Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 58
56 Ólafur Stephensen HÁLSBÓLGA Tonsillitis og pharyngitis, sem ég nefni hér einu nafni hálsbólgu, eru eins og allir vita algengir kvillar hjá börnum. Sumum kann að virðast það tímasóun að fjölyrða mikið um svo hversdagslegt fyrirbrigði, en þegar betur er að gáð kemur þó í ljós, að ýmis vandamál, sem vert er að ræða um eru tengd bæði greiningu og meðferð þessa mjög svo algenga sjúkdóms hjá börnum. ORSAKIR Skipta má orsökum hálsbólgu í tvo aðal- flokka, sýkla og veirur. Tafla 1. sýnir helstu orsakir. Sá sýkill, sem langoftast veldur hálsbólgu, raunar eini sýkillinn sem máli skiptir í þessu sambandi er Beta-hemo- lytiskur streptokokkus af grúppu A. Corynebacterium diphtheriae er annar sýk- ill sem getur valdið hálsbólgu. Mér er ekki kunnugt um, að diphtheri hafi verið greind hér á landi á undanförnum árum. Að sjálf- sögðu getur þessi sýkill hugsanlega valdið einstökum sjúkdómstilfellum hjá þeim ein- staklingum sem ekki hafa verið bólusettir gegn diphtheri. Staphylococcus aureus og diplococcus pneumoniae eru sýklar sem hafa í einstaka tilfellum ræktast í hrein- gróðri frá illa höldnum sjúklingum með króniska langvarandi sjúkdóma eins og t.d. hvítblæði, sem jafnframt hafa haft greini- leg merki um hálsbólgu. Það er þó talið mjög ósennilegt, að þessir sýklar geti vald- ið hálsbólgu hjá börnum sem heilbrigð eru að öðru leyti. Að sumra áliti getur Hemo- philus influenzae valdið hálsbólgu hjá börnum, en mér er ókunnugt um að nokk- ur hafi nokkru sinni fært sönnur á það. Margar veirur geta valdið pharyngitis hjá börnum og eru flestar þær algengustu taldar hér upp. Ég fjölyrði ekki frekar um þær, en bendi sérstaklega á mononucleosis infectiosa. Þeim sjúkdómi getur fylgt pharyngitis í upphafi og slæmur tonsillitis með þykkum skánum á hálskirtlum þegar fram í sækir. Viral hálsbólga gengur venjulega yfir á nokkrum dögum án allrar lyfjameðferðar og það sama gildir raunar í mörgum tilfell- um um streptokokka hálsbólgu. Þó eru flestir á eitt sáttir um það, að ástæða sé til að meðhöndla streptokokka hálsbólgu með sýklalyfi. Tilgangurinn með slíkri meðferð er margþættur, (tafla 2), en þó fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir síðbúna fylgikvilla streptokokkasýk- ingarinnar, þ.e. gigtsótt (febris rheuma- tica) og hugsanlega nýmabólga (glomeru- lonephritis). Það er talið fullsannað, að sýklalyf sem útrýmir streptokokkum úr hálsi barnsins, mun hindra það að barnið fái síðar meir gigtsótt. Það er þó vitað að sýklalyfjameðferð getur ekki í öllum til- fellum komið í veg fyrir nýrnabólgu. í öðru lagi er tilgangur meðferðar að koma í veg fyrir staðbundna útbreiðslu sýkingar- innar og myndun peritonsillar og retro- pharyngeal abscessa, lymphangitis og lymphadenitis á hálsi. í þriðja lagi er með meðferðinni reynt að koma í veg fyrir að sýking berist til annarra einstaklinga. í fjórða lagi má ætla að meðferðin hafi áhrif á sjúkdómseinkenni. Þó er álitið að slík áhrif meðferðar séu hvað minnst, þar sem tímalengd sjúkdómseinkenna hjá börnum með streptokokka hálsbólgu breytist óveru- lega við lyfjagjöf. TAFLA 1. Orsakir hálsbólgu. Sýklar: Pi-Hemolyt.. Streptococcus Group A Corynebact.. Diphtheriae Staph. aurous Dipl. Pneumoniae Veirur: Adeno Coxsackie Mononucleosis Infect. Influenza Parainfluenza REO? RS? Rhino ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.