Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 26
24 ,g mtroger per litre Cow's milk i non-prote<n r.itroger £”] serumalbumin li ímmunoglobui'ns lactofemn | lysozyme E oí-lactaibumm 11 ji-lactogiobulm, 52 castm Humarwed Human breast milk milk substitule kúamjólkurprotein eru notuð í framleiðsl- una verður þetta alltaf kúamjólk. Að vísu er reynt að minnka kaseinin og auka mysu- hlutann, en hinir ýmsu framleiðendur leggja ekki allir jafn hart að sér. A mynd 1 má sjá hvílíkur reginmunur er á proteinum kúamjólkur og brjósta- mjólkur og hvernig gengur að líkja eftir brjóstamjólk þegar best lætur. Mest er á- berandi hið mikla kasein-magn í kúamjólk sem er aftur á móti lítill hluti brjósta- mjólkur-proteina. Kúamjólkin inniheldur líka verulegt magn betalactoglobulins, sem náttúran hefur ekki ætlast til að ungbörn þyrftu og sem erfitt er að minnka í þurr- mjólkurframleiðslu. Á þessi proteinhluti vafalaust mikinn þátt í að mynda ofnæmi gegn kúamjólk. í brjóstamjólkinni er tals- vert magn lactoferrins og lysozyma, sem hvort tveggja gegnir miklu hlutverki í vörnum gegn sýkingu í meltingarvegi, en hvorugt þessara proteina er að finna í kúa- mjólk svo mælanlegt sé. Að lokum má geta þess, að þegar barn er alið á proteinum af svo háum gæðaflokki sem er í brjósta- mjólkinni, getur barnið notfært sér „non protein nitrogen", sem það á erfiðara með, ef nært er á annan hátt. Við framleiðslu þurrmjólkur er yfirleitt notuð undanrenna. Kúamjólk er ekki eins feit og brjóstamjólk. í kúamjólk er yfir 60% fitusýranna mettaðar og aðeins 35% ómettaðar, meðan hlutföllin eru næstum öfug í brjóstamjólk, sem inniheldur tæp- lega 55% ómettaðrar fitusýru. Til að bæta upp fituþörfina og ekki hvað síst til að auka magn ómettaðra fitusýra á hagkvæm- an hátt, nota margir þurrmjólkurframleið- endur jurtafitu. Sýnt hefur verið fram á a.m.k. tvær nauðsynlegar (essential) fitu- sýrur fyrir smábörn, þ.e.a.s. linolsýru (linoleic) og arachidonsýru (arachidonic). Báðar þessar sýrur eru í ríkulegu magni í brjóstamjólk. Barn sem ekki fær linolsýru hættir að þrífast og fær m.a. húðbreyting- ar. Arachidon-sýra er álitin nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska heilans. Um kolvetnin má segja, að flestir reyna að bæta lactosu í sína þurrmjólk og er það vel, en til eru þeir framleiðendur, sem bæta í sucrosu, glucosu, fructosu eða jafnvel dextrimaltosu til að auka sykurhlutann. Tafla 1 sýnir áætlaða þörf ungbarna fyrir helstu næringarefnum og reynt er að bera þetta saman við innihald í brjósta- mjólk og kúamjólk. f síðasta dálki eru dregnar saman þær tölur sem hægt var með góðu móti að fá um innihaldið í nokkr- um tegundum þurrmjólkur sem hér eru seldar. Þurrmjólkurtegundirnar eru mjög mismunandi að gerð, ekki aðeins m.t.t. proteina, fitusýru og kolvetna, en einnig vítamína, salta og t.d. kalkfosfór-hlutfalls. Skiptir miklu máli að rétt sé blandað og nægilegt magn vatns notað, en reynslan hefur sýnt, að fólk er gjarnt á að misskilja leiðbeiningar um þetta atriði og erlendis hafa orðið dauðsföll vegna þessa. Ekki er það heldur til að státa af, að með einni al- gengustu þurrmjólkurtegundinni hér á markaðnum fylgja eingöngu leiðbeiningar á ensku og notaðar eru mælieiningarnar pund og únzur. Sá dagur er nú þegar runn- inn upp að inn á spítala hér í borg kom barn, sem var vannært vegna þess að for- eldrar blönduðu alltof miklu vatni í duftið. Þau voru heppin. Ef þau hefðu misskilið leiðbeiningarnar á hinn veginn, notað of lítið vatn, er ekki víst hvernig farið hefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.