Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 74
72 líka við um börn, sem grunur leikur á, að séu þroskaheft. Við Öskjuhliðarskóla skal rekin deild fyrir þroskaheft börn undir 7 ára aldri til skammtíma atferlisathugana í tengslum við sérfræðideildina. Þá segir að sé um að ræða börn á forskólaaldri, geta foreldrar og sérfræðingur (læknir, sál- fæðingur o.s.frv.) óskað eftir greiningu á þeim. í reglugerðinni er sérstaklega kveðið á um svokallaða leiktækjaþjónustu og upp- eldisráðgjöf til foreldra þroskaheftra barna yngri en 7 ára. Persónulega er ég ánægður með margt af því sem kemur fram í þessum reglugerð- um, en tel þó að margt mætti færa til betri vegar. En einhvers staðar verður að byrja og reglugerðir sem þessar þurfa að sjálf- sögðu að vera í stöðugri endurskoðun. Rétt er að staldra hér við og athuga hver staða okkar er nú í dag með tilkomu þess- ara reelugerða og annars sem unnið hefur verið að í þessum málum á undanförnum árum. Hvað er til í dag, sem kveðið er á um í reglugerðunum? Göngudeild Kópavogshælis er tekin til starfa. Hún hefur ekki sérstakt starfslið og er mönnuð sérfræðingum, sem nú vinna við stofnunina. Þó að deildin sé enn van- búin og hafi enn ekki getað tekist á við mörg af þeim verkefnum, sem henni eru ætluð, hef ég trú á því að hún eigi eftir að eflast og gegna mikilvægu hlutverki í mál- efnum vangefinna í framtíðinni. Læknar geta vísað foreldrum vangefinna barna bangað til þess að fá læknisfræðilega og félagslega aðstoð í Kjarvalshúsi er starfandi vísir að þeirri athugunar- og sérfræðideild Öskjuhlíðar- skóla, sem getið er um í reglugerð Mennta- málaráðuneytisins. Þessi deild hefur á að skÍDa talsverðum hópi sérfræðinga til þess að fást við þau verkefni, sem henni eru ætl- uð. þó enn vanti þar verulega upp á og tak- markað húsrými sníði starfseminni mjög þröngan stakk. f Kjarvalshúsi eru börn á forskólaaldri tekin til athugunar, greining- ar og meðferðar samkv. beiðni foreldra eða samkv. tilvisun sérfræðinga, sem fram að þessu hafa oftast verið læknar. Flest börn hafa verið á aldrinum 2ja til 6 ára, en eng- in aldursmörk eru niður á við. Börnin dvelja á deildinni allan daginn 5 daga vik- unnar og dvalartíminn hefur verið frá 1—2 vikum upp í nokkra mánuði í senn, en þó oftast 1—2 mánuðir. Að athugun og grein- ingu lokinni er eftir því sem við á gerð meðferðaráætlun fyrir hvert barn fyrir for- eldra og aðra þá aðila, sem taka munu þátt í meðferð barnsins. Einnig getur verið um beina tilvísun á meðferðaraðila að ræða, t.d. Geðdeild Barnaspítala Hringsins, þjálf- unarskóla, fávitahæli, málhömlunardeild, deild fyrir hreyfihamlaða o.s.frv. Mikil á- hersla er lögð á vinnu með foreldrum, sem er ekki síður mikilvæg og í mörgum til- fellum það sem mestu máli skiptir. Mjög oft hafa foreldrar ekki gert sér grein fyrir eða viðurkennt fötlun barnsins. Segja má að viðurkenni foreldrar ekki fötlun barns- ins þá viðurkennir barnið hana ekki held- ur, sem leiðir svo aftur til þess að þjóð- félagið viðurkennir hvorugt og foreldrarn- ir og hið þroskahefta barn einangrast. Reynt hefur verið eftir megni þegar börn koma utan af landi að haga meðferðaráætl- un þannig, að sem auðveldast sé að fram- kvæma hana í heimhögum. Áhersla er löCTð á að virkja þá starfskrafta sem fyrir hendi eru á þeim stað, sem barnið er búsett. Framtíðarstefnan er sú, að ,,deeentralisera“ sem mest af þessari sérfræðiþjónustu þó að enn verið hún að búa við ákveðna „centrali- seringu“ af illri nauðsyn vegna þess fá- menna hóps sérfræðinga sem vinna að þess- um málum. í Kjarvalshúsi er einnig leiktækjabión- usta og uppeldisráðgiöf fvrir foreldra þroskaheftra barna á forskólaaldri. Á hin- um Norðurlöndunum gengur þessi þjónusta undir nafninu ,,Legotek“. Sérmenntuð fóstra vinnur þar með foreldrum og barni þeirra í einkatímum í 1—2 klst. í senn. Oftast koma barn og foreldrar í þessar heimsóknir í %—1 mán. fresti en einnig geta heimsóknir verið tíðari eða sialdnar og ræðst það af eðli vandamálsins. Þegar um er að ræða heimsóknir utan af lanrli eru þær strjálari, en samband þá hald'ð með símtölum og bréfaskrift.um. Mörg af börnunum í ,,legotekinu“ hafa verið mjög ung eða á fvrsta aldursári. Eins og kemur fram í bví sem éa. hef nú lvst er þegar farið að vinna að nokkru leyti eftir áðurnefndum reffluverðum. Má segja að með því hafi opnast verulegir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.