Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 47
45 bilirubin frá albumeni og gengur inn i lifrarfrumur. Þessi flutningur inn í lifrar- frumur virðist háður koncentrations gradi- ent. í lifrarfrumum eru svokölluð „carrier“ eða ,,receptor“ protein ligandin (y-protein) og Z-protein sem eru þýðingarmikil í sam- bandi við flutning á bilirubini inn í lifrar- frumur. Ligandin er mun þýðingarmeira af þessum tveim. Rannsóknir á mönnum og öpum hafa sýnt, að magn þess er mun minna hjá fóstri og fyrstu vikuna eftir fæð- ingu, samanborið við það, sem seinna verð- ur á ævinni. Nýlega hefur verið sýnt fram á að ligandin og glutathione S transferasi B eru eitt og sama efnið. Það virðist því að þetta eggjahvítusamband hafi bæði hvata- verkun og bindiverkun. Það er rétt að geta þess, að bilirubin þarf að keppa við aðra lífræna aniona um flutning inn í lifrar- frumur. Efnaskipti bilirubins í lifrarfrumum í lifrarfrumum á sér stað tenging á bili- rubini við glucuronic sýru (conjugation). Fram að þessu hefur bilirubin verið óconjugerað (indirect bilirubin) og því fituuppleysanlegt. Þetta er mikilvægt að hafa í huga því einungis óconjugerað bili- rubin (þ.e. fitu uppleysanlegt) kemst inn í taugafrumur og veldur þar skemmdum. Conjugation við glucuronic acid verður fyrir tilverknað glucuronyl transferasa. Starfsemi glucuronyl transferasa er mjög mismunandi á nýburaskeiði og er oft ekki fullþroskuð fyrr en 30 dögum eftir fæðingu eða löngu eftir að gula er horfin. Conjuga- tion er ekki einungis háð starfsemi glucu- ronyl transferasa, heldur einnig öðrum efnakljúfum í lifur. Hún er háð því að nægilegur glucosi sé til staðar og þar af leiðandi nægjan- leg myndun á uridine 5-diphosphate glucose (UDPG), sem síðan dephydro- generast fyrir tilverknað UDPG dehydro- genasa í uridine diphosphate glucuronic acid. Conjugation í lifur er því háð starf- semi UDPH dehydrogenasa, sem oft er lítil hjá nýburum og einnig glucosa magni •' blóði (mynd 2). Útskilnaður á bilirubini frá lifrarfrumum Þetta skref á leið bilirubins út úr líkam- anum er það sem minnst er vitað um. Það HEPATOCYTE SINUSOID I CANALICULUS Mynd 2. er þó talið víst, að um sé að ræða aktivt skref þ.e. háð orku, því bilirubin concentra- tion er 50—100 sinnum meiri en í lifrar- frumum eða plasma. Vitað er, að thyroxine og vaxtarhormone eru þýðingarmikil í sambandi við þetta skref, sömuleiðis einnig anabol sterar og getnaðarvarnarlyf. Enterohepatic hringrás bilirubins Þegar bilirubin hefur borist um gallvegi út í smáþarma er það reducerað af þarma- sýklum í urobilinogen. Það getur síðan endurfrásogast og skilist út um lifur, í galli, eða um nýru bæði með glomerular filtration eða tubular secretion. Hjá fóstr- um og nýburum eru engir þarmasýklar og urobilinogen myndast því ekki. í görnum hjá fóstrum og nýburum er hvati, sem kallast B-glucuronidasi og katalyserar de- conjugation á bilirubini. Óconjugerað bili- rubin er eins og áður segir fituuppleysan- legt og frásogast því að nokkru leyti aftur yfir í serum, hluti fer að vísu út í saur. Nýburagula (Physiologisk gula) í raun má líta á nýburagulu sem aðlög- unarvandamál eftir fæðingu. Fóstrið byrjai að mynda bilirubin um 20. viku meðgöngu- tímans. Náttúran hagar því þannig, að bilirubin skilst út um legköku og síðan lifur móður. I þessu sambandi má minna á, að conjugation á bilirubini í lifur fósturs- ins er treg. í annan stað er séð fyrir því, að stór hluti af því bilirubini, sem conjug- erast í lifur er deconjugerað í þörmum og frásogast út í blóðrás að nýju. Nýburagula er skilgreind á eftirfarandi hátt: 1. Gula ekki sýnileg fyrstu 24—36 klst. L

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.