Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 67
65
lyfja, ekki síst þar sem það getur verið
mjög mismunandi milli svipaðra og jafn
virkra lyfja, og eins hinu, að upphæðir
þær, sem um ræðir, eru verulegar, geta
jafnvel skipt hundruðum þúsunda fyrir
viku til 10 daga meðferð. Þegar ný sýkla-
lyf koma á markaðinn er venjulega efnt
til auglýsingaherferðar, sem undirstrikar
kosti lyfsins eingöngu, en minna gert úr
ókostum, og er oft örðugt fyrir lækna, að
fá greinargóða mynd af því, hvenær er
raunveruleg ástæða til að nota nýja lyfið.
Vil ég því benda læknum á, að sýna vissa
íhaldssemi í meðferð nýrra lyfja, og nota
heldur eldri lyf, sem hafa reynst vel, og
bíða þess að hin nýrri hafi sýnt yfirburði
sína yfir þau gömlu, áður en gripið er til
þeirra.
SÝKINGAR í HÁLSI
Hálsbólga er að líkindum sá sjúkdóma-
flokkur, sem mest af fúkkalyfjum er gefið
gegn. Lítill hluti þessara sjúklinga eru þó
sýktir með bakteríu, heldur er um að ræða
veirusýkingar. Hættan á streptococcasýk-
ingu er þó umtalsverð, og þar sem ekki er
hægt að útiloka slíka sýkingu með viðeig-
andi rannsóknum, verður oft ofan á að
sýklalyf eru gefin. Þar sem því verður við
komið, er best að framkvæma slíkar rann-
sóknir, og haga meðferð eftir niðurstöðum
þeirra og þótt það tefji meðferð í 1—2
sólarhringa er sjaldan verulegur skaði
skeður, þar sem meðferð styttir þann tíma,
sem barnið er veikt, mjög lítið, og aðal-
ástæða til meðferðarinnar er annars vegar
sá að koma í veg fyrir útbreiddar stað-
bundnar sýkingar eins og peritonsillar ab-
cess, og hinsvegar að koma í veg fyrir post-
streptococcal fylgikvilla. Aðrar bakteríur
en beta-hemolytiskir streptococcar geta
einstöku sinum valdið hálsbólgu, svo sem
pneumococcus og hemophilus influenzae.
Er það síðarnefnda þó mjög fátítt, og ekki
ástæða til að taka tillit til þeirrar bakteríu
við val meðferðar, nema ef epiglottitis er
áberandi, þá aukast líkindi á hemophilus,
og er þá sjálfsagt að haga meðferðinni sam-
kvæmt því. Penicillin hefur verið, og er
enn, kjörlyfið við beta-hemolytiskum
streptococcum, og hafa nýrri lyf engu þar
um breytt. Hjá penicillin ofnæmum ein-
staklingum er erythromycin gott lyf. Al-
gengustu mistök við meðferð á þessum
sjúkdómi, er að hafa meðferðartímann of
skamman. Sýnt hefur verið fram á, að til
að útrýma streptococcum með nokkru ör-
yggi úr hálsi, þarf að minnsta kosti 8—10
daga meðferð.3 Ber því að segja foreldrum
barns þegar í upphafi, að jafnvel þótt barn-
inu batni miklu fyrr, þurfi meðferðin að
vera lengri. Aðeins með þessu er hægt að
tryggja, að post-streptococcal fylgikvillar
komi ekki fram. Það, að slíkir fylgikvillar
eru mjög óalgengir hér tel ég ekki vera að
þakka góðri sýklalyfjagjöf, heldur öðrum
þáttum. Gigtsótt, svo og nýrnabólga, eru
þó alls ekki horfin af sjónarsviðinu hér
fremur en annars staðar. Af nýrri lyfjum
hef ég oft séð gefið trimethoprim-sulfa
sambönd, og tel ég það ekki rétt, þar sem
vitað er að sulfa eitt hefur engin áhrif á
tíðni fylgikvilla eftir streptococcal sýking-
ar, og engar rannsóknir, sem mér eru kunn-
ugar, hafa sýnt að koma megi í veg fyrir
þær með því að bæta trimethoprim við
sulfa. Meðan slíkar rannsóknir eru ekki
fyrir hendi ber því að forðast að nota þessi
lyf við hálsbólgu. Ampicillin og skyld lyf
hafa enga kosti fram yfir venjulegt peni-
cillin annað en það að frásog frá meltingar-
vegi er áreiðanlegra, en fylgikvillar hins-
vegar algengari og á því ekki að nota þessi
lyf við hálsbólgu.
EYRNABÓLGA
Þær tvær bakteríutegundir, sem oftast
valda eyrnabólgu, eru pneumococcar og
hemophilus influenzae. Sumir hemophilus
stofnar eru ónæmir fyrir penicillini, en
hinsvegar næmir fyrir ampicillini og skyld-
um lyfjum. Er því mælt með gjöf ampicill-
ins, að minnsta kosti til handa ungum börn-
um, eða alit til 4—5 ára aldurs, sem hafa
eyrnabólgu. Hjá eldri börnum eru líkind-
in á hemophilus influenzae sýkingum
minni, og er penicillin gott lyf hjá þeim.
Nýleg rannsókn um bakteriologiu otitis
sýndi fram á, að líklega eru loftfælnar
bakteríur algengari en hingað til hefur
verið haldið (sjá tölfu I).4 Þessar anaerobe
bakteríur voru undantekningarlaust næm-
ar fyrir penicillini. Af öðrum lyfjum má
minna á sulfa og trimethoprim blönduna,
sem er mjög virkt, bæði gegn pneumococc-
um og hemophilus, og ætti því að vera