Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 61
59
breytileg eftir löndum og landshlutum, þó
að ekkert bendi til þess að þær þjóðir sem
þessi landssvæði byggja séu að neinu marki
ólíkar innbyrðis frá heilbrigðis og læknis-
fræðilegu sjónarmiði. T.d. er tíðni háls- og
nefkirtlatöku per 10.000 börn undir 15
ára aldri 17 í Uppsölum, 26 í Liverpool, 70
í Nýja-Englandi og 200 í Ontario í Kanada.
Ég hefi því miður engar tölur handbærar
um hversu þessar aðgerðir eru algengar á
íslandi. Ef ég ætti að giska á samsvarandi
tölu fyrir ísland, myndi ég telja að hún
lægi einhvers staðar milli 70 og 200.
Þrátt fyrir það að þessar aðgerðir séu svo
algengar, og þrátt fyrir mikil skrif og um-
ræður um þessi mál um margra ára skeið,
vantar ennþá afgerandi athuganir á indi-
cationum fyrir og árangri af háls- og nef-
kirtlatöku. Á siðustu misserum hafa þó
birst greinar um þessi mál, sem vert er að
vekja athygli á, þar sem reynt er að
þetta vandamál objectivt. Með hliðsjón af
þessum skrifum er rétt að ræða þessu næst
um það sem nefnt hefur verið non-indi-
cationir fyrir háls- og nefkirtlatöku, þ.e.
ýmsar aðstæður sem einhvern tíma hafa
verið taldar styðja þessa aðgerð, en gera
það alls ekki, þegar betur er að gáð. (Tafla
4).
TAFLA 4. Háls- og nefkirtlataka.
NON-Indicationir
I. „Stórir kirtlar"
II. Endurtekin kvefeinkenni
III. Endurteknar hálsbólgur
IV. Endurteknar Streptokokkasýkingar í koki
V. Þrýstinjrur frá foreldrum
VI. Ýmsar ástæður
Lystarleysi
Ofnæmi
Asthmi
Hitaköst
Andfýla
Þreyta
Slen
Námsleiði
Endurteknar lung’naból^ur
I. Stórir kirtlar
Margir foreldrar álíta að stórir kirtlar
séu slæmir kirtlar. Þetta stafar efalaust
af því að á því æviskeiði barnsins sem það
fær flesta kvillana eru háls- og nefkirtlar
hvað stærstir af fysiologiskum ástæðum,
eins og áður sagði. Stækkun á háls- og nef-
kirtlum getur að vísu orðið svo mikil að
hún valdi obstruktio á efri öndunarvegum
og cor pulmonale. Þetta er mjög sjaldgæft
og aðeins hefur verið lýst 40—50 tilfellum
af þessu tagi. í slíkum tilfellum er greini-
lega ástæða til kirtlatöku. Almennt ber að
vara lækna við því að tala um kirtla barns-
ins við foreldrana sem stóra eða ljóta og
slæma, þegar skoðun fer fram. Slíkt getur
aðeins ýtt undir ranghugmyndir foreldr-
anna um kirtlana og eðli þeirra.
II. Edurtekin kvefeinkenni og særindi í
hálsi
Það er ljóst að kirtlataka minnkar ekki
tíðni veirusýkinga í öndunarfæri.
III. Endurteknar hálsbólgur
Saga um endurteknar hálsbólgur hefur
lengi verið indicatio fyrir hálskirtlatöku,
bæði að áliti foreldra og lækna. Nýlega
birtust í NEJM niðurstöður bandarískra
lækna, sem reyndu að meta þessa indicatio.
Þeir fylgdu eftir hópi 65 barna með sögu
um margendurteknar hálsbólgur, skil-
greint sem 7 hálsbólgur á einu ári, 5 á ári
í 2 ár eða 3 á ári í 3 ár. Það kom í ljós,
að er þessum börnum var fylgt náið eftir í
eitt ár héldu aðeins 11 börn áfram að fá
tíðar hálsbólgur. Þetta var 17% af hópnum.
Niðurstaða athugunarinnar var sú, að ekki
var unnt að treysta því að óstaðfest saga
um endurteknar hálsbólgur boðaði áfram-
hald slíkra kvilla hjá barninu. Það væri
því ekki unnt að hafa þetta að leiðarljósi,
þegar ákveða skyldi um aðgerð. Ennfrem-
ur má ráða af þessari athugun, að 5 af
hverjum 6 börnum með sögu um endur-
teknar hálsbólgur munu fá miklu færri
slíkar sýkingar, sé þeim fylgt eftir í eitt
ár. Þegar einnig er haft í huga kostnaður,
áhætta og óþægindi þau sem aðgerðinni
fylgja, er ljóst að rétt er að biða með að-
gerð og observera, ef eina indicatio fyrir
aðgerð eru endurteknar hálsbólgur.
IV. Endurteknar streptokokkasýkingar
í koki
Sýnt hefur verið fram á að tíðni slíkra
sýkinga breytist ekki við kirtlatöku. Kirtla-
takan kann á hinn bóginn að valda erfið-
leikum síðar meir við að greina strepto-
kokkasýkingu, þar sem þá er ekki lengur