Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 35
33
móti. Flestum foreldrum gengur betur
að ræða vandamál sín í friðhelgi eigin
heimilis en á ópersónulegri stofnun.
Persónulegra samband skapast á milli
foreldra og fulltrúa ung- smábarnaeftir-
lits.
Ungbarninu er hlíft við að fara innan
um aðra og er því síður útsett fyrir smit-
hættu á viðkvæmasta aldri.
5. Læknisskoðanir hafa ráðist hérlendis af
tilhögun ónæmisaðgerða. Þær eru hins
vegar orðnar það tíðar nú orðið, að fyrir-
komulagið býður upp á alveg sæmileg
tækifæri til að öðlast heildaryfirlit yfir
þroskaferil og vandamál hvers barns,
sem til næst, og þá jafnframt tækifæri
til að grípa inn í óæskilega þróun tiltölu-
lega fljótt með bætandi aðgerðum.
Jafnframt skapast betri tækifæri en áð-
ur til að gera rannsóknir og kannanir á
börnum á vissum aldursskeiðum.
6. Smitvarnir: ungbörn, sérlega þau, sem
eru á brjósti, hafa og viðhalda um nokk-
urra mánaða skeið passivu ónæmi gagn-
vart þeim sjúkdómum, sem móðir er
ónæm fyrir. Þetta á þó ekki við um
kíghósta eða hlaupabólu. En vörn ný-
fædds barns gegn smitnæmum sjúkdóm-
um er að öðru leyti engin eða svo til og
ónæmiskerfi líkamans afar vanþroska.
Þess vegna er áhættusamt að útsetja ný-
burði ónauðsynlega fyrir smithættu. Því
þarf að verja ungbörn sérstaklega fyrir
smithættu, þegar verið er að skipuleggja
ungbarnaeftirlit. Æskilegt er, að þau
geti haft aðgang, að eigin biðstofu og
hvert barn eigi sinn tíma til að ekki
safnist saman allt of mörg börn á sama
tíma, sem gætu smitað hvort annað.
Æskilegt er að aðskilja ungbörn og eldri
börn eftir beztu getu t.d. með því að
hafa smábarnaeftirlit á einum tíma en
ungbarna á öðrum — vegna þess að
eldri börn geta verið smitberar og smit-
að þau yngri, þótt þau séu ekkert veik
sjálf.
Þyki einhverjum ungbörnin félagslega
afskipt með þessu móti, má benda á, að
þau eru ekki orðnar félagsverur enn og
það er varla fyrr en um þriggja ára ald-
ur, að börn fara að hafa áhuga á að leika
sér við önnur börn, þótt áhugi geti vakn-
að miklu fyrr fyrir því að horfa á og
sjá, hvernig önnur börn leika sér saman.
7. Hvað viðvíkur eldri börnum, þarf að út-
búa biðstofur þannig, að þau geti haft
eitthvað fyrir stafni og dreift huganum
frá kvíða og áhyggjum fyrir því ó-
þekkta, sem fram undan er. Einnig má
biðstofa ekki bjóða upp á neinar slysa-
gildrur fyrir börn og vera hæfilega hlý
til að börn geti verið þar á ferli létt-
klædd eða ber. Aðstaða til barnagæzlu
þarf líka að vera fyrir mæður, sem eru
með mörg börn og komast ekki að heim-
an nema hafa þau með.
STUÐNINGUR VIÐ FJÖLSKYLDUR
Hefðbundin aðstoð ung- og smábarna-
eftirlits við foreldra og börn var lengi
fólgin í að greina afbrigðilega þróun og
greiða fyrir því að afbriðilegt barn fengi
bezta mögulega lækningu eða aðstoð.
Reynslan sýnir hins vegar, að oft er þörf
á stuðningi, þótt barn sé algjörlega eðli-
legt, til að tryggja, að svo verði áfram.
Fæðing barns raskar óhjákvæmilega lifn-
aðarháttum foreldra verulega, breytir sam-
bandi foreldranna innbyrðis sem og sam-
bandi þeirra við önnur börn, ef fyrir eru.
Og raskist jafnvægi heimilis, þarf hver
fjölskyldumeðlimur að stokka upp spihn
einstaklingsbundið til að nýtt jafnvægi
komist á.
Sumum veitist auðvelt að ráða fram úr
þessum vanda, en öðrum erfiðara, sérlega
ef jafnvægið hefur ekki verið of traust fyr-
ir.
Læknir og foreldri
Einföld spurning í upphafi viðtals um,
hvernig gangi, gefur foreldri tækifæri til
að viðra strax þær áhyggjur, sem því eru
efst í huga og lækni tækifæri til að af-
greiða þær, áður en hann fer sjálfur að
spyrja um það, sem hann þarf að vita eða
vill kanna betur, og þar með tryggir hann
sér einnig betri athygli foreldrisins.
Vandamálin eru oftast hversdagsleg og
venjuleg fyrir lækninum en sérstæð og
sérstök í hugarheimi foreldrisins. Sárar
áhyggjur verða oft til af smávægilegu til-
efni, þegar ungt barn á hlut að máli.
Stimpli læknir hins vegar þannig kvartanir
í eigin hug sem leiðinlegt og vart svara-
vert kvabb, missir hann af kjarna málsins,
'