Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 66
64 Sigurður B. Þorsteinsson VAL SÝKLALYFJA INNGANGUR Sýklalyfjum fer fjölgandi með ári hverju. Á íslandi eru nú skráð á annað hundrað, og gefur því auga leið, að val milli einstakra lyfja getur verið erfitt, og oft mjög brýnt að val takist vel. Sum lyfjanna hafa hættulegar aukaverkanir, sem allir þurfa að kunna skil á, sem á annað borð nota þessi lyf. Hér gefst aðeins rúm til að stikla á mjög stóru, og verður fyrst getið almennra atriða um notkun sýklalyfja, síð- an rætt um iyf við ýmsum algengum smit- sjúkdómum, og loks getið nokkurra ný- legra lyfja, og notkun þeirra og eiginleik- um lýst. NOTKUN SÝKLALYFJA Enginn vafi er á, að sýklalyf eru ofnotuð í flestum löndum, a.m.k. þar sem velmegun ríkir.1 Engin ástæða er til að ætla annað en svo sé einnig hér á landi, enda sýna tölur um notkun þessara lyfja hérlendis svo ekki verður um villst, að svo er. Vil ég brýna fyrir læknum, að gæta hófs í notkun þessara mikilvægu lyfja, og minnast þess alltaf, að þetta eru virk efni, sem geta komið að miklu gagni, en geta einnig vald- ið skaða, og jafnvel dauða. Verðum við því að gæta þess, að góð rök mæli með notkun slíkra lyfja, þegar þeim er ávísað. Varast ber að gera þessi lyf að „hræðslulyfjum“, og á ég þar við, að læknar temji sér það að þora ekki annað en gefa mikilvirk sýklalyf við minnsta tilefni, og jafnvel þar sem bakteríusýking er næsta ólíkleg. Einkum á þetta við á sjúkrahúsum, þar sem góð að- staða er til rannsókna, og sj. undir stöðugu eftirliti. Þegar sýklalyf er gefið þarf að vera til staðar sterkur grunur um að sjúk- lingurinn raunverulega þjáist af sýkingu, sem líklegt er að svari lyfjagjöf. Ekki er alltaf víst að sýklalyf sé rétta meðferðin, jafnvel þó sjúklingur hafi bakteríusjúk- dóm, eins og til dæmis staðbundnar sýking- ar í húð, þar sem einfaldar aðgerðir, eins og að hleypa út greftri eru mikilvægari, og ef til vill eina meðferðin, sem þörf er á. Sýklalyfjagjöf, sem byggist á niðurstöð- um ræktana og næmisprófa, er að öðru jöfnu bæði auðveldari og áhrifameiri. Ber því enn einu sinni að undirstrika nauðsyn þess að taka nauðsynleg sýni áður en sýkla- lyfjagjöf hefst, sé þess nokkur kostur. Sér- staklega er þetta mikilvægt við sjúkdóma, sem þarfnast langvarandi meðferðar, eins og til dæmis endocarditis, osteomyelitis, og að sjálfsögðu heilahimnubólgu. Rétt er þó að benda á, að ekki má alltaf treysta í blindni niðurstöðum ræktana og næmis- prófa. Margir þættir hafa áhrif á slíkar niðurstöður og villa fyrir. Má þar nefna gæði upphaflega sýnisins, meðferð þess þar til það berst á rannsóknastofuna, mannleg mistök á rannsóknarstofu, og loks því að næmispróf og ræktanir eru ýmsum tak- mörkunum háð, og gefa því ekki alltaf rétt svör.- Sennilega eru sýklalyf þó oftast gefin án þess að slíkar rannsóknir hafi ver- ið gerðar og eru lyfin þá valin með tilliti til þeii'ra sýkla, sem líklegastir eru til að valda þeirri sjúkdómsmynd, sem með- höndla á. Við vægar sýkingar kemur þetta sjaldnast að sök, en á mikinn þátt í ofnotk- un þessara lyfja, því oft er um að ræða veirusýkingar, sem ekki þarfnast neinnar sérstakrar meðferðar. Við alvarlegri sýk- ingar, svo sem heilahimnubólgu, sepsis, og fleira, er upphaflega meðferðin að sjálf- sögðu valin á sama hátt, það er að segja, reynt að meðhöndla þær bakteríutegundir, sem helst koma til greina. Er ástæða til að undirstrika, að oft þarf að breyta upphaf- legri meðferð er niðurstöður ræktana og næmisprófa liggja fyrir, og þá reynt að gefa þau lyf, sem hættuminni eru, án þess þó að minnka möguleikana á að sjúklingn- um batni. Verð sýklalyfja hefur fram að þessu ekki haft veruleg áhrif á val lækna, en vera kann að á næstu árum fari að gæta meiri sparnaðar í heilbrigðismálum og því brýnt að læknum sé kunnugt um verð einstakra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.