Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 70
68 því einnig fram að lyfið drepi bakteríur fyrr, og á annan hátt, en ampicillin, þótt ekki sé ljóst að þetta sé kliniskt mikilvægt. Einnig benda sumar rannsóknir til að nið- urgangur sé sjaldgæfari af amoxillini en ampiciUini. Er ástæðan fyrir því talin betri absorption, og því minna af lyfinu í görninni. Einnig hefur verið sýnt fram á að matarinntekt hefur tiltölulega lítil áhrif á frásog amoxillins, það hefur hinsvegar töluverð áhrif á frásog ampiciUins. Annað lyf, pivampicillin, er ampicillin ester, og við frásog breytist lyfið í ampicillin, og hefur því sömu anti-bakterial verkun. Eins og við amoxillinið er frásog betra, og þéttni í blóði hærri en eftir svipaða skammta af ampicillini. Þriðja lyfið er svo bacampicill- in, sem einnig frásogast betur en ampicillin, og breytist í ampicillin við frásog, en kostir lyfsins eru aðallega þeir, að lyfjaformið, sem gefið er, hefur sjálft engin áhrif á sýkla, og verður lyfið ekki virkt sem slíkt fyrr en eftir frásog. Hefur það því miklu minni áhrif á bakteríuflóru í görninni, og niðurgangur því fátíðari. Vegna hins góða frásogs eru serum gildi einnig hærri en við gjöf ampieillins. Líklegt er að hina háa þéttni af ampicillini í blóði eftir gjöf þess- ara þriggja lyfja hafi ekki oft kliniska þýð- ingu, þó kann að vera að við svæsnari eyrnasýkingar, við lekanda, af tiltölulega ónæmum lekandasýklum, svo og við með- ferð á kroniskum taugaveikismitberum, geti hin háa þéttni haft úrslitaáhrif á hvort sjúkdómurinn læknast. Aðrir kostir eru lægri tíðni af niðurgangi, sem getur verið mjög mikilvægt, og virðist það einkum vera síðasttalda lyfið, sem lofar góðu í því efni. Öll þessi lyf eru talsvert miklu dýrari en ampicillin, og er full ástæða til að muna eftir því. Ekkert þessara lyfja þolir peni- cillinasa, og eru því gagnslaus í meðferð á sýkingum, sem stafa af bekteríum, sem framleiða þann hvata. Eitt penicillinasa þolið penicillin hefur verið skráð hér á síð- asta ári, það er dicloxacillin, og tel ég það nánast engu máli skipta hvart það lyf, eða cloxacillin, er notað við staphylococca sýk- ingar, sem er eina indicationin fyrir notkun þessara lyfja. Hinsvegar má minna á, að methicillin virðist langlíklegast af peni- cillinasa þolnum penicillinum til að valda interstitial nephritis,9 og er að mínu viti engin ástæða til að nota það lyf lengur. Pseudomonas veldur stöku sinnum þrálát- um þvagfærasýkingum, sem erfitt er að meðhöndla, nema á spítala, með lyfjum, sem gefa þarf í sprautuformi, það er því töluverður fengur að lyfi, sem hefur veru- leg áhrif gegn pseudomonas og hægt er að gefa um munn. Þetta lyf er indanyl carbeni- cilhn, sem er ester af carbeniciUini, en ab- sorberast allvel. Ekki er þó þéttnin það há í blóði, að hægt sé að meðhöndla pseudomon- as sýkingar í neinu öðru líffæri en í nýrum eða þvagfærum, en þar concentrerast lyfið og nær nægjanlegri þéttni. Eina ábending- in fyrir þetta lyf er þvagfærasýking af bakteríum, sem einungis er næm fyrir því, eða öðrum eitraðri lyfjum. Alls ekki ber að líta á að hér sé komið lyf, sem nota á gegn öllum þvagfærasýkingum. Náskylt lyf er ticarcillin, sem er enn virkara, en einungis til í stungulyfjaformi, og er ekki skráð hér enn. Miklar vonir eru bundnar við mjög óvenjulegt penicillin lyf, sem heitir pivmecillinan, en það hefur mjög ó- venjulegt verkunarsvið, verkar aðallega á gram neikvæða sýkla, og eru nær aUir E coli stofnar, klebsiella og fleiri gram nei- kvæðir stafir næmir fyrir lyfinu, en hins- vegar er það lítið virkt gegn gram jákvæð- um sýklum. Hefur lyfið fyrst og fremst verið notað við þvagfærasýkingar, og gefið þar góða raun. Sótt hefur verið um skrán- ingu þessa lyfs hérlendis. CEPHALOSPORIN Nokkur cephalosporin hafa verið skráð hér nýlega. Cephradine, cefazolin, eru hvort tveggja mjög virk cephalosporin lyf, og til í töflu- og stunguformi auk saftar. Aðalábending fyrir þessi lyf eru staphylo- coccal sýkingar hjá penicillin ofnæmum einstaklingum og við klebsiella sýkingar, sérstaklega í öndunarfærum. Annars eru þessi lyf, sem hér hafa verið talin með mjög breitt verkunarsvið, og er oft gripið til þeirra, þegar óljóst er um etiologiu sýk- ingar. Varast ber að ofnota þessi lyf, sem eru mjög dýr. Þess má geta, að upphaflega lyfið, cephaloridin, er eina lyfið, sem virð- ist verulega nephrotoxiskt, og þar sem það hefur enga kosti umfram hin lyfin, sem eru minna skaðleg að þessu leyti, er engin ástæða til að nota cephaloridin lengur. Öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.