Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 54
52 mætti við fyrstu sýn. Hér er um að ræða adduction og inversion á framleist, en aft- ari hluti fótar, þ.e.a.s. tarsalbein eru hins vegar í eðlilegri stöðu eða jafnvel í léttri valgusstöðu. Meðferð er því fólgin í því að reyna að hreyfa fót í tarsometatarsalliðum og færa metatarsalbein í abduction án þess að skekkja innbyrðis stöðu tarsalbeina. Þetta er tiltölulega mjög erfitt og mikil hætta á að um leið og metatarsalbein eru færð yfir í abduction komi einnig abduc- tions-álag á tarsalbein og sjúklingurinn fái þannig plano-valgus fót. Af þessum sökum er varhugavert að láta foreldra teygja á fótunum, sömuleiðis er ekki rétt í þessum tilfellum að nota skó á öfuga fætur né heldur Dennis-Brown spelku. í þeim til- fellum, þar sem sjúklingar koma seint til meðferðar t.d. eftir 1—2ja ára aldurinn svo og í þeim tilfellum þar sem „conserva- tiv“ meðferð hefur ekki heppnast er oft gripið til skurðaðgerða. Algengust er sú aðgerð, sem kennd er við Heyman og Herndon, en þar er um að ræða capsulo- tomiu á öllum tarso metatarsalliðum. Er þannig losað nægilega um tarsometatarsal- liði, til að hægt sé að færa metatarsalbein yfir í abduceraða stöðu. METATARSUS PRIMUS VARUS Þetta er meðfædd skekkja er einkennist af því að I. metatarsalbein sveigist medialt í adduceraða stöðu, en hin 4 metatarsal- beinin liggja eðlilega. Kliniskt verður á- berandi bil milli stóru táar og II. táar. Við þreifingu getur maður fundið bil milli I. og II. metatarsalhöfuðs. Sé tekin stand- Mynd 4. — Metatarsus primus varus hjá ungu barni. andi rÖntgenmynd, sé barnið orðið það gamalt, sést, að hornið á milli I. og II. metatarsalbeins, sem normalt á að vera u.þ.b. 7°, er áberandi aukið. Skekkja þessi er ekki áberandi og vekur því oft litla at- hygli. Sjáist slík skekkja hjá ungbarni er ráðlegt, að reyna að móta og gipsa fót til að færa metatarsalhöfuð saman. Oft beinist athygli þó ekki að þessari skekkju fyrr en barnið er orðið mun eldra eða komið a unglingsár, þar sem þessi skekkja leiðir þá oft til hallux valgus stöðu. Sé barnið orðið stálpað er heppilegasta meðferðin að gera osteotomiu á I. metatarsalbeini samfara réttingu á hallux valgus skekkju. Mynd 5. — Metatarsus primus varus hjá unglingsstúlku. Þarna hefur upphaflega skekkjan leitt til hallux valgus skekkju. TORSIONS (ROTATIONS) SKEKKJUR í GANGLIMUM Torsio er skilgreind sem snúningur á löngum beinum um langöxul beinanna. í tilfellum þar sem um er að ræða tibial

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.