Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 37
35 En börn geta ekki beðið með að vaxa eða þroskast eða vaxið eða þroskast einungis á þeim tíma, sem hentar foreldrum eða þjóð- félagsháttum. Og því er það ekki óalgengt, að eðlileg djúp og varanleg tilfinningasam- bönd milli barna og fullorðinna nái ekki að myndast eða rofni óeðlilega fljótt og á óheppilegan hátt. Á öld hraðans og breyt- inganna er margt úrelt á morgun, sem er gott og gilt í dag. Því fylgir, að forystu- hlutverk hins „eldri og reyndari“ er alls ekkert sjálfsagt lengur. Lífsreynsla hins eldri getur verið orðin úrelt við breyttar kringumstæður og gagnslítil fyrirmynd. Skorti einnig eðlileg kærleiksbönd milli kynslóða, verður harla lítið eftir, sem tengir þær. Og í heimi, þar sem flestir eru of gagnteknir af sér og sínum til að sjá annað, er hætta á, að jafnt einstaklingar sem fjölskyldur einangrist illilega, án þess að nokkur taki eftir. Fyrir nokkru síðan var mikið rætt um einangrun svokallaðra „heimagangandi húsmæðra“, en með vax- andi útivinnu kvenna eru það frekar börn, gamalmenni og þroskaheftir af báðum kynjum, sem einangrast, vegna hæfileika- skorts til að fylgjast með í ólgandi hring- iðu nútímans. Það má eflaust leitast við að leysa þessi vandamál á margan hátt en þau eru brýn og hlutverk ung- og smábarnaeftirlits að benda á þau og reyna að hjálpa til við að leysa þau einstaklingsbundið og þjóðfélags- lega. FRÆÐSLA Spurningar foreldra og forráðamanna barna eru oftast mjög persónubundnar og yfirleitt handahófslegar. Því er nauðsyn- legt, að ung- og smábarnaeftirlit sjái um að fræða foreldra og forráðamenn barna skipulegar um börn, þannig að mikilvæg atriði gleymist ekki eða fari fyrir ofan garð og neðan og samhengi verði ekki út undan. Kennsla getur farið fram einstak- lingsbundið og gerir það að vissu marki við hverja heimsókn heilsuverndarhjúkrunar- fræðings eða læknisskoðun. Kennsla í smá- hópum hefur víða rutt sér til rúms og hef- ur það sér til ágætis að bjóða upp á spurn- ingar og umræður, sem geta farið fram í sama hverfi og þátttakendur eiga heima. Fyrirlestrarformið nær til fleiri í einu og því hagkvæmara í tímann, en ópersónu- legra. Námskeið eru og enn í fullu gildi, en þá má skipuleggja kennsluna á ýmsan hátt. Vandinn er að allt þetta tekur for- eldrana enn frekar út af heimilunum. Prentað mál, hvort heldur sem er í formi bæklinga eða lausblaðaupplýsinga, hefur og verið mikið notað til að dreifa nauðsyn- legum upplýsingum. Hérlendis hafa fjölmiðlar enn verið lítið virkjaðir á skipulegan hátt til fræðslu og kennslu almennings á sviði uppeldismála og umönnunar barna, þótt ýmislegt gott efni komi fram við og við um þessi mál. Og lítið hefur komizt enn sem námsefni inn í skólakerfið, en sýnist eðlilegt fram- hald af t.d. kynfræðslu. LOKAORÐ Börn á íslandi hafa líklega aldrei búið við betra líkamlegt atlæti en nú, en þau öfl, sem skilja heim hins fullorðna frá heimi barnsins eru virk og öflug. Þau stuðla að einangrun barna í eigin heimi eða heimi jafningja. Heimili, stofnanir, skóli og jafningjar móta börn nútímans, en dýptstu sporin markar sá, sem á aðgang að hjarta barns. Fjölskyldan situr skemur ein að því að móta börn nú en áður og er það til bóta, ef áhrif fjölskyldunnar eru slæm. En góð fjölskylda er barni ómetanleg. Og meðan tilfinningalíf barns er að vakna til lífsins og beinist óskipt og skilyrðislaust í eina átt, eru það grimm örlög að grípa í tómt eða því sem næst. Og sé sú kenning rétt, að tilfinningahlýja sé eina aflið, sem getur haft í fullu tré við ofbeldishneigð mannsins, virðist hætta á ferðum, ef hlýjar tilfinningar eru vængstífðar strax í frum- bernsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.