Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 15
13 recti er venjulega tóm. Þetta verður ekki lagað nema með skurðaðgerð. Áverkar eða gallar á mænu ofan við 2., 3. og 4. sacral segment mænunnar leiða til þess að stjórn á ristilhreyfingunum lamast, svo að hægða- tregða hlýst af, t.d. við spina bifida. Ýmsir aðrir sjúkdómar, bæði í taugakerfi, vöðv- um og öðrum líffærum geta leitt til sömu vandræða. Hægðatregða getur komið fyrir á öllum aldursskeiðum. Ef einkenni um þetta hafa verið til staðar allt frá frum- bernsku getur verið um að ræða meðfædda galla, t.d. hypothyroidismus, Hirschsprungs sjúkdóm og fleiri sjúkdóma. Einnig er þetta oft algengt hjá vangefnum. Það er mjög mismunandi hve hægðir koma oft hjá börnum og fer það mikið eftir fæð- unni. Hjá ungbörnum sem eru á brjósti koma hægðir kannski í hverja bleiu eða e.t.v. ekki nema einu sinni í viku án þess að sjúklegt geti talist. Ungbörn sem fá kúa- mjólk, hafa hinsvegar oftast hægðir dag- lega. Hjá eldri börnum er þetta einnig mjög mismunandi, flest hafa hægðir dag- lega, sum tvisvar á dag, önnur annan hvern dag eða jafnvel sjaldnar án þess að hafa nokkur einkenni eða óþægindi. Hægða- tregða er mun algengari hjá drengjum en stúlkum og telja sumir höfundar að þetta sé allt að því fjórfalt algengara hjá drengj- um. Þessu fylgir oft encopresis og enuresis. Hægðatregða hjá börnum eldri en 3 ára eða stálpuðum börnum er mjög algeng og er oft ekki að finna neina líkamlega ágaila eða sjúkdóma sem orsök. Hinsvegar er mataræði þeirra oft mjög áfátt og er það máske algengasta orsökin ásamt ýmsum ytri aðstæðum. Þau hafa oft ekki verið vanin á reglusemi í uppvextinum, ekki verið vanin á að sitja á kopp og hægja sér daglega, en látin sjálf- ráð og hafa síðan haldið áfram að óhreinka sig er þau uxu úr grasi. Þessi börn hafa mjög tregar hægðir, oft líða margir dagar í milli jafnvel vika eða lengri tími. Hægð- irnar eru fyrirferðarmiklar, kögglóttar, harðar, safnast fyrir neðst í ristli og enda- þarmi. Ristillinn er teygjanlegt líffæri, hann lengist og víkkar út og slappast, verð- ur tonuslítill og af þessum sökum glatast eðlileg hægðaþörf. Oft rennur hægðaleðja fram hjá þessari fyrirferð í ristli og enda- þarmi og veit barnið ekki af þessu, þetta lekur í fötin eða kemur þegar barnið leysir vind. Það hefur encopresis sem kallað er. Þetta er stundum ranglega greint sem nið- urgangur og meðhöndlað eftir því. Enco- presis er nær alltaf einkenni um langvar- andi hægðatregðu. Það er oft talið að barnið geri í buxurnar af sálrænum orsök- um, en ástæðurnar eru venjulega aðrar. Að vísu eiga þessi börn oft við sálræn vanda- mál að stríða, en þau eru fremur afleiðing en orsök. Þessi börn verða oft fyrir aðkasti og stríðni félaganna í skóla og utan hans. Það er lykt af þeim og þau eru kannski með klíning í buxum. Þessu taka félagarnir fljótt eftir og stríða þeim, vilja ekki sitja hjá þeim o.s.frv. Þetta hefur oft þau áhrif að börnin einangrast, neita að fara í sund eða leikfimi af ótta við að vera óhrein og vera strítt, jafnvel skrópa í skólanum. Á hinn bóginn verða þau stundum þver- móðskufull og erfið í umgengni, bæði heima og heiman. Þessi börn eru oft mjög vansæl og lystarlaus, fá oft magaverki sem geta komið í köstum. Stundum eru þau grunuð um botnlangabólgu eða aðra sjúk- dóma í kviðarholi og þau eru ófá sem eru innlögð á spítala af þeim sökum. Þau eru með velgju, stundum uppköst eða upp- þembu og jafnvel einkenni um þarmalöm- un. Á heimilum þeirra er oft næsta lítill skilningur á þessu vandamáli og börnunum er jafnvel harðlega refsað þegar þau ó- hreinka sig. Þetta vandamál setur ekki að- eins mark sitt á barnið, heldur líka á for- eldrana og getur stórlega skaðað samband barns og foreldra og þá einkum móðurinn- ar. Það kemur venjulega í hennar hlut að þrífa barnið og þvo fötin og þá brestur stundum þolinmæðin þegar ekkert lát verður á óhreinkun hjá stálpuðu barni, stundum er þá gripið til refsinga sem gera ástandið aðeins verra. Oft fá þessi börn sprungur í endaþarmsop vegna hinna fyr- irferðamiklu hægða. Þessar sprungur rifna upp þegar barnið hefur hægðir, það blæðir jafnvel úr þeim og þau finna mikið til. Þessvegna vilja þau ekki hafa hægðir því það er svo sárt og fresta því eins lengi og þau geta og ástandið versnar. Þau komast inn í vítahring sem þarf að rjúfa. Þau þarfnast hjálpar og ekki aðeins börnin heldur líka aðstandendur. Meðferðin tekur til allrar fjölskyldunnar. Það þarf að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.