Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 6
4
lækningar væru fólgnar í þremur aðal-
starfsþáttum:
1. Greining og meðferð veikra barna á
sjúkrahúsi.
2. Greining og meðferð veikra barna á
heimilum sínum eða á stofu læknis.
3. Fyrirbyggjandi aðgerðir og félagsleg
umönnun heilbrigðra barna.
Menntun barnalæknis miðar ekki ein-
vörðungu að því að gera hann færan um að
lækna börn. Hlutverk hans er ekki síður að
koma í veg fyrir sjúkdóma, slys og afleið-
ingar þeirra. Fylgjast með vexti og þroska
barnsins frá fæðingu til fullorðinsára, leið-
rétta það sem úrskeiðis fer í umhirðu og
uppeldi og bægja frá óhöppum eftir því sem
mögulegt er. Raunar hefst þáttur barna-
læknisins í umönnun barnsins áður en það
fæðist í samvinnu við þá sem hafa eftirlit
með verðandi móður. Hann er hafður með
í ákvörðunartökum, t.d. um frekara fram-
hald meðgöngu eða framköllun fæðingar
við afbrigðilegar kringumstæður með hag
barnsins í huga. Lífeðlis- og lífefnafræðileg
viðbrögð barnsins eru önnur en hjá full-
orðnum og barnalæknir verður að kunna
skil þar á. Ýmiss konar ráðgjöf verður oft
að veita í sambandi við arfgenga og lang-
vinna sjúkdóma, sinna fötluðum börnum og
þroskaheftum og vera til hjálpar við lausn
hvers konar annarra vandamála, hvort sem
þau eru af líkamlegum, geðrænum eða
félagslegum toga spunnin. Um allt þetta
snýst nám barnalæknisins og starfsþjálfun.
Út frá hreint faglegu sjónarmiði verður að
líta svo á, að börnum og unglingum, allt
til fullorðinsára sé best séð fyrir læknis-
fræðilegri þjónustu undir hans forræði og
umsjá, en að sjálfsögðu með aðstoð annarra
aðila í heilbrigðisþjónustunni eftir því sem
við á hverju sinni.
Hér á landi hefur heilbrigðisþjónustan
utan sjúkrahúsa byggst á heimilislækna-
kerfinu. Samhliða hafa svo sérfræðingar
í ýmsum greinum veitt þjónustu á stofum
sínum, en í mismunandi mæli, þar eð flest-
ir þeirra hafa jafnframt gegnt fastri vinnu
á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, ann-
aðhvort að hluta til eða í fullu starfi. Ekki
hefur verið ætlast til þess að fólk leitaði
til sérfræðinga nema að tilvísan heimilis-
lækna, en sérfræðingar þó getað vísað hver
til annars. Þar til nú alveg nýlega hefur
þetta ákvæði verið eindregið enda þótt
mikill hörgull hafi verið á heimilislæknum
um margra ára skeið og fleiri þúsund
manns verið heimilislæknislausir hér á
Reykjavíkursvæðinu. Alla tíð hefur að ein-
hverju marki verið fram hjá ákvæði þessu
gengið, líka áður en heimilislæknaskortur-
inn kom til sögunnar. Fólk hefur þá annað
hvort orðið að greiða sérfræðingnum að
fullu eða hann hefur fengið tilvisun eftir á
frá heimilislækni. Gert hefur verið ráð
fyrir að sérfræðingur skilaði heimilislækni
skýrslu að rannsókn lokinni, en oft mun
hafa verið misbrestur á, að það væri gert.
Yfirleitt hefur ekki verið ætlast til að sér-
fræðingar hefðu með höndum samfellda
meðferð sjúklinga eða eftirlit.
Áður fyrr tíðkaðist að sérfræðingar
sinntu heimilislæknisstörfum jafnframt
sérfræðiþjónustu. Árið 1962 varð breyting
hér á og stefnt að því að aðskilja þessa
starfsþætti í heilbrigðisþjónustunni. Með
því að hækka taxta sérfræðinga átti að
gera þeim fjárhagslega kleift að sinna
einungis sérgrein sinni.
Svo við víkjum sérstaklega að barna-
læknum skal þess getið að fyrsti sérfræð-
ingurinn hér á landi hlaut viðurkenningu
árið 1927, hinn næsti 10 árum síðar og sa
þriðji árið 1940. Á 5. áratugnum bættist
við einn barnalæknir, sem starfaði þó hér
aðeins skamma hríð og fluttist úr landi. Á
6. áratugnum bættust við 8 barnalæknar, 9
á árabilinu 1961-—-1970 og 5 hafa hlotið
sérfræðiviðurkenningu það sem af er þess-
um áratug.
1970—1971 fengu tveir læknar viður-
kenningu í barnageðlækningum og árið
1968 hlaut skurðlæknir sérfræðiviðurkenn-
ingu í barnaskurðlækningum sem hliðar-
grein.
í almennum barnalækningum hafa því
alls verið gefin út 26 sérfræðileyfi hér á
landi.
Sem stendur starfa 18 barnalæknar að
sérgrein sinni, þar af 2 á Akureyri. Hinir
hafa sína aðalbækistöð í Reykjavík, vinna
á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum, annað
hvort hluta úr degi eða í fullu starfi og
flestir veita jafnframt sérfræðilega þjón-