Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 33
31 aldri. Meiri háttar afbrigði koma mörg hver í ljós strax við fæðingu, en önnur og þá venjulega minni koma ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Nú orðið er gerð þunnlags chromato- graphia á öllum nýfæddum börnum til að leiða í ljós phenylketonuriu og aðra sjúk- dóma af skyldu eðli. Vakandi auga þarf að hafa fyrir cretinisma og hypothyroidisma, sem taka þarf til meðferðar snemma, ef árangur meðferðar á að verða góður. Litn- ingarannsóknir hjálpa til við greiningu á t.d. Down syndromi og öðrum litninga- afbrigðum með þekktum litninga-struktur. Hjartagallar, orthopedisk vandamál, skaðar í miðtaugakerfi, afbrigði á tractus genito-urinarius eða gastro-intestinalis upp- götvast ekki sjaldan við venjulegt ung- og smábarnaeftirlit, sem og sjóngallar, heyrn- argallar og máltruflanir. Greining byggir að sjálfsögðu mjög á æfingu og þekkingu þess, sem skoðar, sem og almennri samvizkusemi og skyldurækni. Auk þess skiptir máli, að börn séu skoðuð nægilega oft til að tækifæri bjóðist til að uppgötva frávik senmma. Illa unnið ung- og smábarnaeftirlit býður heim falskri öryggiskennd og ýmislegt get- ur að sjálfsögðu farið framhjá jafnvel þar sem bezt er unnið. Reynslan sýnir, að líkamshreysti ein dugar skammt, ef hún helzt ekki í hendur við andlegt- og tilfinningalegt heilbrigði. Flóknari atvinnu- og lifnaðarhættir þróaðri þjóðfélaga nútímans hafa stuðlað að aukn- ingu á alls kyns geðflækjum auk þess sem þeir hafa gert afbrigðilegu fólki erfiðara um vik að falla inn í mót eðlilegs daglegs lífernis þjóðfélagsins. Því er geðvernd mik- ilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Hefð- bundið ung- og smábarnaeftirlit hefur til skamms tíma lagt höfuðáherzlu á heilbrigði líkamans og ætlast til að heilbrigði sálar- innar fylgdi í kjölfarið. Svo þarf þó engan veginn að vera. Samt sýnist mér, að engum þætti hefðbundins ung- og smábarnaeftir- lits sé raunverulega hægt að sleppa til að veita öðrum þáttum betra svigrúm. Enda þótt líkamlegt heilsufar sé ekki í sama brennipunkti og áður, mundi samt vafa- laust fljótt síga á ógæfuhliðina, ef farið væri að slá slöku við það. En tímarnir breytast og vandamálin með og í dag þarf að hyggja að eftirfarandi vandamálum: 1. Slys setja líf og limi bama nútímaþjóð- félagsins í meiri hættu en flest annað. Því er knýjandi nauðsyn að kanna helztu slysagildrur innan húss og utan, kynna þær fyrir foreldrum og uppalendum sem og forráðamönnum þjóðfélagsins og börnunum sjálfum, þegar það er hægt. 2. 111 meðferð á börnum bæði meðvituð og ómeðvituð er engan veginn úr sögunni og getur verið, hvort heldur sem er, líkamleg eða andleg. 111 meðferð getur leitt til dauða en langtum oftast til and- legrar eða líkamlegrar bæklunar. 3. Samfélag nútímans hefur eðli sínu sam- kvæmt ekki mikla þolinmæði með ein- staklingum, sem „falla ekki í mótið“, þar eð það gerir síauknar kröfur til hraða, viðbragðsflýtis, sveigjanleika og aðlög- unarhæfni einstaklingsins. Því þarf að gera ráðstafanir til að koma til móts við börn og fullorðna með ,,sérþarfir“. a) börn með langvarandi sjúkdóma og þá ekki síst langlegusjúklingar. b) bækluð eða hreyfiskert börn. c) sjón og heyrnarskert börn. d) þroskaheft börn. e) fjölfötluð börn. f) börn með málgalla eða aðra tjáning- arörðugleika og skyntruflanir. 4. Hegðunarvandamál barna fara víðast vaxandi. 5. Fjölskyldu og þjóðfélagsvandamál geta haft geigvænleg áhrif á möguleika barna til að þroskast eðlilega: a) Fjöldi barna alast upp við að annað hvort eða báðir foreldrar séu drykkjusjúklingar. b) Notkun fíkni og ávanalyfja fer alls staðar vaxandi. c) Mörgum börnum þarf að koma fyrir um lengri eða skemmri tíma vegna félagslegra örðugleika foreldra eða þá geðrænna eða líkamlegra sjúk- dóma. d) Fleiri foreldrar slíta samvistun en áður og sundrung fjölskyldu gengur aldrei sársaukalaust fyrir sig, jafnvel þótt ærið tilefni sé til fjölskylduslita. e) Börn einstæðra foreldra eru oft í erfiðri aðstöðu, sérlega ef hið ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.