Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 11
9
Mynd 3
hjálpleg í þessu skyni. Lengdarvöxtur
beina fer fram með skiptingu og fjölgun
brjóskfruma og er það kallað chondro-
plasia. Síðan fylgir innvöxtur æða og
osteoidvefur myndar beinkjarna, osteo-
genesis. Röntgenmyndir af beinagrind gefa
upplýsingar um beinþroskann hverju sinni.
í raun og veru má nota hvaða hluta beina-
grindarinnar sem er í þessu augnamiði, en
beztar uplýsingar fást með lágmarks geisl-
un, ef tekin er röntgenmynd af hönd og
úlnlið. Með samanburði við „standard“
röntgenmyndir (Greulich-Pyle, Tanner
Whitehouse) er síðan reiknaður út bein-
aldur barnsins. Veruleg frávik á beinaldri
gefa ástæðu til frekari rannsókna.
Hormónar hafa áhrif á beinþroskann og
veruleg seinkun á beinaldri sést t.d. við
skort á skjaldkirtilshormón og vaxtarhorm-
ón. Androgen örva og flýta beinaldri t.d.
adrenogenital syndrome. Einnig er hægt
með beinaldursákvörðun að spá um endan-
lega hæð barnsins. Þeir spádómar eru þó
Mynd 4
öðru ári geta því verið eðlileg. Nægir að
nefna fyrirbura eða dysmatur nýbura, sem
vaxa gjarnan mjög hratt í upphafi, en
beygja síðan inn á sína eðlilegu braut.
Einnig kemur fyrir, að smávaxnir einstak-
lingar eru meðalstórir eða vel það við
fæðingu og „hrapa út af“ vaxtarkúrvunni
á fyrsta eða öðru ári. Slík frávik á fyrstu
2 árunum geta með öðrum orðum verið
eðlileg, en ætíð skal þó kanna, að ekki sé
um sjúklegar orsakir að ræða.
BEINÞROSKI
Ef litið er á tvo heilbrigða 13 ára drengi,
getur annar þeirra verið búlduleitur, stutt-
ur og feitur, en hinn ef til vill langur,
renglulegur með hýjung á efri vör. Þessi
mikli mismunur á ytra útliti og þroskaein-
kennum hefur valdið því, að menn hafa
reynt að finna mælistiku á biologiskan
þroska, sem ekki er jafnmiklum breyting-
um háð milli einstaklinga. Þroskaákvörðun
á beinagrind eða beinaldri hefur reynst