Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 72
70
8. Rahal, J.J.Jr.: Antibiotic combinations: The
clinical relevance. Medicine 57:179-194.
1978.
9. Nolan, C.M., Abernathy, R.S.: Nephro-
pathy associated with methicillin therapy.
Arch.Intern.Med. 137:997-1000, 1977.
10. Reynolds, A.V., Hamilton-Miller, J.M.T.,
Brumfitt, W.: In vitro activity of amikacin
and 10 other aminoglycoside antibiotics
against gentamicin resistant bacterial
strains. J.Infect.Dis. 134(Suppl) :S291-S295.
1976.
11. Reeves, D.S., Bint, A.J., Bullock, D.W.: Use
of antibiotics. Sulphonamides, co-trimoxa-
zole, and tetracyclines. Brit. Med.J. 2:410-
413. 1978.
Sævar Halldórsson
ÞROSKAHEFT BÖRN
í erindi mínu hef ég kosið að ræða sem
minnst um hlutverk læknisins í sambandi
við læknisfræðilega sjúkdómsgreiningu og
meðferð á þroskaheftum börnum. Þess í
stað mun ég reyna að fjalla vítt og breytt
um það sem læknirinn á að gera og getur
gert fyrir þroskaheft barn og foreldra þess
þegar beinum læknisaðgerðum sleppir.
Áður en lengra er haldið er rétt að gera
grein fyrir því hvað átt er við með orðinu
þroskaheftur. Það hefur verið skilgreint
þannig: „Þroskaheftur er sá sem af þekkt-
um eða óþekktum ástæðum er þannig ástatt
um, að hann getur ekki af eigin rammleik
náð eðlilegum þroska, andlegum eða líkam-
legum til almennrar þátttöku í samfélag-
inu. Þroskaheftir geta því verið haldnir
fötlunum eins og vangefni, heyrnarleysi,
hreyfihömlun, blindu, geðveiki, málhömlun
t.d. aphasy o.s.frv.
Það er mikilvægt að læknisfræðileg
greining á þroskaheftingu eigi sér stað
mjög snemma á ævinni. Þegar læknisfræði-
leg meðferð er fyrir hendi til þess að koma
í veg fyrir þroskaheftingu, byggist árangur
meðferðarinnar oft algjörlega á því að
greining sé gerð hjá barninu mjög ungu.
Nægir að nefna sem dæmi hina ýmsu
metabolisku galla, hydrocephalus, cretinis-
mus og fleira. Það má skjóta því hér inn,
að þó ekki sé til lækning við meðfæddri
heyrnardeyfu, er engu að síður nauðsyn-
legt að greina hana snemma svo að notkun
heyrnartækja geti hafist sem allra fyrst.
Þetta á að sjálfsögðu við margar aðrar fatl-
anir. Þó að ákveðin sjúkdómsgreining m.t.t.
orsakar fyrir þroskaheftingu bjóði ekki
upp á neina sérstaka meðferð fyrir barnið,
hefur greiningin þó mikið gildi. Þetta á
auðvitað við þegar um er að ræða arfgenga
sjúkdóma og hægt er að beita erfðafræði-
legri ráðgjöf eða gera sjúkdómsgreiningu
í fósturlífi. Þó að ákveðin sjúkdómsgrein-
ing m.t.t. orsaka bjóði hvorki upp á með-
ferð fyrir barnið eða erfðafræðilega ráð-
gjöf er hún samt mikilvæg fyrir foreldra
barnsins og hjálpar læknum oft til að segja
fyrir um prognosis.
Hvað á læknirinn svo að gera þegar ljóst
er að barnið er örugglega þroskaheft, hvort
sem ákveðin sjúkdómsgreining m.t.t. orsak-
ar er fyrir hendi eða ekki? Vandamálin
blasa við, en hvað á að gera? Til skamms
tíma má orða það svo, að læknirinn hafi
,,leyst“ vandamálið með því að slá því á
frest. Barnið var „sett í bið“ meðan beðið
var eftir því hvað tíminn myndi leiða í
Ijós. Þegar barnið yrði eldra myndi verða
auðveldara að sjá hvaða framtíðarmögu-
leika það ætti. Tíminn leið og barnið varð
eldra að árum, allir biðu, barn, foreldrar
og læknirinn í fullkomnu aðgerðarleysi.
Hver kannast ekki við svör lækna eins og:
„Tíminn mun leiða í ljós hvað hægt verður
að gera; barnið er jú ennþá svo ungt; það
er ekki tímabært að gera neitt ennþá“.
Reynsla síðari ára hefur sýnt og sannað,
að þessi oft áralanga bið án aðgerða er
mjög skaðleg barni og foreldrum þess. Hún
dregur úr þroskamöguleikum barnsins og
brýtur niður viljakraft forelda. Læknirinn
verður því að vera tilbúinn til að takast
strax á við vandamálið. Hlutverki hans er
ekki lokið þegar sjúkdómsgreining liggur
fyrir. Hann getur ekki skorast undan því
að svara spurningum, sem allir foreldrar