Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 8
6 heimilislæknakerfið. Því hefur nú á síðari árum víða vaknað áhugi fyrir því að búa heimilislækninum nýjan sess í heilbrigðis- þjónustunni með aukinni virðingu og mik- ilvægi. Til að skapa starfinu vegsauka hafa heimilislækningar sums staðar verið gerðar að sérgrein og stofnað til kennslu í þeim við háskóla. Þróunin hér á landi hefur ver- ið sú sama og annars staðar. Hörgull hefur verið á heimilislæknum til f jölda ára, hvort heldur í þéttbýli eða dreifbýli enda þótt fjöldi þeirra, sem ljúka læknanámi, hafi farið sívaxandi. Obbi þeirra hefur lagt fyr- ir sig önnur störf en heimilislækningar, þeir hafa orðið sérfræðingar á ýmsum svið- um, annaðhvort hér heima eða utanlands. Um þetta vandamál hefur mikið verið fjall- að bæði í ræðu og riti og eins og erlendis hefur verið hreyfing hér fyrir því að end- urvekja eða byggja upp heimilislæknastarf- ið í nýrri mynd. Einkum hafa yngri læknar haft þar forgöngu. Þeir hafa þá skoðun að hópsamvinna lækna, fleiri eða færri eftir aðstæðum, væri heppilgasta lausnin á heil- brigðisþjónustunni utan sjúkrahúsa. Þeir skuli vinna saman í sérstökum, vel útbún- um lækningastöðvum og á þéttbýlli svæð- um, eins og í Reykjavík, skuli þær stað- settar eftir hverfum. íbúar hinna einstöku hverfa eiga að halda sig að læknum við- komandi heilsugæslustöðva, en hverfa- skiptinsin í þessu tilliti þó ekki ríebundin. f umræðum um þetta skipulag hefur komið fram sú hugmynd, að læknar hverrar stöðvar hefðu með sér nokkra verkaskipt- ingu, sérhæfðu sig að einhverju leyti til að geta veitt sem fulikomnasta þjónustu. Bent hefur verið á, að með þessu móti geti lækn- ar skipulagt störf sín mun betur en þegar hver starfar í sínu horni, fólk eigi greiðan aðgang að lækni allan dasinn. Sú skoðun hefur komið fram og mjög afdráttarlaus hiá sumum, að auk þeirra starfa, sem heim- i'lislæknirinn hefur hingað til annast, eigi hann einnig að sjá um hvers konar heilsu- verndarstörf, svo sem ungbarnavernd, mæðravernd og ónæmisaðgerðir. Hlutverk hans sé að fylgja skjólstæðingnum eftir frá vöggu til grafar og veita alhliða þjónustu „total care“. Formælendur þessarar nýskip- unar telia að slíkt fvrirkomulag sé líkleg- ast til að tryggja fólki góða og samfellda læknisþjónustu, mynda gagnkvæm trún- aðartengsl sjúklings og heimilislæknis og skapa lækninum starfsfullnægingu. Með lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 er stefnt að því fyrirkomulagi, sem hér hefur verið rætt um, þ.e. stofnun heilsugæslustöðva og hópstarfi lækna, þar sem því er hægt að koma við. í 1. gr. þess- ara laga segir svo: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félags- legri heilbrigði.“ Og ennfremur: „Heil- brigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsu- gæslu, heilbrigðiseftirlits, lækningarann- sókna, lækninga í sjúkrahúsum og endur- hæfingastarfs.“ í 19. gr. sömu laga er talið upp hvaða þjónusta skuli vera til reiðu á heilsugæslustöð. Fyrir utan almenna lækn- isþjónustu, vaktþjónustu og vitjanir til sjúklinga skal þeim einnig standa til boða sérfræðileg læknisþjónusta sem og ung- barna- og smábarnavernd og heilsugæsla í skólum. Ég er fylgjandi stofnun heilsugæslu- stöðva og hópstarfi lækna. Ég skil mæta vel og styð þá viðleitni að hefja veg og virðingu heimilislæknisstarfsins og af reynslu minni sem heimilislæknir um all- mörg ár veit ég að leggjandi er mikið upp úr nánu sambandi sjúklings og læknis, en ég held að breyttir tímar og þjóðfélagsað- stæður komi í veg fyrir að hægt sé að end- urvekja hinn „gamla og góða heimilis- lækni“ sem goðsögnin hermir að hafi vitað svo að segja um hvert fótmál og andvarp skjólstæðinga sinna. Lögin mæla svo fyrir um, að borgarinn skuli eiga völ á þeirri bestu læknisþjónustu sem völ sé á hverju sinni. Samkvæmt því ætti barnalæknir að vera ráðinn að hverri heilsugæslustöð, ann- aðhvort sem einn af læknum stöðvarinnar eða í hlutastarfi því frá hreint faglegu sjón- armiði ætti enginn að vera færari um að annast lækningar barna, heilsuvernd og ráðgjöf til foreldra. Miðað við núverandi fjölda barnalækna getur ekki verið nema um hlutastarf að ræða, en keppa ætti að því að barnalæknir verði ráðinn í fullt starf að hverri heilsugæslustöð. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að heilsu- vernd barna fari fram á heilsugæslustöðv- unum, en æskilegt er að því sé áfram mið- stýrt eins og reyndin er í dag. Nú þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.