Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 34
32 stæða foreldri þarf einnig að vera fyrirvinna, eins og oft er. fJ Dagvistunarvandamál bama ein- stæðra foreldra og útivinnandi kvenna er víðast brýnt að leysa bet- ur en tekizt hefur til þessa. g) Umönnun veikra barna er oft ábóta- vant, þegar báðir foreldrar vinna úti, og enn verið lítt hugsað fyrir að koma til móts við þetta vandamál foreldra og barna. h) Hugsa þarf fyrir skipulagningu leik- svæða fyrir börn og gera þau þannig úr garði, að þau séu örugg lífi og limum barna og útbúin með tilliti til leikþarfa þeirra. Það gleymist oft, að leikur barna undirbýr þau undir lífið og samleikir undirbúa þátttöku í mannlegu samfélagi, kröfum þess og skyldum. i) Búsetuskipti geta gert miklar kröfur til aðlögunarhæfni barna, ekki síst, ef þau eru tíð. Séu fjölskylduvanda- mál orsök tíðra bústaðaskipta eins og oft vill verða, gerir það börnun- um erfiðara um vik að ná rótfestu og torveldar öllum að fylgja vanda- málum þeirra eftir með samfelldum aðgerðum til bóta. Þessum börnum er hættar við en öll- um öðrum að týnast „út úr eftirlits- kerfurn". j) Fólksflutningar nútímans eru miklir og þá einnig á milli landa og heims- álfa. Víða ber á erfiðleikum þar, sem fólk af ólíkum uppruna þarf að búa saman. Hinir aðfluttu þá oftast litnir hornauga fyrir að setja hefðbundna lifnaðarhætti heimamanna í hættu og jafnvel knýja þá til að breyta til þvert ofan í eigin vilja. Á íslandi ber enn tiltölulega lítið á þessum vanda, en ekki er óalgengt að rekast á fjölskyldur, sem dvalið hafa langdvölum erlendis við nám eða annað, og eiga í talsverðum að- lögunarerfiðleikum við heimkomu. FYRIRKOMULAG OG SKIPULAG 1. Ungbarnaeftirlit þarf að ná til sem flestra og helzt allra barna. Kjarni þjón- ustunnar verður að vera samræmdur og samhæfður en ekki þéttar skipulagður en svo, að svigrúm sé til að mæta ein- staklingsbundnum þörfum, þegar svo ber undir. a) fæðingartilkynningar með upplýsing- um um raunverulegan dvalarstað og helzt símanúmer moður þarf að ber- ast tafarlaust. Ella er hætta á að ung- barnaefirlitið komist ekki nógu snemma í gang til að mæta byrjunar- örðugleikum. Vert er að benda á, að upplýsingar um lögheimili móður koma að litlu haldi, ef hún fer eitt- hvað annað eftir barnsburð. b) fylgjast verður náið með búflutning- um og bústaðaskiptum barna, svo að ekkert barn týnist úr kerfinu vegna flutninga og verði þess vegna af þjón- ustu, sem það á rétt á. c) foreldrar bera saman börn sín inn- byrðis og oftast einnig sín börn við börn annarra. Það ruglar þau í rím- inu, ef „einn segir þetta og annar hitt“ og það vekur óánægju, ef ein- hver borgarhluti eða landshluti telur sér boðið upp á lélegri þjónustu en öðrum. 2. Ónæmisaðgerðir þarf að skipuleggja og fylgja eftir kerfisbundið, ef þær eiga að ná tilgangi sínum einstaklingsbrmdið eða þjóðfélagslega séð. Og það er vonlítið að treysta á minni einstaklingsins í þessu sambandi. Upplýsingar um framkvæmdar ónæmis- aðgerðir þurfa að vera skráðar og greið- aðgengilegar fyrirvaralaust, þegar þörf gerist. Og fara þarf í gegnum spjaldskrá reglulega til að hafa upp á þeim, sem eru að komast á seinasta snúning með ónæmisaðgerðir og gera þeim vart við. 3. Heimildaskrá þarf að vera til um sér- hvert barn og helzt þannig úr garði gerð, að hún gefi nokkuð góða yfirlits- mynd af þroskaferli og vandamálum við- komandi barns. Upplýsingaskipti á milli þeirra, sem þurfa að hafa afskipti af barninu eða heimilinu verða að vera góð og greið, en jafnframt tryggt eða einkamál fjöl- skyldunnar séu ,,friðhelg“. 4. Skipulagðar heimsóknir á heimili barns hafa marga kosti, þótt tímafrekar séu. Heimilisbragur og aðbúnaður barnsins kemur betur í ljós en með nokkru öðru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.