Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 52
50 að um þetta mál og fjöldi kenninga settar fram, en ákaflega fáar staðreyndir liggja fyrir. Margt styður þó þá kenningu að orsakanna sé að einhverju leyti að leita í stöðnun á þróun fótarins í einum af hinum physiologisku stigum fósturlífsins. Sýnt hefur verið fram á að í fósturlífi gengur fóturinn í gegnum stig er einkennist af mikilli equinovarus stöðu. Rannsóknh' á slæmum equinovarus fótum hafa sýnt fram á að þeir líkjast mjög fætinum eins og hann er í byrjun annars mánaðar fósturlífsins. Ég mun ekki eyða hér tíma í að ræða pathologiska anatomiu klumbufótar. Varð- andi klinisk einkenni er rétt að taka fram að við meðfæddan talipes equinovarus getur verið um 2 alls óskyld form að ræða. Við höfum annars vegar hinn raunverulega talipes equinovarus eða svonefnda stífa (rigid) tegund, þar sem fóturinn er mikið afmyndaður, hæll er mjög lítill og uppdreg- inn, nokkur rýrnun er í kálfa og fóturinn er mjög stífur, þannig að ógerningur er að rétta hann passivt. Sé reynt að strjúka jarkann, fær maður mjög lélega svörun frá peroneal vöðvum. Á hinn bóginn höfum við hreyfanlega tegund, þ.e. meðfæddan equinovarus fót, sem réttist tiltölulega mjög auðveldlega passivt við fyrstu skoðun. Þetta síðara form orsakast trúlega af stellingu eða stöðu fót- arins í fósturlífi og réttist því tiltölulega auðveldlega í umbúðum. Rétt er að geta þess hér að við skoðun á nýfæddum börn- um með equinovarus fætur er nauðsynlegt að skoða vel mjaðmarliði þar sem liðhlaup í mjaðmarliðum eru ekki fátíð meðal barna með equinovarus fætur. Um meðferð á talipes equinovarus get ég orðið fáorður. Frummeðferð er ætíð „con- servativ“, þ.e. manipulatio á fótunum og rétting í gipsumbúðum. Nauðsynlegt er að börnin komi til meðferðar sem fyrst eftir fæðingu, þar sem rétting verður erfiðari því lengri tími sem líður frá fæðingu þar til meðferð er hafin. Það er álit undirritaðs að gipsmeðferð á klumbufótum sé ekki á færi annarra en þeirra er sérstaklega hafa verið þjálfaðir í slíkri meðferð. Mjög auð- velt er með gipsmeðferð að skapa skekkjur í fótunum, sem eru jafnvel verri en þær sem fyrir voru. Má þar tilnefna hinn svo- nefnda ruggustólsfót (rokker bottom foot), en slíkur fótur getur komið fram þegar verið er að reyna að rétta equinus-stöðu í ökkla. Sé þessi skekkja einu sinni komin fram getur reynst mjög erfitt að lagfæra hana aftur. Gipsmeðferð getur tekið mis- langan tíma, en ætti oftast að vera lokið á 2—3 mánuðum. Reynist erfitt að ná fullri réttingu í gipsumbúðum er stundum grip- ið til skurðaðgerða í lok gipstímans og er þá algengast að gripið sé til hásinarleng- ingar. Að lokinni gipsmeðferð er nauðsyn- legt að halda viðkomandi fæti í réttri stöðu með einhverskonar spelkum eða umbúnaði þar til barnið er orðið það gamalt að það fari að stíga í fótinn. Meðferð er þó engan veginn lokið á því stigi, þar sem equino- varus skekkjan hefur mikla tilhneigingu til að koma fram á ný, og þarf því að fylgj- ast með börnum þessum öll vaxtarárin. Mjög er algengt að grípa til skurðaðgerða til lagfæringar á ýmsum skekkjum eftir frummeðferð í gipsi, en of langt mál yrði að rekja þá meðferð hér. Áður en skilist er við equinovarus fætur er rétt að geta eins þáttar enn. Mjög al- gengt er að foreldrar sem eignast barn með equinovarus fætur vilji vita hverjar líkur eru á því að fleiri börn þeirra fæðist með slíkar skekkjur. Á þessu hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir. Wynne-Davies hefur kannað þetta ýtar- lega. Hennar álit er að orsakir klumbu- fótar séu sumpart genetiskar, sumpart sé orsakanna hins vegar að leita í utanaðkom- andi áhrifum á fóstrið í fósturlífi. Líkurn- ar á að barn almennt fæðist með equino- varus skekkju er eins og áður segir 1/1000. Hafi hins vegar eitt barn í fjölskyldu fæðst með equinovarus skekkju er að áliti Wynne-Davies líkurnar á að annað barn fæðist með sömu skekkju 1/35. Þar sem tíðnin er þó helmingi meiri meðal svein- barna en meybarna er hættan eðlilega meiri ef um sveinbarn er að ræða. I rann- sóknum Wynne-Davies virtist aldur for- eldra ekki hafa neina þýðingu né heldur hvort um frumburð eða síðara barn var að ræða. Idelberger rannsakaði 174 tilfelli, þar sem um equinovarus skekkju var að ræða hjá tvíburum. Meðal eineggja tvíbura var í 1/3 tilfella eða í 33% tilfella um að ræða equinovarus skekkju hjá báðum tvíburun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.