Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 51
49 Höskuldur Baldursson ALGENGAR MEINSEMDIRI FÓTUM OG FÓTLEGGJUM BARNA Þrátt fyrir það nafn, sem erindum þess- um hefur verið valið í efnisskrá fundarins þá varð það frá upphafi að samkomulagi við stjórnendur þessa fræðslufundar að í erindum orthopeda yrði fyrst og fremst fjallað um statiskar skekkjum eða stöðu- skekkjur í fótum og fótleggjum barna. Dr. Stefán Haraldsson hefur hér að framan rætt um pes plano-valgus, en í minn hlut hefur komið að ræða um aðrar stöðuskekkj- ur í fótum og fótleggjum. Því er þetta efni valið að mjög oft vefst fyrir mönnum að ákveða hvort slíkar statiskar skekkjur séu sjúklegt fyrirbrigði er þarfnist meðferðar eða hvort hér sé einfaldlega um physio- logiskt þróunarstig að ræða, er komi til með að lagast án meðferðar. Vegna þess- ara efnistakmarkana mun ég hér ekki ræða um ýmsa aðra sjúkdóma í fótum og fótleggjum svo sem Mb.Köhler, Mb.Frei- berg, Mb.Osgood-Schlatter eða osteochond- ritis dissecans. Þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að sjúkdómsgreining er staðfest með röntgenmyndum er sýna viðeigandi beinbreytingar og er því sjúkdómsgreining eða meðferð sjaldnast vandkvæðum háð. TALIPES EQUINOVARUS Sé rætt um statiskar skekkjur í fótum aðrar en pes plano-valgus liggur beinast við að ræða fyrst um talipes equinovarus eða það sem við höfum oft nefnt á íslensku klumbufót. Mér hefur skilist að þetta sé sá sjúkdómur er í gömlu máli nefnist ,,bægifótur“. Pes equinovarus eða klumbu- fótur getur verið meðfæddur eða áunninn. Við munum hér eingöngu ræða um með- fædda formið. Klumbufótur einkennist af þrem meginskekkjum í ökkla og fæti. Það er í fyrsta lagi equinus-staða í ökkla, það er inversio eða varus-staða á fæti og það er adduction á framleist. Talipes equinovarus er einn af algeng- ari meðfæddu skekkjunum í fótum og hef- ur þessi sjúkdómur verið vel þekktur frá elstu tímum. Tíðni er u.þ.b. 1 á hverjar Mynd 1. — Pes equinovarus („rigid“ teg- und). Mynd 2. — Myndin sýnir skematiskt þá breytingu, er verður á innbyrðis afstöðu tarsal beina við equinovarus skekkju. Cal- caneus snýst undir talus þannig að lang- öxull þessara tveggja beina verður sem næst samsíða. Os naviculare snýst inn á talus. Hjá ungum börnum sést þetta þó ekki gjörla á röntgenmyndum, þar sem beinkjarni hefur ekki myndast í os navi- culare. 1000 fæðingar. Sjúkdómurinn er u.þ.b. helmingi algengari meðal sveinbarna en meybarna. Orsök talipes equinovarus er enn ókunn. Ákaflega mikið hefur verið rit-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.