andi áhrif heilsufarsástands móður og barns. Þá má ekki gleyma hinum fræga Galenusi sem uppi var á 2. öld. Hann hafði hugboð um að eldi barna og kvillasemi stjórnaðist að einhverju leyti af fæðuvalinu. Rhazes sá arabiski (850—932) reit langa ritgerð eingöngu um barnasjúkdóma. Og í ritum Avicenna (980—1037) eru langir kaflar þar sem á skipulegan hátt er fjallað um uppeldi barna og sjúkdóma þeirra á ýmsum aldri. Þannig mætti lengi halda á- fram. En ljóst er, af þessari upptalningu, að rætur barnalæknisfræðinnar má rekja langt aftur í aldir. En svo við hlaupum yfir nokkur árhundruð, þegar þekkingar- leit og rannsóknarstarfsemi var hneppt í ýmiss konar trúarviðjar skulum við næst staðnæmast örstutt við 18. öldina. Árið 1765 kom út bók um barnasjúkdóma eftir Rosen von Rosenstein, prófessor í Uppsölum. Er efni hennar sett fram með vísindalegri við- horfum en áður hafði tíðkast. Fáum árum síðar eða 1784 kom út önnur bók um á- þekkt efni eftir Michael Underwood. Þessir tveir menn eru taldir hafa lagt grundvöll- inn að nútíma barnalæknisfræði. Orðið barnalækningar má heita bein þýðing á gríska orðinu pediatria. Barna- lækningar eru ekki alls kostar heppilegt heiti á faginu né heldur barnalæknir yfir þann sem starfið iðkar. Eftir eðli starfsins væri nær sanni að kalla barnalækninn „sér- fræðing um börn“. Á ráðstefnu í Stokkhólmi árið 1956, sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin stóð að ásamt Alþjóðasambandi barnalækna, var sérgreinin pediatria skilgreind á þann hátt, að hún væri „almenn lyflæknisfræði, með sérstöku tilliti til barna“. Á Evrópuráð- stefnu í Hollandi árið 1965 um menntun lækna, sem einnig var haldin á vegum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, var leitast við að skilgreina læknisfræðileg hug- tök og sérgreinar. Ályktað var að barna-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.