Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 46
44 Hörður Bergsteinsson NÝBURAGULA (Physiologic Hyperbilirubinemia) INNGANGUR Svokölluð nýburagula (physiologisk hyperbilirubinemia) er algengasta orsök gulu hjá nýburum. Sýnileg gula kemur fyrir hjá um 15% af öllum nýburum. (Bilirubin 7mg% eða meira). Reyndar er það svo, að flest ef ekki öll börn eru með hækkun á bilirubini í serum fyrstu daga ævinnar ef miðað er við þau algengismörk, sem gilda síðar á ævinni, þ.e. bilirubin í serum minna en 1,5 mg%. Hér er raunar um aðlögunar- eða þroskavandamál að ræða, því er talað um ,,physiologiska“ gulu til aðgreiningar frá ,,pathologiskri“ gulu. Gula er mjög algengt kliniskt einkenni hjá nýburum og er því nauðsynlegt að greina í sundur svokallaða ,,physiologiska“ gulu og „pathologiska“ gulu. Hér á eftir mun ég reyna að gera nokkur skil á mynd- un, efnaskiptum og útskilnaði bilirubins hjá nýburum og í því sambandi tala um orsakir physiologiskrar gulu og meðferð. Að lokum verður minnst lítillega á mis- munagreiningu (sjá töflu I). Myndun á bilirubini Langmest eða um 85% af því bilirubini, sem myndast í líkamanum verður til við niðurbrot á hemoglobini. Afgangurinn eða um 15% myndast við niðurbrot á öðrum eggjahvítusamböndum. sem hafa porphyrin hring svo sem myoglobini. Niðurbrot á hemoglobini fer fram í reti- culoendothelial kerfi. Fyrst er globinhluti mólikúlsins klcrfinn frá og síðan járn. Protoporphyrinhringurinn sem er cycliskt tetrapyrrole er síðan klofinn í sundur jg myndast þá tetrapyrrole, sem kallast bili- verdin. Þessi efnabreyting (sem talin er vera Mixed function oxidation) verður fyrir áhrifum tveggja efnakljúfa, það er heme oxygenasa og cytochrome p 450. Bili- verdin er síðan reducerað (hydroffenation) fyrir tilverknað biliverdini reductasa í bilirubin. (mynd 1.). Við fyrrnefnda efnabreytinguna myndast karbon monoxið, CO, 1 mole af CO fyrir hvert mole af heme eða 4 mole af CO fyrir hvert mole af hemoglobini. Mælingar á CO myndun gefa því til kynna myndun á bili- rubini. Niðurbrot á 1 gm af hemoglobini leiðir til myndunar á 34 mg af bilirubini. Slíkar mælingar hafa einnig leitt í ljós, að bilirubin myndun hjá nýburum er milli 6—8 mg per kg per dag, hins vegar hjá fullorðnum 2—3 mg/kg/dag. Þessi mikli munur á framleiðslu skýrist að mestu með því að æviskeið rauðra blóðkorna er styttra hjá nýburum en fullorðnum. Hér er um að ræða eina af þýðingarmeiri orsökum nv- buragulu, sem sé aukin framleiðsla bili- rubins. Flutningur á bilirubini inn í lifrarfrumur í serum er bilirubin bundið albumeni (síðar mun verða minnst á þýðingu þessl. í lifrinni þ.e. í sinusoideal blóðrás losnar CYCLIC TETRAPYRROLE cytochrome p450 microsomal heme oxygenase M V M P P M M________________V co H H IXoc BILIVERDIN + 2H biliverdm reductase M V M_P P_M ^ Y o^cXl^c^o H H H Koc BILIRUBIN M- methyl , V* vinyl , P=propiomc ocid Mynd 1,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.