Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 26
24
,g mtroger
per litre
Cow's
milk
i non-prote<n r.itroger
£”] serumalbumin
li ímmunoglobui'ns
lactofemn
| lysozyme
E oí-lactaibumm
11 ji-lactogiobulm,
52 castm
Humarwed Human
breast milk milk
substitule
kúamjólkurprotein eru notuð í framleiðsl-
una verður þetta alltaf kúamjólk. Að vísu
er reynt að minnka kaseinin og auka mysu-
hlutann, en hinir ýmsu framleiðendur
leggja ekki allir jafn hart að sér.
A mynd 1 má sjá hvílíkur reginmunur
er á proteinum kúamjólkur og brjósta-
mjólkur og hvernig gengur að líkja eftir
brjóstamjólk þegar best lætur. Mest er á-
berandi hið mikla kasein-magn í kúamjólk
sem er aftur á móti lítill hluti brjósta-
mjólkur-proteina. Kúamjólkin inniheldur
líka verulegt magn betalactoglobulins, sem
náttúran hefur ekki ætlast til að ungbörn
þyrftu og sem erfitt er að minnka í þurr-
mjólkurframleiðslu. Á þessi proteinhluti
vafalaust mikinn þátt í að mynda ofnæmi
gegn kúamjólk. í brjóstamjólkinni er tals-
vert magn lactoferrins og lysozyma, sem
hvort tveggja gegnir miklu hlutverki í
vörnum gegn sýkingu í meltingarvegi, en
hvorugt þessara proteina er að finna í kúa-
mjólk svo mælanlegt sé. Að lokum má geta
þess, að þegar barn er alið á proteinum af
svo háum gæðaflokki sem er í brjósta-
mjólkinni, getur barnið notfært sér „non
protein nitrogen", sem það á erfiðara með,
ef nært er á annan hátt.
Við framleiðslu þurrmjólkur er yfirleitt
notuð undanrenna. Kúamjólk er ekki eins
feit og brjóstamjólk. í kúamjólk er yfir
60% fitusýranna mettaðar og aðeins 35%
ómettaðar, meðan hlutföllin eru næstum
öfug í brjóstamjólk, sem inniheldur tæp-
lega 55% ómettaðrar fitusýru. Til að bæta
upp fituþörfina og ekki hvað síst til að
auka magn ómettaðra fitusýra á hagkvæm-
an hátt, nota margir þurrmjólkurframleið-
endur jurtafitu. Sýnt hefur verið fram á
a.m.k. tvær nauðsynlegar (essential) fitu-
sýrur fyrir smábörn, þ.e.a.s. linolsýru
(linoleic) og arachidonsýru (arachidonic).
Báðar þessar sýrur eru í ríkulegu magni í
brjóstamjólk. Barn sem ekki fær linolsýru
hættir að þrífast og fær m.a. húðbreyting-
ar. Arachidon-sýra er álitin nauðsynleg
fyrir eðlilegan þroska heilans.
Um kolvetnin má segja, að flestir reyna
að bæta lactosu í sína þurrmjólk og er það
vel, en til eru þeir framleiðendur, sem bæta
í sucrosu, glucosu, fructosu eða jafnvel
dextrimaltosu til að auka sykurhlutann.
Tafla 1 sýnir áætlaða þörf ungbarna
fyrir helstu næringarefnum og reynt er að
bera þetta saman við innihald í brjósta-
mjólk og kúamjólk. f síðasta dálki eru
dregnar saman þær tölur sem hægt var
með góðu móti að fá um innihaldið í nokkr-
um tegundum þurrmjólkur sem hér eru
seldar. Þurrmjólkurtegundirnar eru mjög
mismunandi að gerð, ekki aðeins m.t.t.
proteina, fitusýru og kolvetna, en einnig
vítamína, salta og t.d. kalkfosfór-hlutfalls.
Skiptir miklu máli að rétt sé blandað og
nægilegt magn vatns notað, en reynslan
hefur sýnt, að fólk er gjarnt á að misskilja
leiðbeiningar um þetta atriði og erlendis
hafa orðið dauðsföll vegna þessa. Ekki er
það heldur til að státa af, að með einni al-
gengustu þurrmjólkurtegundinni hér á
markaðnum fylgja eingöngu leiðbeiningar
á ensku og notaðar eru mælieiningarnar
pund og únzur. Sá dagur er nú þegar runn-
inn upp að inn á spítala hér í borg kom
barn, sem var vannært vegna þess að for-
eldrar blönduðu alltof miklu vatni í duftið.
Þau voru heppin. Ef þau hefðu misskilið
leiðbeiningarnar á hinn veginn, notað of
lítið vatn, er ekki víst hvernig farið hefði.