Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 32
30 hliðarverkunum, sem fylgja í kjölfar ó- næmisaðgerða, en að sjúkdómunum, sem þeim er beint gegn. Þetta á að minnsta kosti við um hefð- bundnar ónæmisaðgerðir. Meiri áhugi er fyrir þeim nýrri eins og t.d. mislingabólu- setningum — flestir hafa séð og muna mislinga og vilja um fram allt vernda börn sín og sjálfa sig fyrir þeim óþægindum, sem mislingum fylgja — Sumar ónæmisað- gerðir hafa fengið á sig beinlínis illt orð. Efst á blaði má þar nefna kúabólusetningu, sem nú er búið að afnema sem skyldubólu- setningu. En ónæmisaðgerðir gegn kíghósta hafa heldur ekki farið varhluta af gagnrýni, sér- lega vegna hættu á krömpum og „infantil spösmum", sem þeim hafa verið tengdar og að líkindum með réttu þótt ekki sé það endanlega sannað. En þar eð mótefni frá móður gegn kíghósta berast ekki að gagni til fósturs, eru börn óvarin gegn kíghósta alveg frá fæðingu. Og þar sem ónæmisað- gerðir gegn kíghósta hafa verið lagðar niður, virðast miðtaugakerfistruflanir af völdum kíghósta á fyrstu vikum eða mán- uðum ævinnar síst minni eða fátíðari en af völdum ónæmisaðgerða. Bil beggja virðist að sleppa ónæmisaðgerðum gegn kígkósta við minnsta grun um veikleika í miðtauga- kerfi og nota hyperimmunglobulin, þótt dýrt sé, ef verja verður barn, sem þolir ekki hefðbundnar ónæmisaðgerðir. Sumir halda því þó fram, að börnum með skaða í miðtaugakerfi sé ekki hættar en öðrum við „infantil spösmum" af völdum ónæmisaðgerða gegn kíghósta og ekki sé hægt að vita fyrirfram, hver fer illa. Slys af völdum mænusóttarbólusetninga hafa ekki orðið hér, enda ekki notað bólu- efni úr veikluðum heldur einungis deydd- um veirum. Það er nokkuð virkt sem mót- efnavaki en tiltölulega hættulaust í notkun. Lamanir hafa hins vegar orðið allvíða af völdum bólusetninga með lifandi veirum, sérlega þar sem mótefnamyndun af völdum villtrar veiru í þjóðfélaginu er lítil. Og þannig háttar einmitt til á íslandi. Hvað sem því líður, er veirufræðin ung sérgrein, sem er að fikra sig áfram. Hana dreymir um að einangra mótefnavaka og framleiða bóluefni, sem standa beztu bakt- eríubólefnum á sporði að hreinleika og öryggi. Menn eygja tæknina, en sjá jafn- framt að framleiðslukostnaður mundi geypilegur nema takizt að einfalda hana. Þar til úr rætist verða menn þvi að sætta sig við að nota veiklaðar veirur sem mót- efnavaka, en þá er sú hætta ávallt yfirvof- andi, að veikluð veira geti náð, sér aftur á strik og/eða aðrar óæskilegar veirur geti óvart flotið með í framleiðslunni á bólu- efni eins og t.d. hæggengar veirur, sem valda ekki skaða strax heldur löngu seinna. Tæknin leyfir enn ekki, að veirur séu ræktaðar öðru visi en í lifandi vef og veiru- gróður því alltaf meira og minna bland- aður. Hérlendis er bólusett gegn mislingum um tveggja ára aldur með lifandi en veikl- uðum veirum. Nú orðið eru menn ekki eins hræddir og áður við að breyta mislingum úr barnasjúkdóm i unglinga- eða fullorð- inssjúkdóm með ónæmisaðgerðum, þar eð mótefni sem góð mislingabóluefni mynda virðast endast furðuvel. Full þekking á endingu mótefna er þó enn ekki fyrir hendi — en allar likur benda til að þetta sé mjög haldgóð ónæmisaðgerð miðað við aðrar. Passiv mótefni frá móður geta truflað mótefnamyndun fyrir tilstilli mislingabólu- setningar. Þar eð passiv mótefni geta verið til staðar alveg fram yfir eins árs aldur, er víðast bólusett gegn mislingum um 15 mán- aða aldur, þar sem mislingar eru meira og minna árlegt fyrirbæri. Á íslandi er þetta ekki svo. Hér hafa yfirleitt liðið um fjögur ár frá byrjun eins mislingafaraldurs til byrjunar hins næsta og því óhætt að bíða með mislingabólusetn- ingu til tveggja ára aldurs a.m.k. á milli faraldra, en mótefnamyndun barns orðin betri og öruggari á þeim aldri og áhrifum ónæmisaðgerðarinnar ætlað að endast út ævina. í faröldrum getur viðhorfið orðið annað og þá rétt að gera ónæmisaðgerðir allt nið- ur í 9 mánaða aldur, en endurtaka þá það, sem gert er innan við 15 mánaða — þar eð passiv mótefni frá móður geta eyðilagt ó- næmisaðgerðir hjá svo ungum börnum. CASE FINDING Afbrigðileg líkamleg þróun getur verið að koma í ljós smátt og smátt fram eftir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.