Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Qupperneq 71
69
cephalosporin fara illa yfir í mænuvökva,
og ber að forðast notkun þess í heilahimnu-
bólgu.
AMINOGLYCOSIDE
Nokkur lyf hafa bæst við þennan lyfja-
flokk nýlega. Það, sem athyglisverðast
virðist, er amikacin. Þetta lyf er náskylt
kanamycini, sem hefur ýmsa eiginleika,
sem gerir það frábrugðið því, og reyndar
öðrum aminoglycosidum. Er lyfið ónæmara
gegn ýmsum enzymum, sem gram nei-
kvæðir sýklar hafa tilhneigingu til að
mynda, sem vörn gegn sýklalyfjum. Eru
því margir gram neikvæðir sýklar, sem
hafa myndað mótstöðu gegn kanamycini
og gentamicini, sem enn eru næmir fyrir
amikacini.10 Sérstaklega er um að ræða
ýmsa proteus stofna og klebsiella og pseu-
domonas tegundir. Þessar bakteríur eru
sumsstaðar orðnar mjög algengar á sjúkra-
húsum, og hafa þær skotið upp kollinum
hér af og til, þótt ekki sé hægt að segja að
þetta sé útbreitt vandamál enn sem komið
er, en rétt er að muna eftir þessu lvfi þeg-
ar ónæmir stofnar koma unp. Annað amino-
glycoside er tobramicin. Er það miög líkt
gentamicini, og aukaverkanir þær sömu, og
skammtar sömuleiðis. Þetta lyf er heldur
virkara gegn pseudomonas en gentamicin,
og hefur þess vegna sumsstaðar tekið sæti
gentamicins í meðferð gram neffativra
sýkinga. Þriðja aminoglycosidið er svo
spectinomycin, sem hefur aðeins eina á-
bendingu til notkunar, en það er lekandi,
og þó einkum og sér í lagi hiá beim, sem
eru ónæmir fyrir penicillini. Ekki eru siá-
anleg nein önnur not fvrir þetta lvf. Nokk-
uð ruglingslegt er, að sérlyfjaheiti þessa
lyfs er Trobicin, sem líkist mjög tobra-
micin, sem áður er getið um, og ber að
greina mjög vel á milli þessara lyfja.
tetra,cycline lyf
Fiöldamörg ný tetracycline hafa komið á
markaðinn undanfarin ár, og eru mörg
þeirra mjög áhugaverð, en með tilliti til
meðferðar hjá börnum, er rétt að undir-
strika, að ekkert þeirra hefur reynst mein-
laust varðandi aukaverkanir á tennur. Lík-
legt er þó, að tíðni þessara aukaverkana sé
minni við sum þessara lyfia, en miög fáar
ábendingar eru fyrir notkun tetracycline
hjá börnum, og verður eigi fjölyrt um þessi
lyf hér, en einungis mælst til þess, að lækn-
ar sneiði hjá notkun þeirra hjá börnum á
vaxtarskeiði.11
LOKAORÐ
Reynt hefur verið að draga fram nokkur
atriði varðandi val sýklalyfja í ýmsum al-
gengum sjúkdómum, svo og eiginleika
nokkurra nýrri lyfja. Það er vitaskuld ó-
gjörningur að gera efninu tæmandi skil í
stuttri grein, og er því margs ógetið, sem
gagnlegt hefði verið að koma á framfæri.
Enginn vafi er á, að sýklalyf eru mikil-
virk, og bjarga ótöldum mannslífum árlega.
Hitt er þó rétt að hafa í huga, að oft batnar
fólki þrátt fyrir sýklalyfjagjöf, en ekki
vegna hennar, og er ávallt rétt að gæta
varúðar við að draga ályktanir af sjúk-
dómsgangi, nema þeim mun betur hafi ver-
ið staðíð að greiningu sjúkdómsins í upp-
hafi. Sjúklingar okkar, svo og þjóðfélagið
í heild, eiga þær kröfur á okkar hendur, að
við vöndum val allra lyfja, ekki síst sýkla-
lyfja, og reynum að forðast ofnotkun. En
hér eru ekki aðeins í veði fjármunir heldur
bendir allt til að taumlaus notkun þessara
lyfja geti aukið líkur á að harðgerir sýkla-
stofnar komi fram, og alvarlegri sýkingum
fjölgi.
HEIMILDIR
1. Kunm. C.M., Tupasi. T., Graig, W.A.: Use
of antibiotics. Ann.Intern.Med. 79:555-560.
1973.
2. Rosenblatt, J.E.: Laboratory tests used to
guide antimicrobial therapy. Mayo Clin.
Proc. 52:611-615. 1977.
3. Brink, W.R., Rammelkemp, C.H.Jr., Denny,
F.W., Wannamaker, L.W.: Effect of peni-
cillin and aureomycin on the natural course
of streptococcal tonsillitis and pharyngitis.
Am.J.Med. 10:300-308. 1951.
4. Brook, I., Anthony, B.F., Finegold. S.M.:
Aerobic and anaerobic bacteriology of acute
otitis media in children. J. Pediat. 92:13-15.
1978.
5. Keyes, T.F.: Antimicrobials commonly used
for urinary tract infection. Mayo Clin.Proc.
52:680-682. 1977.
6. Lepper, M.H., Dowling, H.F.: Treatment
of pneumococcic meningitis with penicillin
compared with penicillin plus auremycin.
Arch.Intern.Med. 88:489-494. 1951.
7. Wehrle, P.F., Mathies, A.W., Leedom, J.M.
et al.: Bacterial meningitis. Ann.N.Y.Acad,
Sci. 145:488-499. 1967,