Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 70
68
því einnig fram að lyfið drepi bakteríur
fyrr, og á annan hátt, en ampicillin, þótt
ekki sé ljóst að þetta sé kliniskt mikilvægt.
Einnig benda sumar rannsóknir til að nið-
urgangur sé sjaldgæfari af amoxillini en
ampiciUini. Er ástæðan fyrir því talin
betri absorption, og því minna af lyfinu í
görninni. Einnig hefur verið sýnt fram á
að matarinntekt hefur tiltölulega lítil áhrif
á frásog amoxillins, það hefur hinsvegar
töluverð áhrif á frásog ampiciUins. Annað
lyf, pivampicillin, er ampicillin ester, og
við frásog breytist lyfið í ampicillin, og
hefur því sömu anti-bakterial verkun. Eins
og við amoxillinið er frásog betra, og þéttni
í blóði hærri en eftir svipaða skammta af
ampicillini. Þriðja lyfið er svo bacampicill-
in, sem einnig frásogast betur en ampicillin,
og breytist í ampicillin við frásog, en kostir
lyfsins eru aðallega þeir, að lyfjaformið,
sem gefið er, hefur sjálft engin áhrif á
sýkla, og verður lyfið ekki virkt sem slíkt
fyrr en eftir frásog. Hefur það því miklu
minni áhrif á bakteríuflóru í görninni, og
niðurgangur því fátíðari. Vegna hins góða
frásogs eru serum gildi einnig hærri en við
gjöf ampieillins. Líklegt er að hina háa
þéttni af ampicillini í blóði eftir gjöf þess-
ara þriggja lyfja hafi ekki oft kliniska þýð-
ingu, þó kann að vera að við svæsnari
eyrnasýkingar, við lekanda, af tiltölulega
ónæmum lekandasýklum, svo og við með-
ferð á kroniskum taugaveikismitberum,
geti hin háa þéttni haft úrslitaáhrif á hvort
sjúkdómurinn læknast. Aðrir kostir eru
lægri tíðni af niðurgangi, sem getur verið
mjög mikilvægt, og virðist það einkum
vera síðasttalda lyfið, sem lofar góðu í því
efni. Öll þessi lyf eru talsvert miklu dýrari
en ampicillin, og er full ástæða til að muna
eftir því. Ekkert þessara lyfja þolir peni-
cillinasa, og eru því gagnslaus í meðferð á
sýkingum, sem stafa af bekteríum, sem
framleiða þann hvata. Eitt penicillinasa
þolið penicillin hefur verið skráð hér á síð-
asta ári, það er dicloxacillin, og tel ég það
nánast engu máli skipta hvart það lyf, eða
cloxacillin, er notað við staphylococca sýk-
ingar, sem er eina indicationin fyrir notkun
þessara lyfja. Hinsvegar má minna á, að
methicillin virðist langlíklegast af peni-
cillinasa þolnum penicillinum til að valda
interstitial nephritis,9 og er að mínu viti
engin ástæða til að nota það lyf lengur.
Pseudomonas veldur stöku sinnum þrálát-
um þvagfærasýkingum, sem erfitt er að
meðhöndla, nema á spítala, með lyfjum,
sem gefa þarf í sprautuformi, það er því
töluverður fengur að lyfi, sem hefur veru-
leg áhrif gegn pseudomonas og hægt er að
gefa um munn. Þetta lyf er indanyl carbeni-
cilhn, sem er ester af carbeniciUini, en ab-
sorberast allvel. Ekki er þó þéttnin það há í
blóði, að hægt sé að meðhöndla pseudomon-
as sýkingar í neinu öðru líffæri en í nýrum
eða þvagfærum, en þar concentrerast lyfið
og nær nægjanlegri þéttni. Eina ábending-
in fyrir þetta lyf er þvagfærasýking af
bakteríum, sem einungis er næm fyrir því,
eða öðrum eitraðri lyfjum. Alls ekki ber
að líta á að hér sé komið lyf, sem nota
á gegn öllum þvagfærasýkingum. Náskylt
lyf er ticarcillin, sem er enn virkara, en
einungis til í stungulyfjaformi, og er ekki
skráð hér enn. Miklar vonir eru bundnar
við mjög óvenjulegt penicillin lyf, sem
heitir pivmecillinan, en það hefur mjög ó-
venjulegt verkunarsvið, verkar aðallega á
gram neikvæða sýkla, og eru nær aUir E
coli stofnar, klebsiella og fleiri gram nei-
kvæðir stafir næmir fyrir lyfinu, en hins-
vegar er það lítið virkt gegn gram jákvæð-
um sýklum. Hefur lyfið fyrst og fremst
verið notað við þvagfærasýkingar, og gefið
þar góða raun. Sótt hefur verið um skrán-
ingu þessa lyfs hérlendis.
CEPHALOSPORIN
Nokkur cephalosporin hafa verið skráð
hér nýlega. Cephradine, cefazolin, eru
hvort tveggja mjög virk cephalosporin lyf,
og til í töflu- og stunguformi auk saftar.
Aðalábending fyrir þessi lyf eru staphylo-
coccal sýkingar hjá penicillin ofnæmum
einstaklingum og við klebsiella sýkingar,
sérstaklega í öndunarfærum. Annars eru
þessi lyf, sem hér hafa verið talin með mjög
breitt verkunarsvið, og er oft gripið til
þeirra, þegar óljóst er um etiologiu sýk-
ingar. Varast ber að ofnota þessi lyf, sem
eru mjög dýr. Þess má geta, að upphaflega
lyfið, cephaloridin, er eina lyfið, sem virð-
ist verulega nephrotoxiskt, og þar sem það
hefur enga kosti umfram hin lyfin, sem
eru minna skaðleg að þessu leyti, er engin
ástæða til að nota cephaloridin lengur. Öll